Áföll og hamfarir ár eftir ár hjá bændum Snærós Sindradóttir skrifar 16. júlí 2015 07:00 Árið 2011 varð eldgos í Grímsvötnum. Sauðfé drapst vegna öskufallsins. Fréttablaðið/Vilhelm Þórarinn Ingi Pétursson „Nei, við ráðum ekki við þetta, það er bara þannig. Bændur eru ekki undir það búnir að takast á við svona ár eftir ár,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssambands sauðfjárbænda. Endurtekin áföll hafa dunið á bændum síðastliðin ár með miklum afleiðingum. Veður hafa almennt verið válynd. Ýmist hafa tún brunnið eða þau kalið. Fréttablaðið greindi í gær frá því að heyskapur væri ekki farinn af stað víða á Austurlandi vegna mikilla rigninga. Fyrirséð væri að fjárhagstjón bænda þar væri töluvert. Þá höfðu eldgosin í Eyjafjallajökli árið 2010 og í Grímsvötnum árið 2011 mikil áhrif. Vorhret árið 2011 og óveður snemma hausts 2012 sömuleiðis. Fjárdauði og verkfall dýralækna í ár hefur svo haft mikið fjárhagstjón í för með sér. „Með fjárdauðann núna, þá vitum við ekki almennilega hvað þetta er. Í sjálfu sér getum við ekki talið upp úr kössunum fyrr en í haust. Hjá sumum er þetta mikill fjöldi og hefur farið stigvaxandi,“ segir Þórarinn. Upp á síðkastið hafi bændur fundið stálpuð lömb dauð. Fækkun upp á tuttugu til þrjátíu prósent hefur orðið hjá sumum fjárbændum og það þýðir bara eitt: Minni framleiðsla verður á lambakjöti í haust en árin áður. „Það er líka hægt að hafa á bak við eyrað að afurðaverð til bænda og kjötverð til neytenda hefur ekki fylgt neysluvísitölu undanfarin ár. Þetta gengur ekki svona til lengdar. Þegar áföllin bætast við líka og allur rekstrarkostnaður hækkar þá fáum við dæmið ekki til að ganga upp. Menn þurfa að ganga á eignir í staðinn fyrir að byggja sín bú upp,“ segir Þórarinn. „Ég á ekki von á því að Bjargráðasjóður ráði við að greiða mönnum þær bætur sem þeir þurfa,“ bætir Þórarinn við. Bjargráðasjóður hefur fengið aukafjárveitingu frá ríkinu þegar stór áföll, eins og eldgosið 2011 og óveðrið 2012, hafa dunið yfir. Samkvæmt upplýsingum frá formanni sjóðsins, Sigurgeiri B. Hreinssyni, mun tíminn leiða í ljós hvort sjóðurinn bæti bændum fjártjónið í ár. Greining liggi ekki fyrir á ástæðum fjárdauðans.Sigurður EyþórssonSigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, er bjartsýnn á gengi bænda, þrátt fyrir áföllin. „Þetta er ekkert auðvelt en ég held að við komumst yfir þetta eins og við höfum gert. Menn hafa mikla reynslu af því að kljást við svona áföll en þetta eru auðvitað nokkuð mörg áföll á stuttum tíma.“ Hann segir bændur, eins og aðra í rekstri, gera ráð fyrir einhverju bakslagi. Ekkert geti þó búið menn undir svo síendurtekin áföll.. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Sjá meira
Þórarinn Ingi Pétursson „Nei, við ráðum ekki við þetta, það er bara þannig. Bændur eru ekki undir það búnir að takast á við svona ár eftir ár,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssambands sauðfjárbænda. Endurtekin áföll hafa dunið á bændum síðastliðin ár með miklum afleiðingum. Veður hafa almennt verið válynd. Ýmist hafa tún brunnið eða þau kalið. Fréttablaðið greindi í gær frá því að heyskapur væri ekki farinn af stað víða á Austurlandi vegna mikilla rigninga. Fyrirséð væri að fjárhagstjón bænda þar væri töluvert. Þá höfðu eldgosin í Eyjafjallajökli árið 2010 og í Grímsvötnum árið 2011 mikil áhrif. Vorhret árið 2011 og óveður snemma hausts 2012 sömuleiðis. Fjárdauði og verkfall dýralækna í ár hefur svo haft mikið fjárhagstjón í för með sér. „Með fjárdauðann núna, þá vitum við ekki almennilega hvað þetta er. Í sjálfu sér getum við ekki talið upp úr kössunum fyrr en í haust. Hjá sumum er þetta mikill fjöldi og hefur farið stigvaxandi,“ segir Þórarinn. Upp á síðkastið hafi bændur fundið stálpuð lömb dauð. Fækkun upp á tuttugu til þrjátíu prósent hefur orðið hjá sumum fjárbændum og það þýðir bara eitt: Minni framleiðsla verður á lambakjöti í haust en árin áður. „Það er líka hægt að hafa á bak við eyrað að afurðaverð til bænda og kjötverð til neytenda hefur ekki fylgt neysluvísitölu undanfarin ár. Þetta gengur ekki svona til lengdar. Þegar áföllin bætast við líka og allur rekstrarkostnaður hækkar þá fáum við dæmið ekki til að ganga upp. Menn þurfa að ganga á eignir í staðinn fyrir að byggja sín bú upp,“ segir Þórarinn. „Ég á ekki von á því að Bjargráðasjóður ráði við að greiða mönnum þær bætur sem þeir þurfa,“ bætir Þórarinn við. Bjargráðasjóður hefur fengið aukafjárveitingu frá ríkinu þegar stór áföll, eins og eldgosið 2011 og óveðrið 2012, hafa dunið yfir. Samkvæmt upplýsingum frá formanni sjóðsins, Sigurgeiri B. Hreinssyni, mun tíminn leiða í ljós hvort sjóðurinn bæti bændum fjártjónið í ár. Greining liggi ekki fyrir á ástæðum fjárdauðans.Sigurður EyþórssonSigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, er bjartsýnn á gengi bænda, þrátt fyrir áföllin. „Þetta er ekkert auðvelt en ég held að við komumst yfir þetta eins og við höfum gert. Menn hafa mikla reynslu af því að kljást við svona áföll en þetta eru auðvitað nokkuð mörg áföll á stuttum tíma.“ Hann segir bændur, eins og aðra í rekstri, gera ráð fyrir einhverju bakslagi. Ekkert geti þó búið menn undir svo síendurtekin áföll..
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Sjá meira