Börnin byrja sjö ára að læra brotareikning Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 29. september 2015 07:00 Ásta Roth skólastjóri með nemendum í skólanum. VÍSIR/GVA Hjá Reykjavík International School læra nemendur alfarið eftir alþjóðlegri námsskrá. Ásta Roth, skólastjóri skólans, segir eftirspurn eftir alþjóðlegu námi aukast ár frá ári. Til ársins 2012 hafi allir grunnskólar þurft að vinna námsskrá sína samkvæmt aðalnámskrá grunnskólanna. „Reykjavík var síðasta evrópska höfuðborgin til þess að setja á fót alþjóðlegan skóla, við urðum að kippa því í liðinn því sá hópur sem hefur þörf fyrir alþjóðlegt nám stækkar ár frá ári.“ Skólinn starfar í Hamraskóla þar sem honum bauðst húsnæði í kjölfar sameininga í Grafarvogi. „Aðstaðan er frábær. Við starfrækjum skóla fyrir börn frá fimm ára aldri til fimmtán ára, en stefnum á að útskrifa börnin en í framtíðinni stefnum við á að bjóða upp á nám til átján ára aldurs, og útskrifa nemendur átján ára að erlendri fyrirmynd.“ Ásta segir mjög erfitt fyrir börn fjölskyldna sem flytjast hingað til lands vegna tímabundinnar atvinnu að aðlagast í íslenskum grunnskólum. „Það er bara svo miklu erfiðara fyrir þessi börn að halda námi sínu áfram og þurfa að læra allt námsefnið á íslensku. Hér kennum við á ensku en kennum auðvitað íslensku líka.“ Stærðfræði og raungreinakennsla í skólanum hefur vakið eftirtekt. „Við kennum sömu stærðfræði og er kennd í Singapúr sem hefur gefið góða raun, börnin standa mjög sterkt að vígi og mér finnst tilefni til að þýða þetta námsefni sem við erum að nota yfir á íslensku. Börnin eru sjö ára þegar þau byrja að læra brotareikning, mér fannst það fyrst töluvert snemmt en námsefnið er svo vandað að það gengur virkilega vel,“ segir Ásta. Raungreinakennsla hefst strax í upphafi skólagöngu og er þar einnig kennt námsefni frá Singapúr. Námið í skólanum er fyrst og fremst einstaklingsmiðað, Ásta hefur leyfi fyrir 60 nemendum á landsvísu. „Börnin taka svokölluð Map-próf sem eru viðurkennd víða um heim, en býðst einnig að taka samræmd próf í íslensku ef þau eða foreldrar þeirra vilja.“ Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Hjá Reykjavík International School læra nemendur alfarið eftir alþjóðlegri námsskrá. Ásta Roth, skólastjóri skólans, segir eftirspurn eftir alþjóðlegu námi aukast ár frá ári. Til ársins 2012 hafi allir grunnskólar þurft að vinna námsskrá sína samkvæmt aðalnámskrá grunnskólanna. „Reykjavík var síðasta evrópska höfuðborgin til þess að setja á fót alþjóðlegan skóla, við urðum að kippa því í liðinn því sá hópur sem hefur þörf fyrir alþjóðlegt nám stækkar ár frá ári.“ Skólinn starfar í Hamraskóla þar sem honum bauðst húsnæði í kjölfar sameininga í Grafarvogi. „Aðstaðan er frábær. Við starfrækjum skóla fyrir börn frá fimm ára aldri til fimmtán ára, en stefnum á að útskrifa börnin en í framtíðinni stefnum við á að bjóða upp á nám til átján ára aldurs, og útskrifa nemendur átján ára að erlendri fyrirmynd.“ Ásta segir mjög erfitt fyrir börn fjölskyldna sem flytjast hingað til lands vegna tímabundinnar atvinnu að aðlagast í íslenskum grunnskólum. „Það er bara svo miklu erfiðara fyrir þessi börn að halda námi sínu áfram og þurfa að læra allt námsefnið á íslensku. Hér kennum við á ensku en kennum auðvitað íslensku líka.“ Stærðfræði og raungreinakennsla í skólanum hefur vakið eftirtekt. „Við kennum sömu stærðfræði og er kennd í Singapúr sem hefur gefið góða raun, börnin standa mjög sterkt að vígi og mér finnst tilefni til að þýða þetta námsefni sem við erum að nota yfir á íslensku. Börnin eru sjö ára þegar þau byrja að læra brotareikning, mér fannst það fyrst töluvert snemmt en námsefnið er svo vandað að það gengur virkilega vel,“ segir Ásta. Raungreinakennsla hefst strax í upphafi skólagöngu og er þar einnig kennt námsefni frá Singapúr. Námið í skólanum er fyrst og fremst einstaklingsmiðað, Ásta hefur leyfi fyrir 60 nemendum á landsvísu. „Börnin taka svokölluð Map-próf sem eru viðurkennd víða um heim, en býðst einnig að taka samræmd próf í íslensku ef þau eða foreldrar þeirra vilja.“
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira