Viðskipti innlent

Avens-bréfið greitt upp

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. vísir/anton brink
Ríkissjóður greiddi í gær upp eftirstöðvar svokallaðs Avens-skuldabréfs að fjárhæð 192 milljónir evra (rúmlega 28 milljarðar króna) auk vaxta. Upphaflegt nafnverð bréfsins var 402 milljónir evra og var það afborgunarbréf, gefið út árið 2010 með lokagjalddaga 2025.

Eftirstöðvar Avens-skuldabréfsins voru greiddar af gjaldeyrisinnstæðum ríkissjóðs í Seðlabanka Íslands. Þær hafa vaxið nokkuð á árinu. Meðal annars vegna uppgreiðslu Arion banka á víkjandi lánum ríkissjóðs, samtals að fjárhæð um 20 milljarðar króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×