Kallar Sölku Sól Séð og Heyrt stúlku: "Hún veit ekkert hvað viðtal er" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 13. febrúar 2015 11:41 Eiríkur segir að Salka Sól hafi ekki verið í viðtali í Séð og Heyrt, bara prýtt forsíðuna. Eiríkur Jónsson, ritsstjóri Séð og Heyrt kallaði Sölku Sól Eyfeld, sjónvarpsstjörnu og söngkonu Amabadama, Séð og Heyrt stúlku í útvapsþætinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Þar var Eiríkur mættur til þess að ræða fréttir vikunnar og fór sérstaklega yfir deilumál sitt og Sölku Sólar, sem var ósátt við að vera á forsíðu Séð og Heyrt þegar hún hafði neitað blaðinu um viðtal. „Salka Sól er manneskja sem skýtur upp kollinum. Hún er dægurstjarna. Hún er á flatskjánum heima að minnsta kosti fjórum sinnum hvert kvöld að rappa Eurovision-texta. Og ég náttúrulega segi, hvað er þetta eiginlega. Það er allt í lagi að sjá þetta einu sinni. Ég er búinn sjá þetta sautján sinnum. Hvað er hún að rappa þetta ennþá? Hún er dáldið góð og ég segi, þetta er nú einhver stjarna, þetta er einhver Séð og Heyrt stúlka.“ Eiríkur segist hafa beðið blaðamann Séð og Heyrt að hringja í Sölku Sól og biðja um myndir af henni. Salka Sól baðst undan viðtali og umfjöllun í blaðinu því henni fannst hún svo mikið í umræðunni. Eiríkur tók þá fram fyrir hendurnar á blaðamanninum sem hringdi í Sölku Sól og talaði sjálfur við hana. Eiríkur spurði hana út í ættartengsl hennar og Péturs Eyfeld, sem rekur verslunina P. Eyfeld og selur stúdentshúfur í Kópavogi, áður á Laugarvegi. Eiríkur segir frá því að hann hafi tekið viðtal við Pétur og hafi viljað tengja Sölku Sól við greinina, „af því að hún er af stúdentshúfuættinni," segir Eiríkur.Sjá einnig: Salka Sól ekki sátt við Eirík: „Mér fannst þetta nú frekar lélegt" Hann er ósáttur með bakmola á baksíðu Fréttablaðsins í morgun, þar sem sagt er frá því að Salka Sól hafi sagst vera göbbuð í viðtal í Séð og Heyrt. „Ég var ekkert að plata hana í viðtal," segir Eiríkur og bætir við: „Þetta er ekkert viðtal við hana." Hann viðurkennir þó síðar í Bítinu að Salka hafi vissulega svarað spurningum um ættartengsl sín og Péturs Eyfeld verslunarrekanda. Þegar Eiríki er bent á að Salka Sól prýði forsíðuna og að hann hafi notað mynd af henni við frétt um frænda hennar segir hann: „Þetta er konan sem er inni í stofunni hjá okkur öllum, öll kvöld. Fréttin er um það. Hún ræður ekki hvort það sé skrifuð frétt um hana. Hún ræður hvort hún sé í viðtali. Þetta er ekki viðtal við hana. Hún veit ekki hvað viðtal er."Sjá einnig:Biður fegurðardís fyrirgefningar á forsíðu Eiríkur gagnrýnir Fréttablaðið að hafa ekki haft staðreynir á hreinu þegar rætt var við Sölku Sól, en viðurkennir samt að haft hafi verið eftir henni í blaðinu, eftir að hún hafi neitað að ræða við Séð og Heyrt. Hér að neðan má hlusta á innslagið úr Bítinu þar sem Eiríkur Jónsson ræðir fréttir vikunnar og þar á meðal Sölku Sól. Eurovision Tengdar fréttir Salka Sól ekki sátt við Eirík: „Mér fannst þetta nú frekar lélegt" Söngkonan Salka Sól segist hafa verið göbbuð í viðtal við Séð og heyrt 13. febrúar 2015 10:10 Biður fegurðardís fyrirgefningar á forsíðu Eiríkur Jónsson brýtur blað í fjölmiðlasögunni og birtir leiðréttingu á forsíðu Séð og heyrt. 22. janúar 2015 15:52 Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Fleiri fréttir Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Sjá meira
Eiríkur Jónsson, ritsstjóri Séð og Heyrt kallaði Sölku Sól Eyfeld, sjónvarpsstjörnu og söngkonu Amabadama, Séð og Heyrt stúlku í útvapsþætinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Þar var Eiríkur mættur til þess að ræða fréttir vikunnar og fór sérstaklega yfir deilumál sitt og Sölku Sólar, sem var ósátt við að vera á forsíðu Séð og Heyrt þegar hún hafði neitað blaðinu um viðtal. „Salka Sól er manneskja sem skýtur upp kollinum. Hún er dægurstjarna. Hún er á flatskjánum heima að minnsta kosti fjórum sinnum hvert kvöld að rappa Eurovision-texta. Og ég náttúrulega segi, hvað er þetta eiginlega. Það er allt í lagi að sjá þetta einu sinni. Ég er búinn sjá þetta sautján sinnum. Hvað er hún að rappa þetta ennþá? Hún er dáldið góð og ég segi, þetta er nú einhver stjarna, þetta er einhver Séð og Heyrt stúlka.“ Eiríkur segist hafa beðið blaðamann Séð og Heyrt að hringja í Sölku Sól og biðja um myndir af henni. Salka Sól baðst undan viðtali og umfjöllun í blaðinu því henni fannst hún svo mikið í umræðunni. Eiríkur tók þá fram fyrir hendurnar á blaðamanninum sem hringdi í Sölku Sól og talaði sjálfur við hana. Eiríkur spurði hana út í ættartengsl hennar og Péturs Eyfeld, sem rekur verslunina P. Eyfeld og selur stúdentshúfur í Kópavogi, áður á Laugarvegi. Eiríkur segir frá því að hann hafi tekið viðtal við Pétur og hafi viljað tengja Sölku Sól við greinina, „af því að hún er af stúdentshúfuættinni," segir Eiríkur.Sjá einnig: Salka Sól ekki sátt við Eirík: „Mér fannst þetta nú frekar lélegt" Hann er ósáttur með bakmola á baksíðu Fréttablaðsins í morgun, þar sem sagt er frá því að Salka Sól hafi sagst vera göbbuð í viðtal í Séð og Heyrt. „Ég var ekkert að plata hana í viðtal," segir Eiríkur og bætir við: „Þetta er ekkert viðtal við hana." Hann viðurkennir þó síðar í Bítinu að Salka hafi vissulega svarað spurningum um ættartengsl sín og Péturs Eyfeld verslunarrekanda. Þegar Eiríki er bent á að Salka Sól prýði forsíðuna og að hann hafi notað mynd af henni við frétt um frænda hennar segir hann: „Þetta er konan sem er inni í stofunni hjá okkur öllum, öll kvöld. Fréttin er um það. Hún ræður ekki hvort það sé skrifuð frétt um hana. Hún ræður hvort hún sé í viðtali. Þetta er ekki viðtal við hana. Hún veit ekki hvað viðtal er."Sjá einnig:Biður fegurðardís fyrirgefningar á forsíðu Eiríkur gagnrýnir Fréttablaðið að hafa ekki haft staðreynir á hreinu þegar rætt var við Sölku Sól, en viðurkennir samt að haft hafi verið eftir henni í blaðinu, eftir að hún hafi neitað að ræða við Séð og Heyrt. Hér að neðan má hlusta á innslagið úr Bítinu þar sem Eiríkur Jónsson ræðir fréttir vikunnar og þar á meðal Sölku Sól.
Eurovision Tengdar fréttir Salka Sól ekki sátt við Eirík: „Mér fannst þetta nú frekar lélegt" Söngkonan Salka Sól segist hafa verið göbbuð í viðtal við Séð og heyrt 13. febrúar 2015 10:10 Biður fegurðardís fyrirgefningar á forsíðu Eiríkur Jónsson brýtur blað í fjölmiðlasögunni og birtir leiðréttingu á forsíðu Séð og heyrt. 22. janúar 2015 15:52 Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Fleiri fréttir Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Sjá meira
Salka Sól ekki sátt við Eirík: „Mér fannst þetta nú frekar lélegt" Söngkonan Salka Sól segist hafa verið göbbuð í viðtal við Séð og heyrt 13. febrúar 2015 10:10
Biður fegurðardís fyrirgefningar á forsíðu Eiríkur Jónsson brýtur blað í fjölmiðlasögunni og birtir leiðréttingu á forsíðu Séð og heyrt. 22. janúar 2015 15:52