Samverustundir svo dýrmætar 1. desember 2015 13:00 "Mest um vert er að barninu okkar eða börnum líði vel og að þau geti seinna meir hugsað til baka með gleði, þrátt fyrir sorgina sem fylgir því þegar foreldrar þess skilja að skiptum,“ segir Guðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðra. MYND/ERNIR Það er alltaf erfitt að halda fyrstu jólin eftir hjónaskilnað enda hefur aðfangadagur, eins og öll jólahátíðin, löngum verið tími fjölskyldunnar. Jólin eru fyrst og fremst tími þar sem við minnumst liðinna tíma, til dæmis bernskujólanna, og því mjög mikilvægt að fókusinn sé algjörlega settur á börnin og þarfir þeirra, að sögn séra Guðnýjar Hallgrímsdóttur, prests fatlaðra og höfundar bókarinnar Skilnaður – en hvað svo? sem hún sendi nýlega frá sér. „Mest er um vert að barninu okkar eða börnum líði vel og að þau geti seinna meir hugsað til baka með gleði, þrátt fyrir sorgina sem fylgir því þegar foreldrar þess skilja að skiptum. Þetta þýðir að við þurfum að setja eigin þarfir í lægra sæti.“ Börnin vilja yfirleitt verja jólunum með báðum foreldrum en þá þarf að hjálpa þeim að skilja hvernig aðstæðurnar eru og finna út hvernig við undirbúum og njótum jólanna sem best. „Það er börnum mikilvægt að ákveðið sé með góðum fyrirvara hvernig skipta skuli tíma þess með foreldrum. Hvaða gjafir við kaupum með þeim fyrir hitt foreldrið og hvað og hvenær við ætlum að baka og föndra saman, kaupa jólatré, setja upp jólaljósin úti sem inni svo nokkur algeng jólaverkefni séu talin upp.“Hefðir skipta máli Hjá nær öllum fjölskyldum eru jólin tími sterkra hefða. Því skiptir miklu máli að huga að þeim enda hjálpa hefðirnar mörgum að halda ákveðnum takti. „Hefðirnar skipti enn meira máli fyrir börn fráskilinna foreldra og þá ekki síst í kringum jólin. Ég held að við viljum öll halda í ákveðnar hefðir og þá sér í lagi þegar veröldin virðist svo fallvölt í kringum okkur. Kúnstin er að reyna að halda í góðar og gamlar hefðir en um leið að bæta við nýjum þó ekki væri nema til þess að minna okkur á að lífið tekur sífelldum breytingum og breytingarnar þurfa ekki að vera slæmar.“ Hún segir hefðirnar líka vera stóran hluta jólagleðinnar og tilhlökkunar fyrir marga. „Þær eru hluti af okkur sjálfum og fjölskyldum okkar, hluti af sögu okkar hvers og eins. Þær eru um leið hluti af því hvernig við deilum hamingju okkar með þeim sem við elskum. Þó er mikilvægt að hefðirnar stjórni ekki lífi okkar. Fyrir vikið gæti verið skynsamlegt að gera svolítið meira úr öllum jólamánuðinum, frekar en bara þessum örfáu dögum í kringum jólin sjálf.“Sýna þarf stillingu Einnig er mikilvægt að færast ekki of mikið í fang að mati Guðnýjar. „Margir foreldrar eru að sligast undan samviskubiti yfir því hvað börnin þurfi að ganga í gegnum. Fyrir vikið einblína of margir á dýrar gjafir í stað þess sem börnin vilja kannski mest, að njóta samvista við foreldra sína. Þess vegna er samvera svo endalaust dýrmæt enda lifa minningar yfirleitt lengur en dýrar gjafir.“ Að sjálfsögðu verða foreldrar að setja ágreiningsmál sín á ís yfir þessa daga. „Ég vil gera þá kröfu til foreldra að þeir hagi sér skynsamlega, já, eins og fullorðið fólk. Börn eru viðkvæm, óþroskuð og í mikilli mótun. Þess vegna er aldrei of oft bent á mikilvægi þess að foreldrar sýni stillingu og sjálfstjórn. Hversu illa sem foreldrum líður skiptir mestu máli að börnin fái að njóta jólanna og undirbúnings þeirra eins vel og kostur er.” Jól Jólafréttir Mest lesið Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 6. desember Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 13. desember Jól Jólin byrja í júlí Jól Leiðir til að hafa jólin græn Jól Gáttaþefur kom í nótt Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 2. desember Jól Að eiga gleðileg jól Jól Jólapappírinn endurnýttur Jól Besta jólamyndin fer á forsíðu Jól Ingibjörg leikkona: Allt húsið ilmar og jólalög sett í græjurnar Jólin
Það er alltaf erfitt að halda fyrstu jólin eftir hjónaskilnað enda hefur aðfangadagur, eins og öll jólahátíðin, löngum verið tími fjölskyldunnar. Jólin eru fyrst og fremst tími þar sem við minnumst liðinna tíma, til dæmis bernskujólanna, og því mjög mikilvægt að fókusinn sé algjörlega settur á börnin og þarfir þeirra, að sögn séra Guðnýjar Hallgrímsdóttur, prests fatlaðra og höfundar bókarinnar Skilnaður – en hvað svo? sem hún sendi nýlega frá sér. „Mest er um vert að barninu okkar eða börnum líði vel og að þau geti seinna meir hugsað til baka með gleði, þrátt fyrir sorgina sem fylgir því þegar foreldrar þess skilja að skiptum. Þetta þýðir að við þurfum að setja eigin þarfir í lægra sæti.“ Börnin vilja yfirleitt verja jólunum með báðum foreldrum en þá þarf að hjálpa þeim að skilja hvernig aðstæðurnar eru og finna út hvernig við undirbúum og njótum jólanna sem best. „Það er börnum mikilvægt að ákveðið sé með góðum fyrirvara hvernig skipta skuli tíma þess með foreldrum. Hvaða gjafir við kaupum með þeim fyrir hitt foreldrið og hvað og hvenær við ætlum að baka og föndra saman, kaupa jólatré, setja upp jólaljósin úti sem inni svo nokkur algeng jólaverkefni séu talin upp.“Hefðir skipta máli Hjá nær öllum fjölskyldum eru jólin tími sterkra hefða. Því skiptir miklu máli að huga að þeim enda hjálpa hefðirnar mörgum að halda ákveðnum takti. „Hefðirnar skipti enn meira máli fyrir börn fráskilinna foreldra og þá ekki síst í kringum jólin. Ég held að við viljum öll halda í ákveðnar hefðir og þá sér í lagi þegar veröldin virðist svo fallvölt í kringum okkur. Kúnstin er að reyna að halda í góðar og gamlar hefðir en um leið að bæta við nýjum þó ekki væri nema til þess að minna okkur á að lífið tekur sífelldum breytingum og breytingarnar þurfa ekki að vera slæmar.“ Hún segir hefðirnar líka vera stóran hluta jólagleðinnar og tilhlökkunar fyrir marga. „Þær eru hluti af okkur sjálfum og fjölskyldum okkar, hluti af sögu okkar hvers og eins. Þær eru um leið hluti af því hvernig við deilum hamingju okkar með þeim sem við elskum. Þó er mikilvægt að hefðirnar stjórni ekki lífi okkar. Fyrir vikið gæti verið skynsamlegt að gera svolítið meira úr öllum jólamánuðinum, frekar en bara þessum örfáu dögum í kringum jólin sjálf.“Sýna þarf stillingu Einnig er mikilvægt að færast ekki of mikið í fang að mati Guðnýjar. „Margir foreldrar eru að sligast undan samviskubiti yfir því hvað börnin þurfi að ganga í gegnum. Fyrir vikið einblína of margir á dýrar gjafir í stað þess sem börnin vilja kannski mest, að njóta samvista við foreldra sína. Þess vegna er samvera svo endalaust dýrmæt enda lifa minningar yfirleitt lengur en dýrar gjafir.“ Að sjálfsögðu verða foreldrar að setja ágreiningsmál sín á ís yfir þessa daga. „Ég vil gera þá kröfu til foreldra að þeir hagi sér skynsamlega, já, eins og fullorðið fólk. Börn eru viðkvæm, óþroskuð og í mikilli mótun. Þess vegna er aldrei of oft bent á mikilvægi þess að foreldrar sýni stillingu og sjálfstjórn. Hversu illa sem foreldrum líður skiptir mestu máli að börnin fái að njóta jólanna og undirbúnings þeirra eins vel og kostur er.”
Jól Jólafréttir Mest lesið Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 6. desember Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 13. desember Jól Jólin byrja í júlí Jól Leiðir til að hafa jólin græn Jól Gáttaþefur kom í nótt Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 2. desember Jól Að eiga gleðileg jól Jól Jólapappírinn endurnýttur Jól Besta jólamyndin fer á forsíðu Jól Ingibjörg leikkona: Allt húsið ilmar og jólalög sett í græjurnar Jólin