Fótbolti

Fyrsti FIFA-maðurinn framseldur

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Talið er að Jeffrey Webb sé sá sem var framseldur.
Talið er að Jeffrey Webb sé sá sem var framseldur. vísir/getty
Fyrsti FIFA-maðurinn af þeim sjö sem svissnesk yfirhöld hafa í haldi eftir handtökur rétt fyrir ársþing Alþjóðaknattspyrnusambandsins var í gær framseldur til Bandaríkjanna.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá yfirvöldum í Sviss, en sjö yfirmenn FIFA voru handteknir 27. maí að beiðni bandarískra yfirvalda og kærðir fyrir víðtæka spillingu og mútuþægni.

Maðurinn er ekki nefndur á nafn, en fram kemur í frétt BBC að líklega sé um að ræða Jeffrey Webb, fyrrverandi forseta CONCACAF (Knattspyrnusamband Mið- og Norður-Ameríku).

Áður var búið að greina frá því að Webb vildi ekki nýta rétt sinn og berjast gegn því að vera framseldur til Bandaríkjanna. Hinir sex eru taldir ætla að berjast gegn því á tveimur dómstigum.


Tengdar fréttir

Blatter: Ég fer til himnaríkis einn daginn

Sepp Blatter, forseti FIFA, hótar því að allir þeir sem bendla hann við FIFA-spillingarmálið eigi skilið að fara í fangelsi og hann er sannfærður að himnaríki bíði hans einhvern daginn. Þetta segir hinn 79 ára gamli Svisslendingur í viðtali við þýska blaðið Bunte.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×