291 gistileyfi er í gildi á höfuðborgarsvæðinu. Lang stærstur hluti þeirra eru vegna hótela og gististaða í miðborg Reykjavíkur. Þetta kemur fram í gögnum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um leyfishafa. Eins og sést á hitakorti sem fréttastofa gerði úr gögnunum sést greinilega hvar uppbygging gististaða hefur átt sér stað á undanförnum árum, en frá 2010 hefur gistinóttum fjölgað úr 886 þúsund í 1,4 milljónir.Margoft hefur verið fjallað um þennan gríðarlega ferðamannastraum til landsins sem hófst að stigmagnast um 2010. Samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands hefur aukning útlendinga um Keflavíkurflugvöll verið um 211 prósent frá 2010 til 2014. Aukning gistinótta á hótelum hefur hins vegar verið minni, eða 178 prósent. Ein af skýringunum sem kann að vera á þessu misræmi er sterk innkoma Airbnb hér á landi. Síðasta árið hefur framboð aukist um 113 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Airbnb hefur ferðamönnum sem koma til Reykjavíkur og nota Airbnb til að finna sér samastað einnig fjölgað mikið, eða um 133 prósent. Eftirspurnin er því mikil. Gunnar Alexander vann skýrslu sem afhent var Ragnheiði Elínu Árnadóttur, ráðherra ferðamála, um umfang Airbnb.BifröstTóku við umframeftirspurninni Gunnar Alexander Ólafsson stjórnmálafræðingur sem vann skýrslu um Airbnb fyrir háskólann á Bifröst segir að hótelin séu ekki nóg. „Það er eiginlega fyrsta niðurstaðan okkar, uppbygging hótelherbergja hefur ekki haldist í hendur við fjölgun ferðamanna,“ segir hann. „Það hefur verið skortur á hótelherbergjum og þá er þessi möguleiki orðinn þarfur.“Sjá einnig:Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Gunnar telur að ákveðinni mettun gæti verið náð í útbreiðslu Airbnb-íbúða í borginni. „Það er rosalegur kraftur í hóteluppbyggingu og ég held að þetta jafnist út. Það er mín tilfinning,“ segir hann. „Sá markaður er bara að mettast, eins og til dæmis í miðborginni.“ Í skýrslunni eru lagðar til breytingar á reglum er varða skilyrði til íbúðaútleigu til ferðamanna. „Við leggjum til að það verði allt endurskoðað, tekið til gagngerrar endurskoðunar þannig að það verði einfaldað töluvert og fólki gert auðveldara að bæði að skrá eign sína í útleigu og að það þurfi ekki að fá öll vottorð frá mismunandi eftirlitsaðilum til þess að geta verið með útleigu,“ segir hann.Spáð er áframhaldandi fjölgun ferðamanna til Íslands á næstu árum.Vísir/Andri MarinóHluti af landslaginu Íslandshótel reka sex hótel í Reykjavík sem eru öll staðsett miðsvæðis, eða á því svæði þar sem flest hótel eru. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, segir að Airbnb sé hluti af landslaginu í ferðaþjónustu á Íslandi í dag. „Airbnb er komið til að vera, það er engin spurning en við auðvitað eins og aðrir horfum á þessa aðila og viljum að þetta sé uppi á borðunum og séu með tilskylin leyfi og passi upp á aðbúnað,“ segir hann. Áframhaldandi fjölgun ferðamanna er spáð á næstu árum. Davíð segir að það þýði aukna uppbyggingu hótela í höfuðborginni. „Já að sjálfsögðu, enda eru menn að gera það. Við erum að gera það og erum í heilmikilli uppbyggingu,“ segir hann. Davíð segir þó ástæðu til að hafa varann á. „Við þurfum að stíga varlega til jarðar, það má ekki verða gullgrafaraæði í þessu,“ segir hann.„Yfirleitt fara svona fjárfestingarbylgjur fram úr sér að lokum,“ sagði Már í gær.Vísir/VilhelmÓttast offjárfestingu Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær að hætta væri á offjárfestingu í hótelbyggingum. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag. „Yfirleitt fara svona fjárfestingarbylgjur fram úr sér að lokum og það er bara spurning hvað það verður mikið,“ sagði Már á fundinum í gær. „Hvort við séum þar, það er fullyrt að svo sé ekki, og staðreyndin er sú að hótelnýting á Íslandi er með því hæsta sem gerist enn sem komið er, en við þurfum að fylgjast með þessu,“ sagði hann. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Sjáðu hvernig leiguíbúðir á Airbnb teygja sig um allt höfuðborgarsvæðið. 11. nóvember 2015 10:30 Mest lesið Kilroy hafi eitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent
291 gistileyfi er í gildi á höfuðborgarsvæðinu. Lang stærstur hluti þeirra eru vegna hótela og gististaða í miðborg Reykjavíkur. Þetta kemur fram í gögnum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um leyfishafa. Eins og sést á hitakorti sem fréttastofa gerði úr gögnunum sést greinilega hvar uppbygging gististaða hefur átt sér stað á undanförnum árum, en frá 2010 hefur gistinóttum fjölgað úr 886 þúsund í 1,4 milljónir.Margoft hefur verið fjallað um þennan gríðarlega ferðamannastraum til landsins sem hófst að stigmagnast um 2010. Samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands hefur aukning útlendinga um Keflavíkurflugvöll verið um 211 prósent frá 2010 til 2014. Aukning gistinótta á hótelum hefur hins vegar verið minni, eða 178 prósent. Ein af skýringunum sem kann að vera á þessu misræmi er sterk innkoma Airbnb hér á landi. Síðasta árið hefur framboð aukist um 113 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Airbnb hefur ferðamönnum sem koma til Reykjavíkur og nota Airbnb til að finna sér samastað einnig fjölgað mikið, eða um 133 prósent. Eftirspurnin er því mikil. Gunnar Alexander vann skýrslu sem afhent var Ragnheiði Elínu Árnadóttur, ráðherra ferðamála, um umfang Airbnb.BifröstTóku við umframeftirspurninni Gunnar Alexander Ólafsson stjórnmálafræðingur sem vann skýrslu um Airbnb fyrir háskólann á Bifröst segir að hótelin séu ekki nóg. „Það er eiginlega fyrsta niðurstaðan okkar, uppbygging hótelherbergja hefur ekki haldist í hendur við fjölgun ferðamanna,“ segir hann. „Það hefur verið skortur á hótelherbergjum og þá er þessi möguleiki orðinn þarfur.“Sjá einnig:Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Gunnar telur að ákveðinni mettun gæti verið náð í útbreiðslu Airbnb-íbúða í borginni. „Það er rosalegur kraftur í hóteluppbyggingu og ég held að þetta jafnist út. Það er mín tilfinning,“ segir hann. „Sá markaður er bara að mettast, eins og til dæmis í miðborginni.“ Í skýrslunni eru lagðar til breytingar á reglum er varða skilyrði til íbúðaútleigu til ferðamanna. „Við leggjum til að það verði allt endurskoðað, tekið til gagngerrar endurskoðunar þannig að það verði einfaldað töluvert og fólki gert auðveldara að bæði að skrá eign sína í útleigu og að það þurfi ekki að fá öll vottorð frá mismunandi eftirlitsaðilum til þess að geta verið með útleigu,“ segir hann.Spáð er áframhaldandi fjölgun ferðamanna til Íslands á næstu árum.Vísir/Andri MarinóHluti af landslaginu Íslandshótel reka sex hótel í Reykjavík sem eru öll staðsett miðsvæðis, eða á því svæði þar sem flest hótel eru. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, segir að Airbnb sé hluti af landslaginu í ferðaþjónustu á Íslandi í dag. „Airbnb er komið til að vera, það er engin spurning en við auðvitað eins og aðrir horfum á þessa aðila og viljum að þetta sé uppi á borðunum og séu með tilskylin leyfi og passi upp á aðbúnað,“ segir hann. Áframhaldandi fjölgun ferðamanna er spáð á næstu árum. Davíð segir að það þýði aukna uppbyggingu hótela í höfuðborginni. „Já að sjálfsögðu, enda eru menn að gera það. Við erum að gera það og erum í heilmikilli uppbyggingu,“ segir hann. Davíð segir þó ástæðu til að hafa varann á. „Við þurfum að stíga varlega til jarðar, það má ekki verða gullgrafaraæði í þessu,“ segir hann.„Yfirleitt fara svona fjárfestingarbylgjur fram úr sér að lokum,“ sagði Már í gær.Vísir/VilhelmÓttast offjárfestingu Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær að hætta væri á offjárfestingu í hótelbyggingum. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag. „Yfirleitt fara svona fjárfestingarbylgjur fram úr sér að lokum og það er bara spurning hvað það verður mikið,“ sagði Már á fundinum í gær. „Hvort við séum þar, það er fullyrt að svo sé ekki, og staðreyndin er sú að hótelnýting á Íslandi er með því hæsta sem gerist enn sem komið er, en við þurfum að fylgjast með þessu,“ sagði hann.
Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Sjáðu hvernig leiguíbúðir á Airbnb teygja sig um allt höfuðborgarsvæðið. 11. nóvember 2015 10:30