Martin neyddi harðfisk ofan í liðið sitt | Alveg hræðilegt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. nóvember 2015 09:01 Martin, til vinstri, í leik með LIU. Vísir/Getty Íslendingarnir þrír sem leika með háskólaliðum í New York eru til umfjöllunar í Wall Street Journal þar sem ljósi er varpað á bæði LIU- og St. Francis-liðin sem eru óhrædd að leita út fyrir Bandríkin að efnilegum leikmönnum. Martin Hermannsson er á öðru ári hjá LIU-háskólanum og er þar í lykilhlutverki. Gunnar Ólafsson og Dagur Kár Jónsson leika svo með St. Francis og eru þeir allir þrír hluti af fjölþjóðlegum leikmannahópum skólanna tveggja. „Það furðulegasta sem maður heyrir er bandarískum háskólakörfubolta er rúmlega tveggja metra Nígeríumaður að blóta á íslensku. En það er eðlilegt í búningsklefa LIU-skólans í Brooklyn,“ segir í upphafi greinarinnar en umræddur Nígeríumaður, Nura Zanna, segist vera frægur á Íslandi fyrir kunnáttu sína á íslenskum blótsyrðum. LIU og St. Francis eiga ekki möguleika á að lokka til sín bestu ungu leikmenn Bandaríkjanna og leita því ýmissa leiða til að byggja upp sterkan leikmannahóp. Fram kemur í greininni að Andy Johnston, fyrrum þjálfari Keflavíkur, hafi verið milliður fyrir íslensku leikmennina en hann var aðstoðarþjálfari hjá báðum skólum á sínum tíma. „Körfuboltaheimurinn heima er lítill. Það er frekar fyndið að við skulum vera í stærstu borg heims að spila gegn hverjum öðrum,“ er haft eftir Martin í greininni en hann telur að evrópskir leikmenn séu með meira körfuboltavit en bandarískir. „Það er ekki erfitt að aðlagast lífinu utan vallar,“ bætir hann við. Martin hefur reynt að kynna liðsfélögum sínum fyrir íslenskri menningu og mætti eitt sinn með harðfisk, sem hann lét þá alla smakka. „Alveg hræðilegt,“ sagði þjálfarinn Jack Perri um reynsluna. Körfubolti Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ Sjá meira
Íslendingarnir þrír sem leika með háskólaliðum í New York eru til umfjöllunar í Wall Street Journal þar sem ljósi er varpað á bæði LIU- og St. Francis-liðin sem eru óhrædd að leita út fyrir Bandríkin að efnilegum leikmönnum. Martin Hermannsson er á öðru ári hjá LIU-háskólanum og er þar í lykilhlutverki. Gunnar Ólafsson og Dagur Kár Jónsson leika svo með St. Francis og eru þeir allir þrír hluti af fjölþjóðlegum leikmannahópum skólanna tveggja. „Það furðulegasta sem maður heyrir er bandarískum háskólakörfubolta er rúmlega tveggja metra Nígeríumaður að blóta á íslensku. En það er eðlilegt í búningsklefa LIU-skólans í Brooklyn,“ segir í upphafi greinarinnar en umræddur Nígeríumaður, Nura Zanna, segist vera frægur á Íslandi fyrir kunnáttu sína á íslenskum blótsyrðum. LIU og St. Francis eiga ekki möguleika á að lokka til sín bestu ungu leikmenn Bandaríkjanna og leita því ýmissa leiða til að byggja upp sterkan leikmannahóp. Fram kemur í greininni að Andy Johnston, fyrrum þjálfari Keflavíkur, hafi verið milliður fyrir íslensku leikmennina en hann var aðstoðarþjálfari hjá báðum skólum á sínum tíma. „Körfuboltaheimurinn heima er lítill. Það er frekar fyndið að við skulum vera í stærstu borg heims að spila gegn hverjum öðrum,“ er haft eftir Martin í greininni en hann telur að evrópskir leikmenn séu með meira körfuboltavit en bandarískir. „Það er ekki erfitt að aðlagast lífinu utan vallar,“ bætir hann við. Martin hefur reynt að kynna liðsfélögum sínum fyrir íslenskri menningu og mætti eitt sinn með harðfisk, sem hann lét þá alla smakka. „Alveg hræðilegt,“ sagði þjálfarinn Jack Perri um reynsluna.
Körfubolti Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins