Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Víkingur 25-24 | Seltirningar unnu nýliðaslaginn Ingvi Þór Sæmundsson í Hertz-höllinni skrifar 12. nóvember 2015 21:45 Finnur Ingi Stefánsson, hornamaður Gróttu. vísir/vilhelm Grótta bar sigurorð af Víkingum, 25-24, í nýliðaslag í 12. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Þetta var fjórði sigur Seltirninga í síðustu fimm leikjum en þeir eru í 6. sæti deildarinnar með 10 stig. Víkingar eru hins vegar í vondum málum í 10. og neðsta sæti deildarinnar, sex stigum frá öruggu sæti. Seltirningar byrjuðu á því að taka Karolis Stropus úr umferð en Litháinn er hættulegasti sóknarmaður Víkinga og þarf að bera ansi þungar byrðar nú þegar Jóhann Reynir Gunnlaugsson er frá vegna meiðsla. Þetta herbragð virkaði vel enda skoruðu Víkingar aðeins fimm mörk á fyrstu 22 mínútum leiksins gegn níu hjá Gróttu. Auk þess varði Lárus Helgi Ólafsson vel í marki heimamanna, alls átta skot í fyrri hálfleik (42%). Á meðan var vörn Víkinga ekki nógu þétt og sérstaklega veik fyrir gegnumbrotum og snöggum árásum sóknarmanna Gróttu. Daði Laxdal Gautason nýtti sér þetta vel og skoraði fjögur mörk úr fjórum skotum fyrir Seltirninga í fyrri hálfleiknum. Í stöðunni 9-5 tók Ágúst Jóhannsson leikhlé og eftir það brögguðust hans menn. Ægir Hrafn Jónsson kom inn á og þétti vörnina og þá átti Logi Ágústsson góða spretti í sókninni en hann skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og fiskaði eitt vítakast. Logi minnkaði muninn í eitt mark, 12-11, en Aron Dagur Pálsson sá til þess að tveimur mörkum munaði á liðunum í hálfleik þegar hann skoraði lokamark fyrri hálfleiks. Aðeins annað liðið mætti til leiks í seinni hálfleik en Grótta skoraði sjö af átta fyrstu mörkum hans og náði átta marka forystu, 20-12. Víkingar voru heillum horfnir á þessum kafla og réðu ekkert við ákveðna Gróttumenn sem röðuðu inn mörkum. Þrátt fyrir skelfilega byrjun á seinni hálfleiknum gáfust gestirnir ekki upp og komu sér aftur inn í leikinn. Atli Karl Bachmann átti þar stærstan hlut að máli en hann fór hreinlega á kostum í seinni hálfleik. Atli skoraði átta mörk á síðustu 22 mínútum leiksins og leiddi endurkomu Víkinga ásamt Magnúsi Erlendssyni sem varði frábærlega eftir að hann kom í markið í seinni hálfleik. Þessi reyndi markvörður varði alls 10 skot, eða 56% þeirra skota sem hann fékk á sig. Víkingar skoruðu fimm mörk í röð og minnkuðu muninn í þrjú mörk, 20-17, og þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum kom Atli Karl muninum niður í eitt mark, 22-21. En þá kom bakslag hjá gestunum og Grótta skoraði þrjú mörk í röð og komst fjórum mörkum yfir, 25-21. Atli Karl var hins vegar ekki búinn að gefast upp og skoraði tvö mörk í röð og minnkaði muninn í tvö mörk, 25-23, þegar fjórar mínútur lifðu leiks. Víkingar fengu nokkur tækifæri til að minnka muninn í eitt mark en fóru illa með sóknir sínar á lokamínútunum. Það sama má segja um heimamenn sem skoruðu ekki síðustu sex mínútur leiksins. Það kom þó ekki að sök. Atli minnkaði muninn í eitt mark undir blálokin en Víkingar höfðu ekki tíma fyrir annað mark og því fögnuðu Seltirningar mikilvægum sigri. Daði átti ljómandi fínan leik í liði Gróttu og skoraði sjö mörk úr sjö skotum. Aron Dagur skilaði fimm mörkum og þá varði Lárus Helgi vel framan af leik. Atli Karl skoraði 10 mörk fyrir Víking, þar af átta í seinni hálfleik. Nafni hans Hjörvar Einarsson gerði fjögur mörk líkt og Logi og Stropus sem var slakur á lokakaflanum.Daði: Hefðum átt að vinna þetta stærra Daði Laxdal Gautason átti flottan leik þegar Grótta vann eins marks sigur, 25-24, á Víkingi í Olís-deild karla í kvöld. Hann sagði sigurinn hafa verið sanngjarnan. "Ég er eiginlega á því. Við leiddum allan leikinn og vorum komnir með gott forskot en vorum klaufar að missa þetta niður í jafnan leik. "Það var lélegt hjá okkur, við hefðum átt að vinna þetta með meira en einu marki," sagði Daði en Grótta náði átta marka forskoti, 20-12, í byrjun seinni hálfleiks. "Við byrjuðum leikinn vel en misstum dampinn rétt fyrir hálfleikinn. Við vorum staðráðnir í að byrja seinni hálfleikinn af krafti og klára leikinn. "Við lögðum upp með að spila sterka vörn og fá hraðaupphlaupin sem við fengum ekki í fyrri hálfleik," sagði Daði en Grótta byrjaði seinni hálfleikinn með 7-1 kafla. Víkingar gáfust þó ekki upp og náðu að gera leikinn spennandi með góðum kafla um miðbik seinni hálfleiks. "Það var gott fyrir áhorfendur að hafa þetta spennandi," sagði Daði og glotti við tönn. Hann átti sem áður sagði góðan leik í kvöld og skoraði sjö mörk úr sjö skotum. Hann segist hafa fengið fyrirmæli um að vera ákveðinn og ráðast á vörn Víkings sem gekk líka svona ljómandi vel. "Ég var meiddur í síðustu tveimur leikjum og kom ferskur inn. Gunni (Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu) sagði að ég ætti að sækja á vörnina og gera það sem ég er bestur í. Það hentaði mjög vel og skilaði sjö mörkum," sagði Daði sigurreifur í leikslok. Olís-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Grótta bar sigurorð af Víkingum, 25-24, í nýliðaslag í 12. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Þetta var fjórði sigur Seltirninga í síðustu fimm leikjum en þeir eru í 6. sæti deildarinnar með 10 stig. Víkingar eru hins vegar í vondum málum í 10. og neðsta sæti deildarinnar, sex stigum frá öruggu sæti. Seltirningar byrjuðu á því að taka Karolis Stropus úr umferð en Litháinn er hættulegasti sóknarmaður Víkinga og þarf að bera ansi þungar byrðar nú þegar Jóhann Reynir Gunnlaugsson er frá vegna meiðsla. Þetta herbragð virkaði vel enda skoruðu Víkingar aðeins fimm mörk á fyrstu 22 mínútum leiksins gegn níu hjá Gróttu. Auk þess varði Lárus Helgi Ólafsson vel í marki heimamanna, alls átta skot í fyrri hálfleik (42%). Á meðan var vörn Víkinga ekki nógu þétt og sérstaklega veik fyrir gegnumbrotum og snöggum árásum sóknarmanna Gróttu. Daði Laxdal Gautason nýtti sér þetta vel og skoraði fjögur mörk úr fjórum skotum fyrir Seltirninga í fyrri hálfleiknum. Í stöðunni 9-5 tók Ágúst Jóhannsson leikhlé og eftir það brögguðust hans menn. Ægir Hrafn Jónsson kom inn á og þétti vörnina og þá átti Logi Ágústsson góða spretti í sókninni en hann skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og fiskaði eitt vítakast. Logi minnkaði muninn í eitt mark, 12-11, en Aron Dagur Pálsson sá til þess að tveimur mörkum munaði á liðunum í hálfleik þegar hann skoraði lokamark fyrri hálfleiks. Aðeins annað liðið mætti til leiks í seinni hálfleik en Grótta skoraði sjö af átta fyrstu mörkum hans og náði átta marka forystu, 20-12. Víkingar voru heillum horfnir á þessum kafla og réðu ekkert við ákveðna Gróttumenn sem röðuðu inn mörkum. Þrátt fyrir skelfilega byrjun á seinni hálfleiknum gáfust gestirnir ekki upp og komu sér aftur inn í leikinn. Atli Karl Bachmann átti þar stærstan hlut að máli en hann fór hreinlega á kostum í seinni hálfleik. Atli skoraði átta mörk á síðustu 22 mínútum leiksins og leiddi endurkomu Víkinga ásamt Magnúsi Erlendssyni sem varði frábærlega eftir að hann kom í markið í seinni hálfleik. Þessi reyndi markvörður varði alls 10 skot, eða 56% þeirra skota sem hann fékk á sig. Víkingar skoruðu fimm mörk í röð og minnkuðu muninn í þrjú mörk, 20-17, og þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum kom Atli Karl muninum niður í eitt mark, 22-21. En þá kom bakslag hjá gestunum og Grótta skoraði þrjú mörk í röð og komst fjórum mörkum yfir, 25-21. Atli Karl var hins vegar ekki búinn að gefast upp og skoraði tvö mörk í röð og minnkaði muninn í tvö mörk, 25-23, þegar fjórar mínútur lifðu leiks. Víkingar fengu nokkur tækifæri til að minnka muninn í eitt mark en fóru illa með sóknir sínar á lokamínútunum. Það sama má segja um heimamenn sem skoruðu ekki síðustu sex mínútur leiksins. Það kom þó ekki að sök. Atli minnkaði muninn í eitt mark undir blálokin en Víkingar höfðu ekki tíma fyrir annað mark og því fögnuðu Seltirningar mikilvægum sigri. Daði átti ljómandi fínan leik í liði Gróttu og skoraði sjö mörk úr sjö skotum. Aron Dagur skilaði fimm mörkum og þá varði Lárus Helgi vel framan af leik. Atli Karl skoraði 10 mörk fyrir Víking, þar af átta í seinni hálfleik. Nafni hans Hjörvar Einarsson gerði fjögur mörk líkt og Logi og Stropus sem var slakur á lokakaflanum.Daði: Hefðum átt að vinna þetta stærra Daði Laxdal Gautason átti flottan leik þegar Grótta vann eins marks sigur, 25-24, á Víkingi í Olís-deild karla í kvöld. Hann sagði sigurinn hafa verið sanngjarnan. "Ég er eiginlega á því. Við leiddum allan leikinn og vorum komnir með gott forskot en vorum klaufar að missa þetta niður í jafnan leik. "Það var lélegt hjá okkur, við hefðum átt að vinna þetta með meira en einu marki," sagði Daði en Grótta náði átta marka forskoti, 20-12, í byrjun seinni hálfleiks. "Við byrjuðum leikinn vel en misstum dampinn rétt fyrir hálfleikinn. Við vorum staðráðnir í að byrja seinni hálfleikinn af krafti og klára leikinn. "Við lögðum upp með að spila sterka vörn og fá hraðaupphlaupin sem við fengum ekki í fyrri hálfleik," sagði Daði en Grótta byrjaði seinni hálfleikinn með 7-1 kafla. Víkingar gáfust þó ekki upp og náðu að gera leikinn spennandi með góðum kafla um miðbik seinni hálfleiks. "Það var gott fyrir áhorfendur að hafa þetta spennandi," sagði Daði og glotti við tönn. Hann átti sem áður sagði góðan leik í kvöld og skoraði sjö mörk úr sjö skotum. Hann segist hafa fengið fyrirmæli um að vera ákveðinn og ráðast á vörn Víkings sem gekk líka svona ljómandi vel. "Ég var meiddur í síðustu tveimur leikjum og kom ferskur inn. Gunni (Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu) sagði að ég ætti að sækja á vörnina og gera það sem ég er bestur í. Það hentaði mjög vel og skilaði sjö mörkum," sagði Daði sigurreifur í leikslok.
Olís-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira