Tökur á fyrstu þáttum af Spilakvöldi með Pétri Jóhanni fóru fram síðastliðin fimmtudag og föstudag. Mikið stuð var í tökunum og skemmtu allir sér konunglega eins og sjá má í fyrstu stiklu úr þáttunum hér að ofan.
Meðal gesta í fyrstu þáttunum eru Jónsi í svörtum fötum, Hugleikur Dagsson, Þorbjörg Marínósdóttir og Jón Gnarr.
Spilakvöld er glænýr skemmtiþáttur byggður á fyrirmyndinni Hollywood Game Night sem hefur slegið í gegn undanfarin ár í Bandaríkjunum og hefur Jane Lynch stjórnandi þáttanna hlotið tvenn Emmy verðlaun fyrir þættina.
Í þáttunum keppa tvö lið með þremur frægur einstaklingum og einum óþekktum liðsstjóra hvort. Liðin safna stigum í fjölmörgum mismunandi leikjum og það lið sem stendur uppi með fleiri stig eftir fjóra leiki kemst í bónus umferð þar sem liðsstjórinn getur unnið peningaverðlaun.
Spilakvöld hefst laugardaginn 10.október á Stöð 2 kl.20:00

