Fjárheimildir skornar niður um 32 milljónir króna milli ára Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. september 2015 07:00 Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að ráðning tveggja nýrra saksóknara myndi kosta 26 milljónir. vísir/pjetur Gert er ráð fyrir að fjárheimildir til ríkissaksóknara lækki um 31,8 milljón króna að raungildi í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Lögð er til 50 milljóna króna lækkun vegna verkefna sem færast frá ríkissaksóknara til nýs embættis héraðssaksóknara með breyttri skipan ákæruvalds. Í öðru lagi er gert ráð fyrir 20 milljóna króna framlagi sem lýtur að eflingu embættisins með tveimur nýjum stöðugildum, meðal annars vegna eftirlits með rannsóknum og meðferð ákæruvalds, eftirlits með hlustunum og sérstökum rannsóknaraðferðum, vinnslu tölfræðiupplýsinga ákæruvaldsins, menntunar og þjálfunar ákærenda og alþjóðlegra samskipta. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að önnur af tveimur meginforsendum með stofnun embættis héraðssaksóknara hafi verið að efla embætti ríkissaksóknara. „Ríkisendurskoðun var búin að skoða málin hjá okkur og komst að þeirri niðurstöðu í skýrslunni að það væri varhugavert að skera niður,“ segir Sigríður. Í umræddri skýrslu gagnrýnir Ríkisendurskoðun að á árunum 2009 til 2015 hafi sérstakur saksóknari fengið fimmfalt hærri upphæð af fárlögum en ríkissaksóknari , eða 5,5 milljarða á móti 1,1 milljarði. Nánast öll sakamál í landinu séu á könnu ríkissaksóknara, auk þess sem embættið gegni umfangsmiklu eftirlits- og samræmingarhlutverki. Sigríður Friðjónsdóttir segir að með tilkomu héraðssaksóknaraembættisins muni stór hluti af verkefnum frá ríkissaksóknara fara til nýja embættisins. Á móti komi að mörg ný verkefni bætist við. Til dæmis í formi kærumála sem verða mörg hundruð. Hún býst til dæmis við því að stór hluti þeirra kynferðisbrotamála sem héraðssaksóknari kemur til með að fella niður verði kærður til ríkissaksóknara. „Það er mjög mikil vinna í þeim málum.“ Þá bendir Sigríður á að gert sé ráð fyrir því í fjárlögunum að 20 milljóna framlag verði nýtt til þess að ráða í tvö ný stöðugildi. „En málið er það að tveir starfsmenn kosta 26 milljónir,“ segir hún og vonast til að þarna hafi bara orðið reiknivilla sem verði leiðrétt á meðan fjárlagafrumvarpið er í meðförum þingsins. Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Gert er ráð fyrir að fjárheimildir til ríkissaksóknara lækki um 31,8 milljón króna að raungildi í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Lögð er til 50 milljóna króna lækkun vegna verkefna sem færast frá ríkissaksóknara til nýs embættis héraðssaksóknara með breyttri skipan ákæruvalds. Í öðru lagi er gert ráð fyrir 20 milljóna króna framlagi sem lýtur að eflingu embættisins með tveimur nýjum stöðugildum, meðal annars vegna eftirlits með rannsóknum og meðferð ákæruvalds, eftirlits með hlustunum og sérstökum rannsóknaraðferðum, vinnslu tölfræðiupplýsinga ákæruvaldsins, menntunar og þjálfunar ákærenda og alþjóðlegra samskipta. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að önnur af tveimur meginforsendum með stofnun embættis héraðssaksóknara hafi verið að efla embætti ríkissaksóknara. „Ríkisendurskoðun var búin að skoða málin hjá okkur og komst að þeirri niðurstöðu í skýrslunni að það væri varhugavert að skera niður,“ segir Sigríður. Í umræddri skýrslu gagnrýnir Ríkisendurskoðun að á árunum 2009 til 2015 hafi sérstakur saksóknari fengið fimmfalt hærri upphæð af fárlögum en ríkissaksóknari , eða 5,5 milljarða á móti 1,1 milljarði. Nánast öll sakamál í landinu séu á könnu ríkissaksóknara, auk þess sem embættið gegni umfangsmiklu eftirlits- og samræmingarhlutverki. Sigríður Friðjónsdóttir segir að með tilkomu héraðssaksóknaraembættisins muni stór hluti af verkefnum frá ríkissaksóknara fara til nýja embættisins. Á móti komi að mörg ný verkefni bætist við. Til dæmis í formi kærumála sem verða mörg hundruð. Hún býst til dæmis við því að stór hluti þeirra kynferðisbrotamála sem héraðssaksóknari kemur til með að fella niður verði kærður til ríkissaksóknara. „Það er mjög mikil vinna í þeim málum.“ Þá bendir Sigríður á að gert sé ráð fyrir því í fjárlögunum að 20 milljóna framlag verði nýtt til þess að ráða í tvö ný stöðugildi. „En málið er það að tveir starfsmenn kosta 26 milljónir,“ segir hún og vonast til að þarna hafi bara orðið reiknivilla sem verði leiðrétt á meðan fjárlagafrumvarpið er í meðförum þingsins.
Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira