Manstu eftir Batman Forever? Það eru tuttugu ár síðan hún kom út Guðrún Ansnes skrifar 16. júlí 2015 14:15 Leðurblökumaðurinn og Robin. Val Kilmer og Chris O´Donnel í hlutverkum sínum. Í ár eru liðin tuttugu ár frá því að kvikmyndin Batman Forever leit dagsins ljós. Leikstjóri myndarinnar er Joel Schumacher, en hann leikstýrði svo Batman & Robin sem kom út árið 1997, eða tveimur árum á eftir Batman Forever. Val Kilmer tók að sér hlutverk Leðurblökumannsins, en hann fetaði þar í fótspor Lewis G. Wilson, Roberts Lowrey, Adams West og Michaels Keaton. Þá leika þau Nichole Kidman, Jim Carrey, Drew Barrimore, Tommy Lee Jones, Chris O'Donnell og Michael Gough stórar rullur í myndinni. Í tilefni tvítugsafmælisins er kjörið að grípa í nokkra mola um myndina og það sem gerðist að tjaldabaki.Batman, já takk! Þegar Joel Schumacher var valinn til að leikstýra myndinni vildi Michael Keaton ekki halda áfram sem Batman. Hann valdi því Val Kilmer, sem greip gæsina strax og samþykkti að leika í myndinni áður en hann las handritið.Joel Schumacher leikstjóriStórt barn á settiSchumacher og Kilmer áttu ekki skap saman og varð stundum heitt í kolunum hjá þeim. Schumacher sagði leikarann barnalegan og ómögulegan. Sagði hann Kilmer hafa farið í tveggja vikna fýlu eftir að Schumacher bað hann um að haga sér almennilega á settinu. Ferill Kilmer fór skáhallt niður á við eftir frammistöðu hans í hlutverki Batmans, og segja sumir að hann hafi ekkert jafnað sig aftur.Skelfilegur búningur Kilmer kvartaði mikið undan búningnum og sagði nær ómögulegt að heyra nokkuð í honum og alveg útilokað að bregða sér á klósettið. Hann sagði jafnframt að það hefði farið í skapið á sér. Kannski það útskýri stemninguna á settinu samkvæmt Schumacher.Val Kilmer.Fórnarkostnaður Carrey Jim Carrey tók mikinn þátt í að skapa karakterinn sinn, The Riddler, sem iðulega sveiflaði staf. Til þess að ná þessum sveiflum þurfti Carrey að æfa sig, en það gerði hann á kostnað tólf stafa, og þónokkurra innanstokksmuna í hjólhýsinu sem hann hélt til í á meðan á tökum stóð.Krossbrjálaður Will Shortz, krossgátusérfræðingur hjá New York Times fékk greiddar litla tvö þúsund dollara fyrir að semja fjórar gátur fyrir The Riddler. Hann sagði svo seinna meir frá því að hann hefði verið býsna svekktur yfir hve snöggur Batman var að ráða þær.Nicole Kidman í hlutverki sínu.Uppfærður doktor Nicole Kidman fór með hlutverk hinnar töfrandi og eiturkláru Dr. Chase Meridian. Upphaflega átti Rene Russo að fara með hlutverkið. Það var reyndar á frumstigi myndarinnar, þegar Michael Keaton ætlaði að leika Batman í þriðja skiptið. Hann hætti síðan við þar sem honum leist ekki á handritið og leikstjórann. Þegar Val Kilmer var loks ráðinn í hlutverk Batman þótti Russo of gömul fyrir rómantíkina þeirra á milli og Kidman var ráðin í hlutverk Dr. Meridian.Eldsprækir erkifjendur.Helvítið hann Carrey Tommy Lee Jones samþykkti að leika skúrkinn Two Face, þar sem sonur hans, þá ellefu ára gamall, hafði sérstakt dálæti á þeim karakter. Hann hefur líklega bölvað honum á einhvern tímann, því Two Face og The Riddler sem Jim Carrey lék, voru mikið samtvinnaðir í myndinni. Carrey sagði síðar frá því að Jones hefði hatað sig innilega og verið duglegur við að láta hann vita af því á meðan á tökum myndarinnar stóð.U2 fóru á toppinn.Alvöru rokk Írsku ofurtöffararnir í U2 voru beðnir um að birtast í myndinni þar sem þeir myndu flytja lag í einu atriðinu. Þeir bættu um betur og sömdu titillag myndarinnar, Hold Me, Thrill Me, Kiss Me, Kill Me. Náði lagið gríðarlegum vinsældum og nældi sér til að mynda í fyrsta sæti Billboard Album Rock Tracks. Bono, söngvari sveitarinnar, lýsti laginu á þann hátt að það endurspeglaði hvað virkilega þýddi að vera í rokkhljómsveit. Fyrir áhugasama má sjá hér samantekt af bestu atriðum myndarinnar. Bíó og sjónvarp Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Í ár eru liðin tuttugu ár frá því að kvikmyndin Batman Forever leit dagsins ljós. Leikstjóri myndarinnar er Joel Schumacher, en hann leikstýrði svo Batman & Robin sem kom út árið 1997, eða tveimur árum á eftir Batman Forever. Val Kilmer tók að sér hlutverk Leðurblökumannsins, en hann fetaði þar í fótspor Lewis G. Wilson, Roberts Lowrey, Adams West og Michaels Keaton. Þá leika þau Nichole Kidman, Jim Carrey, Drew Barrimore, Tommy Lee Jones, Chris O'Donnell og Michael Gough stórar rullur í myndinni. Í tilefni tvítugsafmælisins er kjörið að grípa í nokkra mola um myndina og það sem gerðist að tjaldabaki.Batman, já takk! Þegar Joel Schumacher var valinn til að leikstýra myndinni vildi Michael Keaton ekki halda áfram sem Batman. Hann valdi því Val Kilmer, sem greip gæsina strax og samþykkti að leika í myndinni áður en hann las handritið.Joel Schumacher leikstjóriStórt barn á settiSchumacher og Kilmer áttu ekki skap saman og varð stundum heitt í kolunum hjá þeim. Schumacher sagði leikarann barnalegan og ómögulegan. Sagði hann Kilmer hafa farið í tveggja vikna fýlu eftir að Schumacher bað hann um að haga sér almennilega á settinu. Ferill Kilmer fór skáhallt niður á við eftir frammistöðu hans í hlutverki Batmans, og segja sumir að hann hafi ekkert jafnað sig aftur.Skelfilegur búningur Kilmer kvartaði mikið undan búningnum og sagði nær ómögulegt að heyra nokkuð í honum og alveg útilokað að bregða sér á klósettið. Hann sagði jafnframt að það hefði farið í skapið á sér. Kannski það útskýri stemninguna á settinu samkvæmt Schumacher.Val Kilmer.Fórnarkostnaður Carrey Jim Carrey tók mikinn þátt í að skapa karakterinn sinn, The Riddler, sem iðulega sveiflaði staf. Til þess að ná þessum sveiflum þurfti Carrey að æfa sig, en það gerði hann á kostnað tólf stafa, og þónokkurra innanstokksmuna í hjólhýsinu sem hann hélt til í á meðan á tökum stóð.Krossbrjálaður Will Shortz, krossgátusérfræðingur hjá New York Times fékk greiddar litla tvö þúsund dollara fyrir að semja fjórar gátur fyrir The Riddler. Hann sagði svo seinna meir frá því að hann hefði verið býsna svekktur yfir hve snöggur Batman var að ráða þær.Nicole Kidman í hlutverki sínu.Uppfærður doktor Nicole Kidman fór með hlutverk hinnar töfrandi og eiturkláru Dr. Chase Meridian. Upphaflega átti Rene Russo að fara með hlutverkið. Það var reyndar á frumstigi myndarinnar, þegar Michael Keaton ætlaði að leika Batman í þriðja skiptið. Hann hætti síðan við þar sem honum leist ekki á handritið og leikstjórann. Þegar Val Kilmer var loks ráðinn í hlutverk Batman þótti Russo of gömul fyrir rómantíkina þeirra á milli og Kidman var ráðin í hlutverk Dr. Meridian.Eldsprækir erkifjendur.Helvítið hann Carrey Tommy Lee Jones samþykkti að leika skúrkinn Two Face, þar sem sonur hans, þá ellefu ára gamall, hafði sérstakt dálæti á þeim karakter. Hann hefur líklega bölvað honum á einhvern tímann, því Two Face og The Riddler sem Jim Carrey lék, voru mikið samtvinnaðir í myndinni. Carrey sagði síðar frá því að Jones hefði hatað sig innilega og verið duglegur við að láta hann vita af því á meðan á tökum myndarinnar stóð.U2 fóru á toppinn.Alvöru rokk Írsku ofurtöffararnir í U2 voru beðnir um að birtast í myndinni þar sem þeir myndu flytja lag í einu atriðinu. Þeir bættu um betur og sömdu titillag myndarinnar, Hold Me, Thrill Me, Kiss Me, Kill Me. Náði lagið gríðarlegum vinsældum og nældi sér til að mynda í fyrsta sæti Billboard Album Rock Tracks. Bono, söngvari sveitarinnar, lýsti laginu á þann hátt að það endurspeglaði hvað virkilega þýddi að vera í rokkhljómsveit. Fyrir áhugasama má sjá hér samantekt af bestu atriðum myndarinnar.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira