Vilja bandalag gegn Íslamska ríkinu Guðsteinn Bjarnason skrifar 29. september 2015 07:00 Vladimír Pútín Rússlandsforseti bíður eftir því að komast að í ræðustól á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Nordicphotos/AFP Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvetur leiðtoga heims til að taka höndum saman gegn vígasveitum Íslamska ríkisins, sem hreiðrað hefur um sig í Sýrlandi, Írak og víðar. „Svipað bandalaginu gegn Hitler gæti þarna sameinast breið fylking afla sem vilja af einurð berjast gegn þeim sem, rétt eins og nasistar, sá illsku og hatri yfir mannkynið,“ sagði Pútín í ávarpi sínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. „Og auðvitað eiga múslímaríki að gegna lykilhlutverki í bandalaginu, ekki síst vegna þess að þeim stafar ekki bara bein hætta af Íslamska ríkinu heldur vanvirðir það með glæpum sínum ein af mikilfenglegustu trúarbrögðum heims,“ sagði Pútín enn fremur: „Hugmyndafræðingar vígasveitanna draga dár að íslam og snúa út úr hinum raunverulegu mannúðargildum þess.“ Pútín sagði hins vegar mikil mistök hafa verið gerð með því að styrkja óvini Bashar al Assads Sýrlandsforseta, og vísar þar til þess að Bandaríkin, fleiri Vesturlönd og sum arabaríki hafa veitt uppreisnarmönnum í Sýrlandi, öðrum en Íslamska ríkinu, margvíslega aðstoð. Eina lausnin, að mati Pútíns, felst í því að styrkja Assad sjálfan, stjórn hans og hersveitir, og hefja viðræður við Assad. Barack Obama Bandaríkjaforseti er þarna á öndverðum meiði við Pútín. Í ávarpi sínu í gær sagðist Obama enn þeirrar skoðunar að ekki kæmi til greina að vinna með Assad. Hann væri einræðisherra sem hefði notað bæði sprengjur og efnavopn gegn sinni eigin þjóð. „Þegar einræðisherra slátrar tugum þúsunda af sinni eigin þjóð, þá fellur það ekki bara undir innri málefni þess ríkis,“ sagði Obama. Engu að síður sagðist Obama reiðubúinn til að starfa með Rússlandi, Íran og fleiri löndum gegn Íslamska ríkinu. Þá tók Obama fram að hann hefði engan áhuga á að einangra Rússland: „Það viljum við ekki. Við viljum sterkt Rússland,“ sagði hann eftir að hafa ítrekað gagnrýni sína á innlimun Krímskaga. Hann bætti því svo við að Bandaríkin gætu ekki leyst öll vandamál upp á eigin spýtur. Þann lærdóm hefðu menn dregið af stríðinu í Írak. „Ef við störfum ekki saman, þá náum við engum árangri. Það er ekki hægt að koma á röð og reglu með því einu að beita afli.“ Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvetur leiðtoga heims til að taka höndum saman gegn vígasveitum Íslamska ríkisins, sem hreiðrað hefur um sig í Sýrlandi, Írak og víðar. „Svipað bandalaginu gegn Hitler gæti þarna sameinast breið fylking afla sem vilja af einurð berjast gegn þeim sem, rétt eins og nasistar, sá illsku og hatri yfir mannkynið,“ sagði Pútín í ávarpi sínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. „Og auðvitað eiga múslímaríki að gegna lykilhlutverki í bandalaginu, ekki síst vegna þess að þeim stafar ekki bara bein hætta af Íslamska ríkinu heldur vanvirðir það með glæpum sínum ein af mikilfenglegustu trúarbrögðum heims,“ sagði Pútín enn fremur: „Hugmyndafræðingar vígasveitanna draga dár að íslam og snúa út úr hinum raunverulegu mannúðargildum þess.“ Pútín sagði hins vegar mikil mistök hafa verið gerð með því að styrkja óvini Bashar al Assads Sýrlandsforseta, og vísar þar til þess að Bandaríkin, fleiri Vesturlönd og sum arabaríki hafa veitt uppreisnarmönnum í Sýrlandi, öðrum en Íslamska ríkinu, margvíslega aðstoð. Eina lausnin, að mati Pútíns, felst í því að styrkja Assad sjálfan, stjórn hans og hersveitir, og hefja viðræður við Assad. Barack Obama Bandaríkjaforseti er þarna á öndverðum meiði við Pútín. Í ávarpi sínu í gær sagðist Obama enn þeirrar skoðunar að ekki kæmi til greina að vinna með Assad. Hann væri einræðisherra sem hefði notað bæði sprengjur og efnavopn gegn sinni eigin þjóð. „Þegar einræðisherra slátrar tugum þúsunda af sinni eigin þjóð, þá fellur það ekki bara undir innri málefni þess ríkis,“ sagði Obama. Engu að síður sagðist Obama reiðubúinn til að starfa með Rússlandi, Íran og fleiri löndum gegn Íslamska ríkinu. Þá tók Obama fram að hann hefði engan áhuga á að einangra Rússland: „Það viljum við ekki. Við viljum sterkt Rússland,“ sagði hann eftir að hafa ítrekað gagnrýni sína á innlimun Krímskaga. Hann bætti því svo við að Bandaríkin gætu ekki leyst öll vandamál upp á eigin spýtur. Þann lærdóm hefðu menn dregið af stríðinu í Írak. „Ef við störfum ekki saman, þá náum við engum árangri. Það er ekki hægt að koma á röð og reglu með því einu að beita afli.“
Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira