Kynferðisleg áreitni í Vesturbæjarlaug Snærós Sindradóttir skrifar 24. nóvember 2015 07:00 Hafliði Halldórsson forstöðumaður segir að kynferðisleg áreitni sé sem betur fer ekki daglegt brauð í Vesturbæjarlaug. Fréttablaðið/GVA Karlmaður á sextugsaldri var á dögunum dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa strokið hægra læri annars manns í gufubaði karla í Vesturbæjarlaug. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða þolanda áreitninnar 200 þúsund krónur. Annað sams konar mál kom upp í því sama gufubaði skömmu síðar, en þar var annar maður að verki, og er það til rannsóknar hjá lögreglu eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. „Þetta voru einhverjir sem eiga eitthvað bágt með sig,“ segir Hafliði Halldórsson, forstöðumaður Vesturbæjarlaugar. Hann segir að síðastliðin fjögur ár hafi í nokkur skipti verið kvartað yfir kynferðislegri áreitni í lauginni. Hafliði segir að þegar svona mál komi upp sé í raun lítið sem hægt sé að gera til frambúðar. Enginn svartur listi sé við lýði því forstöðumaður laugarinnar hafi aðeins heimild til að vísa fólki frá tímabundið. Sem dæmi um frávísunarsök er ef fólk neitar að baða sig áður en farið er í laugina eða ef það er mjög ölvað. „Ef það koma upp einhver svona mál og einhver kvartar þá hvetjum við viðkomandi til að kæra til lögreglu því við höfum ekkert í höndunum. Við erum ekki dómsvald. Þetta er almenningslaug og almenningssvæði og ef fólki er misboðið vegna framkomu eða hegðunar einhvers þá er það lögreglumál. En okkur ber skylda til að gæta hagsmuna þeirra sem eru hér gestir, að þeim sé ekki misboðið af náunganum,“ segir Hafliði. Hann segir að upp hafi komið kvartanir vegna áreitni í heitu pottunum líka, áreitnin einskorðist ekki við karlaklefann eða gufuna. Eftirlitsmyndavélar séu á útisvæði en engar í búningsklefum sem geri sönnun erfiðari. Fólki sé ekki meinaður aðgangur að lauginni nema eftir að kæra hefur borist og þá í samráði við borgarlögmann. „Þetta er auðvitað mjög viðkvæmt og þarna er fólk að bera sig og annað. Það er alltaf rosalega erfitt að taka á svona málum.“ Maðurinn sem dæmdur var á dögunum játaði sök. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Sjá meira
Karlmaður á sextugsaldri var á dögunum dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa strokið hægra læri annars manns í gufubaði karla í Vesturbæjarlaug. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða þolanda áreitninnar 200 þúsund krónur. Annað sams konar mál kom upp í því sama gufubaði skömmu síðar, en þar var annar maður að verki, og er það til rannsóknar hjá lögreglu eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. „Þetta voru einhverjir sem eiga eitthvað bágt með sig,“ segir Hafliði Halldórsson, forstöðumaður Vesturbæjarlaugar. Hann segir að síðastliðin fjögur ár hafi í nokkur skipti verið kvartað yfir kynferðislegri áreitni í lauginni. Hafliði segir að þegar svona mál komi upp sé í raun lítið sem hægt sé að gera til frambúðar. Enginn svartur listi sé við lýði því forstöðumaður laugarinnar hafi aðeins heimild til að vísa fólki frá tímabundið. Sem dæmi um frávísunarsök er ef fólk neitar að baða sig áður en farið er í laugina eða ef það er mjög ölvað. „Ef það koma upp einhver svona mál og einhver kvartar þá hvetjum við viðkomandi til að kæra til lögreglu því við höfum ekkert í höndunum. Við erum ekki dómsvald. Þetta er almenningslaug og almenningssvæði og ef fólki er misboðið vegna framkomu eða hegðunar einhvers þá er það lögreglumál. En okkur ber skylda til að gæta hagsmuna þeirra sem eru hér gestir, að þeim sé ekki misboðið af náunganum,“ segir Hafliði. Hann segir að upp hafi komið kvartanir vegna áreitni í heitu pottunum líka, áreitnin einskorðist ekki við karlaklefann eða gufuna. Eftirlitsmyndavélar séu á útisvæði en engar í búningsklefum sem geri sönnun erfiðari. Fólki sé ekki meinaður aðgangur að lauginni nema eftir að kæra hefur borist og þá í samráði við borgarlögmann. „Þetta er auðvitað mjög viðkvæmt og þarna er fólk að bera sig og annað. Það er alltaf rosalega erfitt að taka á svona málum.“ Maðurinn sem dæmdur var á dögunum játaði sök.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Sjá meira