Erlent

Hryðjuverkin í París: Lögregla í Belgíu lýsir eftir þrítugum manni

Atli Ísleifsson skrifar
Saksóknari segir að tveimur dögum fyrir árásina hafi sést til Abrini í svörtum Renault Clio með Salah Abdeslam á bensínstöð skammt frá París.
Saksóknari segir að tveimur dögum fyrir árásina hafi sést til Abrini í svörtum Renault Clio með Salah Abdeslam á bensínstöð skammt frá París. Mynd/belgíska lögreglan
Belgískur dómari hefur gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur þrítugum manni, Mohamed Abrini, vegna rannsóknar á hryðjuverkaárásunum í París.

Saksóknari segir að tveimur dögum fyrir árásina hafi sést til Abrini í svörtum Renault Clio með Salah Abdeslam á bensínstöð skammt frá París. Abdeslam er einnig leitað, en Clio-bíllinn var notaður í árásunum í París.

Í frétt BBC kemur fram að Abrini sé „hættulegur og líklegast vopnaður“.

Franski saksóknarinn Francois Molins sagði á fréttamannafundi fyrr í dag að lögregla telji að höfuðpaur árásanna, Abdel-Hamid Abu Oud, hafi ætlað sér að sprengja sjálfan sig í loft upp í fjármálahverfi Parísarborgar, La Defence, annað hvort 18. eða 19. nóvember.

Abu Oud féll í aðgerðum lögreglu í St-Denis að morgni 18. nóvember.

Mynd/Belgíska lögreglan



Fleiri fréttir

Sjá meira


×