Stjórnarandstaðan gáttuð á útspili utanríkisráðherra Sveinn Arnarsson skrifar 14. mars 2015 00:01 Birgitta Jónsdóttir , þingmaður Pírata, er ómyrk í máli þegar kemur að bréfasendingum utanríkisráðherra til Evrópusambandsins. Bréf utanríkisráðherra til ESB um slit á viðræðum Íslands við Evrópusambandið hefur mætt mikilli andstöðu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa sent Johannesi Hahn, framkvæmdastjóra aðildarviðræðna Evrópusambandsins, bréf þar sem þeir segja að þingsályktunartillagan frá 16. júlí 2009 hafi ekki verið felld úr gildi. Þá hafnaði Einar K. Guðfinnsson þingforseti í gær beiðni stjórnarandstöðu um þingfund til að ræða bréf utanríkisráðherra. Þing kemur því saman á mánudag. „Alveg ljóst er að ekki verða hefðbundin þingstörf á mánudag, það er óhætt að segja,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar. „Augljóst er að utanríkisráðherra og ríkisstjórnin hafa ekki treyst sér til að ná þingsályktun um afturköllun á viðræðum í gegnum þingið. Því reyna þeir að finna einhverja leið til að þvinga fram slit á aðildarviðræðum, án þess að spyrja þing eða þjóð.“ Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir verið að skerða völd þingsins og að fasísk vinnubrögð séu látin viðgangast. „Stjórnarandstaðan er samhent á þessum örlagaríku tímum. Svona vinnubrögð í átt að fasisma verða ekki liðin. Nú er verið að draga tennurnar úr þinginu á sama hátt og var gert við þýska þingið fyrir seinni heimsstyrjöld. Þetta hefst alltaf þannig að þingið er gert óstarfhæft. Því verð ég að spyrja hvort við viljum fara þangað,“ segir Birgitta. „Það er alveg ljóst að ráðherra er umboðslaus með að koma með yfirlýsingar um að aðildarferlinu sé lokið. Þarna fer hann á svig við þingræðið.“ Tengdar fréttir Með ólíkindum að hundsa nefnd Björg Thorarensen lagaprófessor segir utanríkisráðherra hafa skýra heimild til að gefa út yfirlýsingu um stöðu Íslands gagnvart ESB. Það sé þó með ólíkindum að málið hafi ekki verið rætt í utanríkismálanefnd. Skortir ákvæði í stjórnarskránni. 14. mars 2015 00:01 Gamlir formenn Framsóknar forviða Valgerður Sverrisdóttir segir ummæli framsóknarmanna reka hana í Samfylkinguna. Jón Sigurðsson segir útspil ríkisstjórnarinnar nú grófari aðför gegn þingræðinu en þegar Ísland fór á lista hinna viljugu þjóða í stríðinu gegn Írak. 14. mars 2015 00:01 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Bréf utanríkisráðherra til ESB um slit á viðræðum Íslands við Evrópusambandið hefur mætt mikilli andstöðu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa sent Johannesi Hahn, framkvæmdastjóra aðildarviðræðna Evrópusambandsins, bréf þar sem þeir segja að þingsályktunartillagan frá 16. júlí 2009 hafi ekki verið felld úr gildi. Þá hafnaði Einar K. Guðfinnsson þingforseti í gær beiðni stjórnarandstöðu um þingfund til að ræða bréf utanríkisráðherra. Þing kemur því saman á mánudag. „Alveg ljóst er að ekki verða hefðbundin þingstörf á mánudag, það er óhætt að segja,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar. „Augljóst er að utanríkisráðherra og ríkisstjórnin hafa ekki treyst sér til að ná þingsályktun um afturköllun á viðræðum í gegnum þingið. Því reyna þeir að finna einhverja leið til að þvinga fram slit á aðildarviðræðum, án þess að spyrja þing eða þjóð.“ Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir verið að skerða völd þingsins og að fasísk vinnubrögð séu látin viðgangast. „Stjórnarandstaðan er samhent á þessum örlagaríku tímum. Svona vinnubrögð í átt að fasisma verða ekki liðin. Nú er verið að draga tennurnar úr þinginu á sama hátt og var gert við þýska þingið fyrir seinni heimsstyrjöld. Þetta hefst alltaf þannig að þingið er gert óstarfhæft. Því verð ég að spyrja hvort við viljum fara þangað,“ segir Birgitta. „Það er alveg ljóst að ráðherra er umboðslaus með að koma með yfirlýsingar um að aðildarferlinu sé lokið. Þarna fer hann á svig við þingræðið.“
Tengdar fréttir Með ólíkindum að hundsa nefnd Björg Thorarensen lagaprófessor segir utanríkisráðherra hafa skýra heimild til að gefa út yfirlýsingu um stöðu Íslands gagnvart ESB. Það sé þó með ólíkindum að málið hafi ekki verið rætt í utanríkismálanefnd. Skortir ákvæði í stjórnarskránni. 14. mars 2015 00:01 Gamlir formenn Framsóknar forviða Valgerður Sverrisdóttir segir ummæli framsóknarmanna reka hana í Samfylkinguna. Jón Sigurðsson segir útspil ríkisstjórnarinnar nú grófari aðför gegn þingræðinu en þegar Ísland fór á lista hinna viljugu þjóða í stríðinu gegn Írak. 14. mars 2015 00:01 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Með ólíkindum að hundsa nefnd Björg Thorarensen lagaprófessor segir utanríkisráðherra hafa skýra heimild til að gefa út yfirlýsingu um stöðu Íslands gagnvart ESB. Það sé þó með ólíkindum að málið hafi ekki verið rætt í utanríkismálanefnd. Skortir ákvæði í stjórnarskránni. 14. mars 2015 00:01
Gamlir formenn Framsóknar forviða Valgerður Sverrisdóttir segir ummæli framsóknarmanna reka hana í Samfylkinguna. Jón Sigurðsson segir útspil ríkisstjórnarinnar nú grófari aðför gegn þingræðinu en þegar Ísland fór á lista hinna viljugu þjóða í stríðinu gegn Írak. 14. mars 2015 00:01