Segir ekki sjálfgefið að stjórnendur Kaupþings afpláni á Kvíabryggju Þorbjörn Þórðarson og Stefán Árni Pálsson skrifa 13. febrúar 2015 20:39 Nokkrir mánuðir gætu liðið þangað til stjórnendur Kaupþings hefja afplánun dóms í Al-Thani málinu. Ekki er sjálfgefið að þeir afpláni dóminn á Kvíabryggju, segir forstjóri Fangelsismálastofnunar. Hvert og eitt mál sé metið fyrir sig. Dómurinn sem kveðinn var upp í Hæstarétti í Al-Thani málinu í gær er þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp í efnahagsbrotamáli hér á landi. Allir ákærðu voru dæmdir í óskilorðsbundið fangelsi. Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi, Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður bankans í fjögurra ára fangelsi, Magnús Guðmundsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings Lúxemborg í fjögurra og hálfs árs fangelsi og sömu refsingu hlaut Ólafur Ólafsson sem var næststærsti hluthafi bankans. „Við höfum fastar reglur í þessu, við sendum út boðunarbréf og þar eru allir jafnir. Það er nokkra vikna og jafnvel nokkra mánaða bið inn í fangelsin. Hinsvegar ef menn óska eftir því að komast strax inn í fangelsin þá verðum við við því,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunnar. Páll segir að allir hefji afplánun í Hegningarhúsinu óháð stöðu aldri eða þjóðfélagstign. Við upphaf afplánunar þurfa fangar að afklæðast og fara í læknisskoðun. En hvað ræður því hvort menn fái að afplána í opnu fangelsi eins og Kvíabryggju? „Við förum eftir brotaferli, hegðan fyrir og eftir dóm og við miðum jafnframt við að menn séu ekki lengur en tvö ár í opnu fangelsi. Allir koma inn í lokað fangelsi, ef þeir hegða sér vel eiga þeir kost á að afplána í opnu fangelsi að öllum skilyrðum uppfylltum.“ Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Sjá meira
Nokkrir mánuðir gætu liðið þangað til stjórnendur Kaupþings hefja afplánun dóms í Al-Thani málinu. Ekki er sjálfgefið að þeir afpláni dóminn á Kvíabryggju, segir forstjóri Fangelsismálastofnunar. Hvert og eitt mál sé metið fyrir sig. Dómurinn sem kveðinn var upp í Hæstarétti í Al-Thani málinu í gær er þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp í efnahagsbrotamáli hér á landi. Allir ákærðu voru dæmdir í óskilorðsbundið fangelsi. Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi, Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður bankans í fjögurra ára fangelsi, Magnús Guðmundsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings Lúxemborg í fjögurra og hálfs árs fangelsi og sömu refsingu hlaut Ólafur Ólafsson sem var næststærsti hluthafi bankans. „Við höfum fastar reglur í þessu, við sendum út boðunarbréf og þar eru allir jafnir. Það er nokkra vikna og jafnvel nokkra mánaða bið inn í fangelsin. Hinsvegar ef menn óska eftir því að komast strax inn í fangelsin þá verðum við við því,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunnar. Páll segir að allir hefji afplánun í Hegningarhúsinu óháð stöðu aldri eða þjóðfélagstign. Við upphaf afplánunar þurfa fangar að afklæðast og fara í læknisskoðun. En hvað ræður því hvort menn fái að afplána í opnu fangelsi eins og Kvíabryggju? „Við förum eftir brotaferli, hegðan fyrir og eftir dóm og við miðum jafnframt við að menn séu ekki lengur en tvö ár í opnu fangelsi. Allir koma inn í lokað fangelsi, ef þeir hegða sér vel eiga þeir kost á að afplána í opnu fangelsi að öllum skilyrðum uppfylltum.“
Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Sjá meira