Kanslarinn grætti palestínska stúlku sem vísa á úr landi Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. júlí 2015 17:28 Reem fell í stafi við útskýringar kanslarans. vísir/skjáskot Svo virðist vera sem Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi grætt palestínska stúlku í sjónvarpssal í gærkvöldi og hefur kanslarinn verið harðlega gangrýndur heima fyrir vegna málsins. Merkel sagði stúlkunni að hún gæti ekki komið í veg fyrir að fjölskyldu hennar yrði vísað úr landi og við það brast sú palestínska í grát. Stelpan var í hópi nemenda sem kom saman í Rostock í gær til að taka á móti kanslaranum sem heimsótti sjónvarpsþáttinn Gut Leben in Deutschland þar í borg. Stelpan, sem sagðist heita Reem, sagði á lýtalausri þýsku að hún hafi búið ásamt fjölskyldu sinni í Þýskalandi undanfarin 4 ár eftir að hafa átt aðsetur í flóttamannabúðum í Líbanon. Hún sagði fjölskylduna eiga á hættu að vera hvað úr hverju vísað úr landi því þau hefðu einungis fengið tímabundið landvistarleyfi í Þýskalandi. „Svo lengi sem ég veit ekki hvað ég fæ að búa hér lengi veit ég ekki hvað framtíð mín mun bera í skauti sér,“ sagði Reem og bætti við að hana langaði að stunda nám í Þýskalandi. „Það er ósanngjarnt að horfa upp á fólk njóta lífsins og fá ekki að njóta þess með þeim.“ Svo virtist sem frásögn stúlkunnar hafi slegið kanslarann aðeins út af laginu sem tók sér stuttan umhugsunarfrest áður en hann svaraði stúlkunni. „Ég skil það, en ég verð samt... stundum eru stjórnmál strembin,“ sagði Merkel. „Þú ert góð manneskja en þú veist að það eru þúsundir og aftur þúsundir flóttamanna í palestínskum flóttamannabúðum í Líbanon og ef þú segir „þið megið öll koma“ og „þið frá Afríku megið öll koma“ og „þið megið öll koma,“ við ráðum einfaldlega ekki við það,“ sagði kanslarinn ennfremur. Merkel varði því næst stefnu stjórnar sinnar í innflytjendamálum og lagði áherslu á að hún hefði í hyggju að flýta hælisumsóknarferlinu en hætti um stundararsakir þegar hún sá að Reem hafði brostið í grát. 'Æ, komdu,“ sagði Merkel er hún gekk upp að stúlkunni og lagði höndina á öxl hennar. 'Þú stóðst þig vel,“ bætti hún við. Huggun kanslarans virtist þó hafa takmörkuð áhrif því Reem hélt áfram að gráta í sjónvarpssal. Myndskeið af atvikinu hefur farið sem eldur í sinu meðal Þjóðverja á samfélagsmiðlunum og hafa merki á borð við #merkelstreichelt, eða“strokur frá Merkel” og #Empathie, samúð, náð miklu flugi. Sjónvarpsáhorfendur hafa sagt framkomu Merkel til marks um að stjórn hennar sé samúðuarlaus og að kanslarinn hafi 'brugðist sem manneskja“ Yfirlýsing frá stjórnvöldum reyndi þó að varpa gleðilegra ljósi á atburðina. 'Eftir níutíu mínútur af góðum umræðum héldu þátttakendur glaðir heim á leið með fullt af hugmyndum í farteskinu“ Sem fyrr segir hafa netverjar gert sér mat úr atvikinu og má sjá dæmi þess hér að neðan, ásamt sjónvarpsfrétt um málið með enskum texta. Wenn Jon Snow weint... #merkelstreichelt (PS DAT SKILLS xD) pic.twitter.com/Kej3LDRq9k— MythenAkte (@MythenAkte) July 16, 2015 German chancellors and children do not mix. #merkelstreichelt pic.twitter.com/L4jL8LxKlb— Secret Ledger (@secret_ledger) July 16, 2015 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Svo virðist vera sem Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi grætt palestínska stúlku í sjónvarpssal í gærkvöldi og hefur kanslarinn verið harðlega gangrýndur heima fyrir vegna málsins. Merkel sagði stúlkunni að hún gæti ekki komið í veg fyrir að fjölskyldu hennar yrði vísað úr landi og við það brast sú palestínska í grát. Stelpan var í hópi nemenda sem kom saman í Rostock í gær til að taka á móti kanslaranum sem heimsótti sjónvarpsþáttinn Gut Leben in Deutschland þar í borg. Stelpan, sem sagðist heita Reem, sagði á lýtalausri þýsku að hún hafi búið ásamt fjölskyldu sinni í Þýskalandi undanfarin 4 ár eftir að hafa átt aðsetur í flóttamannabúðum í Líbanon. Hún sagði fjölskylduna eiga á hættu að vera hvað úr hverju vísað úr landi því þau hefðu einungis fengið tímabundið landvistarleyfi í Þýskalandi. „Svo lengi sem ég veit ekki hvað ég fæ að búa hér lengi veit ég ekki hvað framtíð mín mun bera í skauti sér,“ sagði Reem og bætti við að hana langaði að stunda nám í Þýskalandi. „Það er ósanngjarnt að horfa upp á fólk njóta lífsins og fá ekki að njóta þess með þeim.“ Svo virtist sem frásögn stúlkunnar hafi slegið kanslarann aðeins út af laginu sem tók sér stuttan umhugsunarfrest áður en hann svaraði stúlkunni. „Ég skil það, en ég verð samt... stundum eru stjórnmál strembin,“ sagði Merkel. „Þú ert góð manneskja en þú veist að það eru þúsundir og aftur þúsundir flóttamanna í palestínskum flóttamannabúðum í Líbanon og ef þú segir „þið megið öll koma“ og „þið frá Afríku megið öll koma“ og „þið megið öll koma,“ við ráðum einfaldlega ekki við það,“ sagði kanslarinn ennfremur. Merkel varði því næst stefnu stjórnar sinnar í innflytjendamálum og lagði áherslu á að hún hefði í hyggju að flýta hælisumsóknarferlinu en hætti um stundararsakir þegar hún sá að Reem hafði brostið í grát. 'Æ, komdu,“ sagði Merkel er hún gekk upp að stúlkunni og lagði höndina á öxl hennar. 'Þú stóðst þig vel,“ bætti hún við. Huggun kanslarans virtist þó hafa takmörkuð áhrif því Reem hélt áfram að gráta í sjónvarpssal. Myndskeið af atvikinu hefur farið sem eldur í sinu meðal Þjóðverja á samfélagsmiðlunum og hafa merki á borð við #merkelstreichelt, eða“strokur frá Merkel” og #Empathie, samúð, náð miklu flugi. Sjónvarpsáhorfendur hafa sagt framkomu Merkel til marks um að stjórn hennar sé samúðuarlaus og að kanslarinn hafi 'brugðist sem manneskja“ Yfirlýsing frá stjórnvöldum reyndi þó að varpa gleðilegra ljósi á atburðina. 'Eftir níutíu mínútur af góðum umræðum héldu þátttakendur glaðir heim á leið með fullt af hugmyndum í farteskinu“ Sem fyrr segir hafa netverjar gert sér mat úr atvikinu og má sjá dæmi þess hér að neðan, ásamt sjónvarpsfrétt um málið með enskum texta. Wenn Jon Snow weint... #merkelstreichelt (PS DAT SKILLS xD) pic.twitter.com/Kej3LDRq9k— MythenAkte (@MythenAkte) July 16, 2015 German chancellors and children do not mix. #merkelstreichelt pic.twitter.com/L4jL8LxKlb— Secret Ledger (@secret_ledger) July 16, 2015
Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira