Valur og Stjarnan eru saman í þriðja riðli Lengjubikarsins en þar eru einnig ÍA, Haukar, Keflavík, Grindavík, Fjarðabyggð og Þór sem hefja öll leik um helgina.
Haukur Ásberg Hilmarsson kom Val í 1-0 á 49. mínútu í kvöld eftir skelfilegt úthlaup Sveins Sigurðar Jóhannessonar, markvarðar Stjörnunnar.
Haukur Ásberg setti pressu á markvörðinn sem hreinsaði boltann beint í varnarmann og fyrir fætur Hauks sem átti ekki í miklum vandræðum með að skora.
Pablo Punyed tryggði Stjörnunni eitt stig þegar hann jafnaði metin á 59. mínútu eftir laglegan undirbúning Heiðars Ægissonar.
Sporttv sýndi leikinn í beinni og hefur sett inn á Youtube myndband með mörkunum tveimur sem má sjá hér fyrir neðan.