Lífið

"Orðinn sérfræðingur í að skrifa afsökunarbréf“

vísir
„Það var mikið hringt og kvartað. Það er besti barómeterinn á viðbrögð, hvað er mikið kvartað,“ segir Sigurjón Kjartansson um fyrstu þætti Sigurjóns og félaga hans Jóns Gnarr í sjónvarpi. Þetta voru innslög sem nefndust Hegðun, atferli, framkoma, sem voru sýnd í Dagsljósi á ríkissjónvarpinu. Þar fjölluðu þeir um hversdagsleg vandamál eins og hvernig á að bregðast við ef einhver kúkar í laugina.

Innslögin lögðust misvel í áhorfendur, og símtölum þar sem kvartað var undan þessum ósóma rigndi inn. „Það var þarna sem ég fékk fyrst smjörþefinn af því að skrifa afsökunarbréf,“ segir Sigurjón sem viðurkennir að hann sé orðinn sérfræðingur í þeim skrifum. ,,Það er einhvernveginn svona: Okkur tekur sárt að hafa sært blygðunarkennd þína. Við lofum að gera þetta aldrei aftur.“

Sigurjón verður gestur Sigríðar Elvu í Fókus á Stöð 2 á laugardagskvöld þar sem hann ræðir um ferilinn, en brot úr þættinum má sjá hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×