Innlent

Gífurlegt álag var hjá Neyðarlínunni: Svöruðu 107 símtölum á fimmtán mínútum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vatnstjónið á höfuðborgarsvæðinu er gríðarlegt.
Vatnstjónið á höfuðborgarsvæðinu er gríðarlegt. VÍSIR/jóhann k.
Gífurlegt álag var hjá Neyðarlínunni 1-1-2 í morgun en yfir 1400 símtölum var svarað frá miðnætti til hádegis.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavarnardeild Ríkisins. Þegar mest gekk á var svarað 107 símtölum á einu korteri.

Um tíma var ekki hægt að ná sambandi við Neyðarlínuna, þetta er eitt mesta álag sem verið hefur á kerfi 1-1-2.

Hátt í 300 manns frá björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru nú í óveðursaðstoð víða um land en mest hefur verið að gera á höfuðborgarsvæðinu þar sem hátt í 200 beiðnir um aðstoð hafa borist í morgun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×