Segir ekki sjálfgefið að stjórnendur Kaupþings afpláni á Kvíabryggju Þorbjörn Þórðarson og Stefán Árni Pálsson skrifa 13. febrúar 2015 20:39 Nokkrir mánuðir gætu liðið þangað til stjórnendur Kaupþings hefja afplánun dóms í Al-Thani málinu. Ekki er sjálfgefið að þeir afpláni dóminn á Kvíabryggju, segir forstjóri Fangelsismálastofnunar. Hvert og eitt mál sé metið fyrir sig. Dómurinn sem kveðinn var upp í Hæstarétti í Al-Thani málinu í gær er þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp í efnahagsbrotamáli hér á landi. Allir ákærðu voru dæmdir í óskilorðsbundið fangelsi. Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi, Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður bankans í fjögurra ára fangelsi, Magnús Guðmundsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings Lúxemborg í fjögurra og hálfs árs fangelsi og sömu refsingu hlaut Ólafur Ólafsson sem var næststærsti hluthafi bankans. „Við höfum fastar reglur í þessu, við sendum út boðunarbréf og þar eru allir jafnir. Það er nokkra vikna og jafnvel nokkra mánaða bið inn í fangelsin. Hinsvegar ef menn óska eftir því að komast strax inn í fangelsin þá verðum við við því,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunnar. Páll segir að allir hefji afplánun í Hegningarhúsinu óháð stöðu aldri eða þjóðfélagstign. Við upphaf afplánunar þurfa fangar að afklæðast og fara í læknisskoðun. En hvað ræður því hvort menn fái að afplána í opnu fangelsi eins og Kvíabryggju? „Við förum eftir brotaferli, hegðan fyrir og eftir dóm og við miðum jafnframt við að menn séu ekki lengur en tvö ár í opnu fangelsi. Allir koma inn í lokað fangelsi, ef þeir hegða sér vel eiga þeir kost á að afplána í opnu fangelsi að öllum skilyrðum uppfylltum.“ Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira
Nokkrir mánuðir gætu liðið þangað til stjórnendur Kaupþings hefja afplánun dóms í Al-Thani málinu. Ekki er sjálfgefið að þeir afpláni dóminn á Kvíabryggju, segir forstjóri Fangelsismálastofnunar. Hvert og eitt mál sé metið fyrir sig. Dómurinn sem kveðinn var upp í Hæstarétti í Al-Thani málinu í gær er þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp í efnahagsbrotamáli hér á landi. Allir ákærðu voru dæmdir í óskilorðsbundið fangelsi. Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi, Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður bankans í fjögurra ára fangelsi, Magnús Guðmundsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings Lúxemborg í fjögurra og hálfs árs fangelsi og sömu refsingu hlaut Ólafur Ólafsson sem var næststærsti hluthafi bankans. „Við höfum fastar reglur í þessu, við sendum út boðunarbréf og þar eru allir jafnir. Það er nokkra vikna og jafnvel nokkra mánaða bið inn í fangelsin. Hinsvegar ef menn óska eftir því að komast strax inn í fangelsin þá verðum við við því,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunnar. Páll segir að allir hefji afplánun í Hegningarhúsinu óháð stöðu aldri eða þjóðfélagstign. Við upphaf afplánunar þurfa fangar að afklæðast og fara í læknisskoðun. En hvað ræður því hvort menn fái að afplána í opnu fangelsi eins og Kvíabryggju? „Við förum eftir brotaferli, hegðan fyrir og eftir dóm og við miðum jafnframt við að menn séu ekki lengur en tvö ár í opnu fangelsi. Allir koma inn í lokað fangelsi, ef þeir hegða sér vel eiga þeir kost á að afplána í opnu fangelsi að öllum skilyrðum uppfylltum.“
Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira