Íslenski boltinn

Solow skoraði fyrsta mark Þróttar í sumar í stóru tapi fyrir norðan

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Madison Sarah Solow var fyrst til að koma boltanum í netið fyrir Þrótt.
Madison Sarah Solow var fyrst til að koma boltanum í netið fyrir Þrótt. vísir/ernir
Þór/KA vann stórsigur á nýliðum Þróttar, 5-1, í elleftu umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta í kvöld.

Fyrir leikinn hafði leikmaður Þróttar ekki skorað mark í Pepsi-deildini, en eina mark leiksins á tímabilinu var sjálfsmark Stjörnunnar gegn Þrótturum í 5-1 sigurleik meistaranna í áttundu umferð.

Madison Sarah Solow var sú fyrsta í röðum Þróttar sem kemur boltanum í netið í deildinni, en hún minnkaði muninn í 4-1 á 83. mínútu.

Klara Lindberg kom Þór/KA 1-0 yfir á 6. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Sandra María Jessen, Kayle Grimsley (2) og Anna Rakel Pétursdóttir bættu við fjórum mörkum í seinni hálfleik.

Þór/KA er í fimmta sæti deildarinnar með 18 stig eftir tvo sigra í röð, en Þróttur er með tvö stig og nú tvö mörk skoruð. Það kemur í ljós síðar í kvöld eftir að umferðin klárast í hvaða sæti Þróttur verður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×