Lífið

Fólkið á Sónar: Keyptu miðann eftir að ferð var aflýst

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Aeree Cho og Matthew Heidermann komu í raun beint á hátíðina.
Aeree Cho og Matthew Heidermann komu í raun beint á hátíðina. vísir/andri marínó
„Við ætluðum í norðurljósaferð en henni var aflýst þannig að við enduðum hér,“ sögðu Aaree Cho og Matthew Heidermann frá Colorado-ríki í Bandaríkjunum. Þau voru meðal fjölmargra gesta á Sónar Reykjavík tónlistarhátíðinni í gær.

Þau vissu ekki af hátíðinni þegar þau lentu og höfðu keypt miðann fyrr um kvöldið. „Við könnumst ekki við neina af hljómsveitunum sem eru að spila. Við þekkjum TV On The Radio en þeir þurftu að aflýsa sínum tónleikum,“ sagði Matthew.

„Ég kannast við Björk og Sigur Rós en fyrir utan þau þekki ég lítið sem ekkert,“ segir Aeree. Hún hlakki hins vegar mikið til að skoða nýjar hljómsveitir og skoða höfuðborgina.

Áætlað er að þau muni dveljast á Íslandi í viku. Þau ætla sér að fylgjast með hátíðinni á morgun en óvíst sé með sunnudaginn. Planið sé að leigja bíl og aka smá rúnt um landið. Kíkja í Bláa lónið og skoða Þingvelli.

„Ég hef sérstakan áhuga á jarðflekunum og flekaskilunum,“ segir Aeree og hlær. Enn sem komið er hafi þau ekki séð mikið en það eigi eftir að breytast og þau hlakka mjög til þess.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.