Helgi Hrafn Bæjarlistamaður Seltjarnarness Stefán Árni Pálsson skrifar 13. febrúar 2015 18:48 Helgi Hrafn Jónsson vísir/aðsend Helgi Hrafn Jónsson tónlistarmaður var í dag útnefndur Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2015. Hann ánafnar verðlaunafénu til Tónlistarskóla Seltjarnarness en þetta kemur fram í tilkynningu frá Seltjarnarnesbæ. Helgi Hrafn Jónsson er einn þeirra íslensku listamanna sem hefur átt mikilli velgengni að fagna í hinu alþjóðlega tónlistarumhverfi undanfarna áratugi og hefur starfað bæði í Evrópu og Norður Ameríku. Nú í febrúar var frumsýnt nýtt verk Falk Richters við Borgarleikhúsið í Frankfurt sem Helgi Hrafn samdi tónlist við í samstarfi við Valgeir Sigurðsson. Árið 2012 samdi Helgi Hrafn tónlist við verkið For the Disconnected Child, sem pantað var af Þjóðaróperunni í Berlín og er hann jafnframt einn þátttakenda í sýningunni sem söngvari og hljóðfæraleikari. Sýningin er nú að hefja sitt fjórða starfsár og hefur m.a. hlotið verðlaun sem besta leiksýningin í Berlín. Helgi Hrafn hefur gefið út sex plötur með eigin verkum þar sem hann syngur og leikur ýmist á gítar eða píanó. Eru það Glóandi (2005), Aska EP (2008), For the Rest of my Childhood (2008), Kví, kví EP (2009), Blindfolded EP (2010) og Big Spring (2011). Á síðastliðnum sjö árum hefur Helgi komið fram á um það bil 300 tónleikum í Evrópu og Norður-Ameríku ásamt danskri eiginkonu sinni, Tinu Dickow. Í sameiningu hafa þau unnið að sjö hljómplötum og samið tónlist fyrir dönsku myndirnar Old Boys (2009) og Someone You Love (2014) sem færði þeim í tvígang dönsku kvikmyndaverðlaunin fyrir tónlistina.Helgi Hrafn Jónsson Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2015 ásamt bæjarstjóra Seltjarnarness Ásgerði Halldórsdóttur.vísir/aðsendHelgi hefur starfað með fjölmörgum hljómsveitum og tónlistarmönnum, bæði sem hljóðfæraleikari og söngvari en einnig sem meðhöfundur, útsetjari og upptökustjóri. Má þar nefna hljómsveitina Rökkurró, Kammerhljómsveit danska ríkisútvarpssins, Damien Rice, Dzihan & Kamien, Boy, Philipp Steinke, Glen Hansard, Ane Brun, Teitur, Nico Muhly, Funkstörung, Philipp Poisel, Sam Amidon, Ben Frost, Wild Birds and Peacedrums og Valgeir Sigurðsson. Helgi Hrafn er nítjándi Seltirningurinn til að hljóta nafnbótina Bæjarlistamaður Seltjarnarness en hann hefur verið búsettur á Seltjarnarnesi frá unga aldri. Við útnefninguna tilkynnti Helgi Hrafn að hann hygðist ánafna verðlaunafénu að upphæð einni milljón króna til Tónlistarskóla Seltjarnarness, sem lagt hefur hornstein að þeim ferli sem hann á að baki sem tónlistarmaður. Þá tilkynnti hann einnig að hann og eiginkona hans Tina Dickow myndu halda tónleika á Seltjarnarnesi í apríl. Aukinheldur hyggst hann semja tónlist og standa að flutningi hennar á Menningarhátíð Seltjarnarness í október næstkomandi. Að mati menningarnefndar Seltjarnarness er Helgi Hrafn Jónsson afar vel að útnefningu Bæjarlistamannsins kominn. Jafnframt er það mikið fagnaðarefni að hann skuli, þrátt fyrir glæstan frama í hinum alþjóðlega tónlistarheimi, enn halda tryggð við samfélagið sem ól hann upp og mótaði. Þá er Helga Hrafni sérstaklega þakkað hið höfðinglega framlag hans sem ungt og efnilegt tónlistarfólk við Tónlistarskóla Seltjarnarness mun án efa njóta góðs af. Enn fremur sýnir hann bæjarfélaginu mikinn heiður með smíðum og frumflutningi á nýju tónverki á árinu auk tónleikahalds í bænum með hinni einstöku söngkonu Tinu Dickow.Fyrrum bæjarlistamenn Seltjarnarness eru: Ari Bragi Kárason, trompetleikari 2014 Sigríður Heimisdóttir, hönnuður 2013 Jóhann G. Jóhannsson, leikari 2012 Birna Hallgrímsdóttir, píanóleikari 2011 Freyja Gunnlaugsdóttir, klarínettuleikari 2010 Ragnheiður Steindórsdóttir, leikkona 2009 Kristín Gunnlaugsdóttir, myndlistarkona 2008 Jóhann Helgason, tónlistarmaður 2007 Sigríður Þorvaldsdóttir, leikari 2006 Auður Hafsteinsdóttir, fiðluleikari 2005 Margrét Helga Jóhannsdóttir, leikkona 2004 Ásbjörn Morthens (Bubbi), tónlistarmaður 2002 Messíana Tómasdóttir, myndlistarkona 2001 Rúna Gísladóttir, myndlistarkona 2000 Guðrún Einarsdóttir, listmálari 1999 Ragna Ingimundardóttir, leirlistakona 1998 Herdís Tómasdóttir, veflistakona 1997 Gunnar Kvaran, sellóleikari 1996 Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Sjá meira
Helgi Hrafn Jónsson tónlistarmaður var í dag útnefndur Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2015. Hann ánafnar verðlaunafénu til Tónlistarskóla Seltjarnarness en þetta kemur fram í tilkynningu frá Seltjarnarnesbæ. Helgi Hrafn Jónsson er einn þeirra íslensku listamanna sem hefur átt mikilli velgengni að fagna í hinu alþjóðlega tónlistarumhverfi undanfarna áratugi og hefur starfað bæði í Evrópu og Norður Ameríku. Nú í febrúar var frumsýnt nýtt verk Falk Richters við Borgarleikhúsið í Frankfurt sem Helgi Hrafn samdi tónlist við í samstarfi við Valgeir Sigurðsson. Árið 2012 samdi Helgi Hrafn tónlist við verkið For the Disconnected Child, sem pantað var af Þjóðaróperunni í Berlín og er hann jafnframt einn þátttakenda í sýningunni sem söngvari og hljóðfæraleikari. Sýningin er nú að hefja sitt fjórða starfsár og hefur m.a. hlotið verðlaun sem besta leiksýningin í Berlín. Helgi Hrafn hefur gefið út sex plötur með eigin verkum þar sem hann syngur og leikur ýmist á gítar eða píanó. Eru það Glóandi (2005), Aska EP (2008), For the Rest of my Childhood (2008), Kví, kví EP (2009), Blindfolded EP (2010) og Big Spring (2011). Á síðastliðnum sjö árum hefur Helgi komið fram á um það bil 300 tónleikum í Evrópu og Norður-Ameríku ásamt danskri eiginkonu sinni, Tinu Dickow. Í sameiningu hafa þau unnið að sjö hljómplötum og samið tónlist fyrir dönsku myndirnar Old Boys (2009) og Someone You Love (2014) sem færði þeim í tvígang dönsku kvikmyndaverðlaunin fyrir tónlistina.Helgi Hrafn Jónsson Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2015 ásamt bæjarstjóra Seltjarnarness Ásgerði Halldórsdóttur.vísir/aðsendHelgi hefur starfað með fjölmörgum hljómsveitum og tónlistarmönnum, bæði sem hljóðfæraleikari og söngvari en einnig sem meðhöfundur, útsetjari og upptökustjóri. Má þar nefna hljómsveitina Rökkurró, Kammerhljómsveit danska ríkisútvarpssins, Damien Rice, Dzihan & Kamien, Boy, Philipp Steinke, Glen Hansard, Ane Brun, Teitur, Nico Muhly, Funkstörung, Philipp Poisel, Sam Amidon, Ben Frost, Wild Birds and Peacedrums og Valgeir Sigurðsson. Helgi Hrafn er nítjándi Seltirningurinn til að hljóta nafnbótina Bæjarlistamaður Seltjarnarness en hann hefur verið búsettur á Seltjarnarnesi frá unga aldri. Við útnefninguna tilkynnti Helgi Hrafn að hann hygðist ánafna verðlaunafénu að upphæð einni milljón króna til Tónlistarskóla Seltjarnarness, sem lagt hefur hornstein að þeim ferli sem hann á að baki sem tónlistarmaður. Þá tilkynnti hann einnig að hann og eiginkona hans Tina Dickow myndu halda tónleika á Seltjarnarnesi í apríl. Aukinheldur hyggst hann semja tónlist og standa að flutningi hennar á Menningarhátíð Seltjarnarness í október næstkomandi. Að mati menningarnefndar Seltjarnarness er Helgi Hrafn Jónsson afar vel að útnefningu Bæjarlistamannsins kominn. Jafnframt er það mikið fagnaðarefni að hann skuli, þrátt fyrir glæstan frama í hinum alþjóðlega tónlistarheimi, enn halda tryggð við samfélagið sem ól hann upp og mótaði. Þá er Helga Hrafni sérstaklega þakkað hið höfðinglega framlag hans sem ungt og efnilegt tónlistarfólk við Tónlistarskóla Seltjarnarness mun án efa njóta góðs af. Enn fremur sýnir hann bæjarfélaginu mikinn heiður með smíðum og frumflutningi á nýju tónverki á árinu auk tónleikahalds í bænum með hinni einstöku söngkonu Tinu Dickow.Fyrrum bæjarlistamenn Seltjarnarness eru: Ari Bragi Kárason, trompetleikari 2014 Sigríður Heimisdóttir, hönnuður 2013 Jóhann G. Jóhannsson, leikari 2012 Birna Hallgrímsdóttir, píanóleikari 2011 Freyja Gunnlaugsdóttir, klarínettuleikari 2010 Ragnheiður Steindórsdóttir, leikkona 2009 Kristín Gunnlaugsdóttir, myndlistarkona 2008 Jóhann Helgason, tónlistarmaður 2007 Sigríður Þorvaldsdóttir, leikari 2006 Auður Hafsteinsdóttir, fiðluleikari 2005 Margrét Helga Jóhannsdóttir, leikkona 2004 Ásbjörn Morthens (Bubbi), tónlistarmaður 2002 Messíana Tómasdóttir, myndlistarkona 2001 Rúna Gísladóttir, myndlistarkona 2000 Guðrún Einarsdóttir, listmálari 1999 Ragna Ingimundardóttir, leirlistakona 1998 Herdís Tómasdóttir, veflistakona 1997 Gunnar Kvaran, sellóleikari 1996
Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Sjá meira