Bálreiðir hjúkrunarfræðingar ætla að standa við uppsagnir Fanney Birna Jónsdóttir og Ingvar Haraldsson skrifa 16. júlí 2015 07:00 Starfsemi gjörgæsludeildar mun lamast segir deildarstjóri verði ekki fallið frá uppsögnum. vísir/ernir Mikil reiði er meðal þeirra hjúkrunarfræðinga sem sagt hafa upp störfum á Landspítalanum. Hjúkrunarfræðingarnir segjast ætla að standa við uppsagnir enda sé næga vinnu að fá á Norðurlöndunum. Hjúkrunarfræðingar felldu kjarasamning í gær með 88,4 prósentum greiddra atkvæða.Ingibjörg Linda Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur er ósátt við framferði ráðamanna.„Okkur finnst vera komið fram við okkur af vanvirðingu,“ segir Ingibjörg Linda Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur á svæfingardeild Landspítalans. Linda og eiginmaður hennar Stefán Alfreðsson, hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur á hjarta- og lungnavél, hafa bæði sagt upp störfum á Landspítalanum. Linda segir ráðamenn ekki taka hjúkrunarfræðinga alvarlega. „Mér og mínum manni er alvara. Við erum farin að leita að vinnu,“ segir Linda en hjónin hafa bæði starfað áður á Norðurlöndunum. Alls hafa 258 hjúkrunarfræðingar sagt upp störfum, sem er um tæplega 18 prósent af heildarfjölda hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum. Staðan er sérstaklega slæm á gjörgæsludeild þar sem 61 prósent hjúkrunarfræðinga hefur sagt upp.Kristín Ingibjörg Gunnarsdóttir, deildarstjóri gjörgæsludeildar Landspítalans segir hjúkrunarfræðinga á deildinni gallaharða á að halda uppsögnum til streitu.vísir/vilhelmSpítalinn óstarfhæfur gangi uppsagnir eftir Kristín Ingibjörg Gunnarsdóttir, deildarstjóri gjörgæsludeildar Landspítalans, segir að deildin verði óstarfhæf muni uppsagnirnar standa. Hún segist ekki búast við að uppsagnir verði dregnar til baka nema betri samningur bjóðist. „Fólk er alveg gallhart á þessu,“ segir Kristín. Edda Jörundsdóttir, hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeildinni, er ein þeirra sem sagt hafa upp störfum. Hún hyggst líkt og margir samstarfsmenn hennar ætla að starfa í Noregi þegar uppsögn hennar tekur gildi þann 1. október. „Fólk ætlar að labba út, ráðamenn gera sér ekki alveg grein fyrir því,“ segir Edda. Lilja Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri skurðlækningasviðs Landspítalans og staðgengill forstjóra, segir að engin aðgerðaáætlun sé farin af stað til að bregðast við uppsögnum. Verði þær ekki dregnar til baka muni það hafa ófyrirséðar afleiðingar fyrir starfsemi spítalans. „Spítalinn, í þeirri mynd sem hann er rekinn núna samkvæmt því skipulagi sem nú er, gengur ekki án þess að hafa alla þessa starfsmenn í vinnu. Þannig að frá okkar bæjardyrum séð sem hér vinnum og stýrum þarf að finna lausn á deilunni umfram allt,“ segir Lilja og bætir við: „Spítalinn má ekki við öðrum vetri þar sem allt verður undirlagt í vinnudeilum.“Tekist á um næstu skref Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir niðurstöðuna ekki óvænta. „Miðað við það hvernig umræðan hefur þróast frá því að samningurinn var gerður. Það var enginn talsmaður fyrir því að samningurinn væri samþykktur, ekki einu sinni innan félagsins eða af hálfu þeirra sem undirrituðu samninginn sjálfan,“ segir Bjarni. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, hafnar því að enginn hafi talað fyrir samningnum hjá félaginu. „Með fullri virðingu fyrir fjármála- og efnahagsráðherra þá var hann ekki staddur á þessum 15 kynningarfundum um þennan samning þar sem við fórum yfir tækifærin sem í honum fólust sem og bókanir sem honum fylgja,“ segir Ólafur. Tekin hafi verið ákvörðun um að reyna að ná eins góðum samningi og hægt væri og leggja hann í dóm félagsmanna. Ólafur telur nú réttast að setjast að samningaborðinu að nýju. Bjarni er ósammála því og segir málið mjög einfalt. Lögin mæli fyrir um að ef ekki takist samningar skuli gerðardómur kveða upp úr um kjör hjúkrunarfræðinga. „Nú er ljóst að ekki hafa tekist samningar og þá er það alveg skýrt í mínum huga að þá á gerðardómur að taka til starfa og starfa í samræmi við ákvæðið.“ Ólafur segir að Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga ásamt lögmanni þess túlki lögin með þeim hætti að ekki sé hægt að skipa gerðardóm. Samningur hafi verið undirritaður eins og lögin kveða á um, þótt hann hafi síðan verið felldur. Félagið muni höfða mál til að fá skipun dómsins hnekkt. Bjarni telur þessa lagatúlkun „loftfimleika“. „Það á ekki að dyljast neinum sem kynnir sér frumvarpið sem var lagt fyrir þingið, umræður um frumvarpið og þann grundvöll, sem er undir þessum lögum, hver þingviljinn var í þessu máli og annað eru bara einhverjir útúrsnúningar,“ segir Bjarni. Óttast fleiri uppsagnir Ólafur segist hafa miklar áhyggjur af því að fleiri uppsagnir muni fylgja í kjölfarið standi skipun gerðardóms, sem gæti komist að lakari niðurstöðu fyrir hjúkrunarfræðinga. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir framhaldið óljóst. „Við bíðum bara í sömu óvissunni áfram þar til að niðurstaða fæst fyrir gerðardómi. Í millitíðinni hef ég átt viðræður og fundi með forstjóra Landspítalans til þess að meta hvernig við því verði brugðist ef þessar uppsagnir standa og ekki næst viðunandi niðurstaða í gerðardómi.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Mikil reiði er meðal þeirra hjúkrunarfræðinga sem sagt hafa upp störfum á Landspítalanum. Hjúkrunarfræðingarnir segjast ætla að standa við uppsagnir enda sé næga vinnu að fá á Norðurlöndunum. Hjúkrunarfræðingar felldu kjarasamning í gær með 88,4 prósentum greiddra atkvæða.Ingibjörg Linda Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur er ósátt við framferði ráðamanna.„Okkur finnst vera komið fram við okkur af vanvirðingu,“ segir Ingibjörg Linda Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur á svæfingardeild Landspítalans. Linda og eiginmaður hennar Stefán Alfreðsson, hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur á hjarta- og lungnavél, hafa bæði sagt upp störfum á Landspítalanum. Linda segir ráðamenn ekki taka hjúkrunarfræðinga alvarlega. „Mér og mínum manni er alvara. Við erum farin að leita að vinnu,“ segir Linda en hjónin hafa bæði starfað áður á Norðurlöndunum. Alls hafa 258 hjúkrunarfræðingar sagt upp störfum, sem er um tæplega 18 prósent af heildarfjölda hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum. Staðan er sérstaklega slæm á gjörgæsludeild þar sem 61 prósent hjúkrunarfræðinga hefur sagt upp.Kristín Ingibjörg Gunnarsdóttir, deildarstjóri gjörgæsludeildar Landspítalans segir hjúkrunarfræðinga á deildinni gallaharða á að halda uppsögnum til streitu.vísir/vilhelmSpítalinn óstarfhæfur gangi uppsagnir eftir Kristín Ingibjörg Gunnarsdóttir, deildarstjóri gjörgæsludeildar Landspítalans, segir að deildin verði óstarfhæf muni uppsagnirnar standa. Hún segist ekki búast við að uppsagnir verði dregnar til baka nema betri samningur bjóðist. „Fólk er alveg gallhart á þessu,“ segir Kristín. Edda Jörundsdóttir, hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeildinni, er ein þeirra sem sagt hafa upp störfum. Hún hyggst líkt og margir samstarfsmenn hennar ætla að starfa í Noregi þegar uppsögn hennar tekur gildi þann 1. október. „Fólk ætlar að labba út, ráðamenn gera sér ekki alveg grein fyrir því,“ segir Edda. Lilja Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri skurðlækningasviðs Landspítalans og staðgengill forstjóra, segir að engin aðgerðaáætlun sé farin af stað til að bregðast við uppsögnum. Verði þær ekki dregnar til baka muni það hafa ófyrirséðar afleiðingar fyrir starfsemi spítalans. „Spítalinn, í þeirri mynd sem hann er rekinn núna samkvæmt því skipulagi sem nú er, gengur ekki án þess að hafa alla þessa starfsmenn í vinnu. Þannig að frá okkar bæjardyrum séð sem hér vinnum og stýrum þarf að finna lausn á deilunni umfram allt,“ segir Lilja og bætir við: „Spítalinn má ekki við öðrum vetri þar sem allt verður undirlagt í vinnudeilum.“Tekist á um næstu skref Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir niðurstöðuna ekki óvænta. „Miðað við það hvernig umræðan hefur þróast frá því að samningurinn var gerður. Það var enginn talsmaður fyrir því að samningurinn væri samþykktur, ekki einu sinni innan félagsins eða af hálfu þeirra sem undirrituðu samninginn sjálfan,“ segir Bjarni. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, hafnar því að enginn hafi talað fyrir samningnum hjá félaginu. „Með fullri virðingu fyrir fjármála- og efnahagsráðherra þá var hann ekki staddur á þessum 15 kynningarfundum um þennan samning þar sem við fórum yfir tækifærin sem í honum fólust sem og bókanir sem honum fylgja,“ segir Ólafur. Tekin hafi verið ákvörðun um að reyna að ná eins góðum samningi og hægt væri og leggja hann í dóm félagsmanna. Ólafur telur nú réttast að setjast að samningaborðinu að nýju. Bjarni er ósammála því og segir málið mjög einfalt. Lögin mæli fyrir um að ef ekki takist samningar skuli gerðardómur kveða upp úr um kjör hjúkrunarfræðinga. „Nú er ljóst að ekki hafa tekist samningar og þá er það alveg skýrt í mínum huga að þá á gerðardómur að taka til starfa og starfa í samræmi við ákvæðið.“ Ólafur segir að Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga ásamt lögmanni þess túlki lögin með þeim hætti að ekki sé hægt að skipa gerðardóm. Samningur hafi verið undirritaður eins og lögin kveða á um, þótt hann hafi síðan verið felldur. Félagið muni höfða mál til að fá skipun dómsins hnekkt. Bjarni telur þessa lagatúlkun „loftfimleika“. „Það á ekki að dyljast neinum sem kynnir sér frumvarpið sem var lagt fyrir þingið, umræður um frumvarpið og þann grundvöll, sem er undir þessum lögum, hver þingviljinn var í þessu máli og annað eru bara einhverjir útúrsnúningar,“ segir Bjarni. Óttast fleiri uppsagnir Ólafur segist hafa miklar áhyggjur af því að fleiri uppsagnir muni fylgja í kjölfarið standi skipun gerðardóms, sem gæti komist að lakari niðurstöðu fyrir hjúkrunarfræðinga. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir framhaldið óljóst. „Við bíðum bara í sömu óvissunni áfram þar til að niðurstaða fæst fyrir gerðardómi. Í millitíðinni hef ég átt viðræður og fundi með forstjóra Landspítalans til þess að meta hvernig við því verði brugðist ef þessar uppsagnir standa og ekki næst viðunandi niðurstaða í gerðardómi.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira