Neytendur

Ís­lenskt súkku­laði­stykki ó­dýrara í Sví­þjóð en á Ís­landi

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Rosadraumur er stærri en sá sem keyptur var í Svíþjóð.
Rosadraumur er stærri en sá sem keyptur var í Svíþjóð. Vísir

Íslenska súkkulaðistykkið Draumur frá Freyju er ódýrara í Svíþjóð en í helstu verslunum á Íslandi. 

Athygli var vakin á þessu á síðunni Vertu á verði - eftirlit með verðlagi á Facebook. Þar birti kona mynd af slíku súkkulaðistykki sem hún keypti í versluninni Normal í Svíþjóð fyrir 13 sænskar krónur, sem eru um 167 íslenskar krónur samkvæmt gengi dagsins.

Kílóverðið um 1000 krónum hærra á Íslandi

Draumurinn sem keyptur var í Svíþjóð var hinn hefðbundni 45 gramma Draumur, en á Íslandi er nokkuð vandasamt að finna slíkt stykki. Í flestum verslunum er aðeins að finna Rosadrauminn, sem er 70 grömm.

Draumurinn sem keyptur var í Svíþjóð.Vísir

Þá er best að athuga kílóverðið, fyrst að sambærileg pakkning er vandfundinn hér á landi. Í Svíþjóð er kílóverðið á Draumi frá Freyju um það bil 3.700 krónur í versluninni Normal, miðað við að eitt 45 g stykki kosti 167 krónur.

Á Íslandi er kílóverðið á Draumi 4.857 krónur, í lágvöruversluninni Krónunni. Miðað við kílóverð ætti minna stykki sem væri 45 grömm að kosta 219 krónur, í samanburði við 167 krónur í Svíþjóð.

Kílóverðið á Draumi er rúmlega þúsund krónum hærra á Íslandi en í Svíþjóð.Vísir
Það er ekki úr vegi að athuga verðið á Draumi að sambærilegri stærð og keyptur var í Svíþjóð. Stykkið kostar hér 230 krónur.Vísir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×