TiSA-samningurinn og lýðræði á útsölu Bergsveinn Birgisson skrifar 24. nóvember 2015 07:00 Ísland er eitt þeirra 50 þjóðríkja innan WTO (World Trade Organisation) sem nú taka þátt í gerð alþjóðlegs samnings sem á yfirborðinu á að snúast um hagræðingu allrar þjónustu landa á milli, en snýst í raun um endanlega yfirtöku stórfyrirtækja á öllum sviðum mannlífs og náttúru. Þetta er svokallaður TiSA-samningur (Trade in Services Agreement). Ef ekki væri fyrir WikiLeaks væru allflestir óvitandi um hvað málið snýst, því öllum umræðum og samningnum sjálfum á að halda leyndum fyrir almenningi fram að undirritun og til næstu fimm ára eftir gildistöku. Samningurinn sjálfur er settur fram í nafni „gagnsæis“. Jafnvel nasistarnir voru ærlegri að því leyti að þeir gerðu heiminum ljóst hver stefna þeirra væri. Nýlega birti breska Oxfam-stofnunin skýrslu sem sýnir að 1% jarðarbúa á nú meira en hin 99%. Af TiSA-samningnum má sjá að prósentið eina og útvalda ætlar ekki að gefa sig fyrr en það á bókstaflega allt. Í þessum sem og öðrum fríverslunarsamningum er kveðið á um hvernig stórfyrirtæki geta rekið dómsmál gegn þjóðríkjum fyrir gerðardómi ef þeim finnst brotið á sér eða markaðslegt olnbogarými þeirra skert svo það bitni á gróða þeirra. Þessi gerðardómur er skipaður þremur lögfræðingum, hvar tveir þeirra eru oftast hallir undir hag fyrirtækisins, en einn frá landinu sem reynir að spyrna gegn hnattræna túrbókapítalismanum. Nú þegar hafa slík mál farið í gegn vegna annarra fríverslunarsamninga. Sænska fyrirtækið Vattenfall fór í mál við Hamborg í Þýskalandi, sem ætlaði að reyna að minnka umsvif kolaorkuvers í bænum í nafni hreinna lofts. Þýskaland þurfti að beygja sig í málinu. Franska stórfyrirtækið Veolia fór í mál við Egyptaland af því að ríkisstjórnin lögfesti lágmarkslaun þegnanna. Philip Morris tóbaksfyrirtækið fór í mál við Ástralíu af því að þeir vildu skerða tóbaksauglýsingar, og svo mætti lengi telja.Gefið alræðisvald Með TiSA-samningnum er stórfyrirtækjum gefið alræðisvald í nafni markaðstrúar, fríverslunar og „hagræðingar“. Samningurinn mun ná utan um 70% alþjóðamarkaðsins af allri þjónustu, allt frá fjármálum til heilbrigðismála. Á WikiLeaks má lesa að ákvæði um einkavæðingu eru óafturkallanleg, það þýðir að lönd geta ekki gert lykilþjónustu opinbera á ný, þótt þau muni upplifa að allt versni þegar fjarlægt stórfyrirtæki fer að reka elliheimili og leikskóla landsins. Og þótt undanþága fáist varðandi lykilþjónustu, snýst mannlífið um margt fleira. Hér er verið að umbylta hversdagslífi okkar allra; lýðræði, kjarabarátta margra kynslóða og hugsjónir um réttlátari auðæfaskiptingu eru seld á einu bretti. Nú mun loftslagsráðstefnu í París brátt hleypt af stokkunum, og þjóðir vonandi skuldbinda sig til að minnka útlosun koltvísýrings og eiturefna. Ef TiSA-samningurinn gengur í gildi geta sömu þjóðríki lent í málaferlum við stórfyrirtæki innan stóriðju sem munu telja á sér brotið, og í raun tapað málinu eins og reglan er. Nú eru umræður komnar í gang um sæstreng frá Íslandi, og fræg söngkona hefur beðið alþjóðasamfélagið um að „bjarga okkur frá ríkisstjórninni“. Ef marka má það sem lekið hefur um TiSA-samninginn, væri nær að biðja um björgun frá honum. Ef alþjóðleg stórfyrirtæki munu standa að fjármögnun og framkvæmd, verða þeirra hagsmunir í fyrirrúmi. Af öllu að dæma geta þau farið í mál við ríkið ef land eða fossar eru friðaðir. Kannski eygja þau mikla möguleika í risastíflu við Þingvallavatn? Þá mætti yrkja: „Nú er hún Snorrabúð sokkin.“ Hér er um að ræða eina mikilvægustu ákvörðunartöku seinni tíma, er getur skilið á milli þess hvort sómasamlegu mannlífi þoki nokkuð á leið eða hvort Markaðsins útvöldu, stórfyrirtæki með gróðahugsun eina, muni fá að stofna til einræðis og þrælahalds í anda fornaldar. Að ætla að gefa stórkapítalnum lýðræði landa og þjóða með slíku leynimakki er gróteskur glæpur gegn þegnunum. Opin umræða er fyrsta skref í að afstýra slíku slysi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Ísland er eitt þeirra 50 þjóðríkja innan WTO (World Trade Organisation) sem nú taka þátt í gerð alþjóðlegs samnings sem á yfirborðinu á að snúast um hagræðingu allrar þjónustu landa á milli, en snýst í raun um endanlega yfirtöku stórfyrirtækja á öllum sviðum mannlífs og náttúru. Þetta er svokallaður TiSA-samningur (Trade in Services Agreement). Ef ekki væri fyrir WikiLeaks væru allflestir óvitandi um hvað málið snýst, því öllum umræðum og samningnum sjálfum á að halda leyndum fyrir almenningi fram að undirritun og til næstu fimm ára eftir gildistöku. Samningurinn sjálfur er settur fram í nafni „gagnsæis“. Jafnvel nasistarnir voru ærlegri að því leyti að þeir gerðu heiminum ljóst hver stefna þeirra væri. Nýlega birti breska Oxfam-stofnunin skýrslu sem sýnir að 1% jarðarbúa á nú meira en hin 99%. Af TiSA-samningnum má sjá að prósentið eina og útvalda ætlar ekki að gefa sig fyrr en það á bókstaflega allt. Í þessum sem og öðrum fríverslunarsamningum er kveðið á um hvernig stórfyrirtæki geta rekið dómsmál gegn þjóðríkjum fyrir gerðardómi ef þeim finnst brotið á sér eða markaðslegt olnbogarými þeirra skert svo það bitni á gróða þeirra. Þessi gerðardómur er skipaður þremur lögfræðingum, hvar tveir þeirra eru oftast hallir undir hag fyrirtækisins, en einn frá landinu sem reynir að spyrna gegn hnattræna túrbókapítalismanum. Nú þegar hafa slík mál farið í gegn vegna annarra fríverslunarsamninga. Sænska fyrirtækið Vattenfall fór í mál við Hamborg í Þýskalandi, sem ætlaði að reyna að minnka umsvif kolaorkuvers í bænum í nafni hreinna lofts. Þýskaland þurfti að beygja sig í málinu. Franska stórfyrirtækið Veolia fór í mál við Egyptaland af því að ríkisstjórnin lögfesti lágmarkslaun þegnanna. Philip Morris tóbaksfyrirtækið fór í mál við Ástralíu af því að þeir vildu skerða tóbaksauglýsingar, og svo mætti lengi telja.Gefið alræðisvald Með TiSA-samningnum er stórfyrirtækjum gefið alræðisvald í nafni markaðstrúar, fríverslunar og „hagræðingar“. Samningurinn mun ná utan um 70% alþjóðamarkaðsins af allri þjónustu, allt frá fjármálum til heilbrigðismála. Á WikiLeaks má lesa að ákvæði um einkavæðingu eru óafturkallanleg, það þýðir að lönd geta ekki gert lykilþjónustu opinbera á ný, þótt þau muni upplifa að allt versni þegar fjarlægt stórfyrirtæki fer að reka elliheimili og leikskóla landsins. Og þótt undanþága fáist varðandi lykilþjónustu, snýst mannlífið um margt fleira. Hér er verið að umbylta hversdagslífi okkar allra; lýðræði, kjarabarátta margra kynslóða og hugsjónir um réttlátari auðæfaskiptingu eru seld á einu bretti. Nú mun loftslagsráðstefnu í París brátt hleypt af stokkunum, og þjóðir vonandi skuldbinda sig til að minnka útlosun koltvísýrings og eiturefna. Ef TiSA-samningurinn gengur í gildi geta sömu þjóðríki lent í málaferlum við stórfyrirtæki innan stóriðju sem munu telja á sér brotið, og í raun tapað málinu eins og reglan er. Nú eru umræður komnar í gang um sæstreng frá Íslandi, og fræg söngkona hefur beðið alþjóðasamfélagið um að „bjarga okkur frá ríkisstjórninni“. Ef marka má það sem lekið hefur um TiSA-samninginn, væri nær að biðja um björgun frá honum. Ef alþjóðleg stórfyrirtæki munu standa að fjármögnun og framkvæmd, verða þeirra hagsmunir í fyrirrúmi. Af öllu að dæma geta þau farið í mál við ríkið ef land eða fossar eru friðaðir. Kannski eygja þau mikla möguleika í risastíflu við Þingvallavatn? Þá mætti yrkja: „Nú er hún Snorrabúð sokkin.“ Hér er um að ræða eina mikilvægustu ákvörðunartöku seinni tíma, er getur skilið á milli þess hvort sómasamlegu mannlífi þoki nokkuð á leið eða hvort Markaðsins útvöldu, stórfyrirtæki með gróðahugsun eina, muni fá að stofna til einræðis og þrælahalds í anda fornaldar. Að ætla að gefa stórkapítalnum lýðræði landa og þjóða með slíku leynimakki er gróteskur glæpur gegn þegnunum. Opin umræða er fyrsta skref í að afstýra slíku slysi.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun