Um fjórðungur af nautakjöti innfluttur kolbeinn óttarsson proppé skrifar 13. febrúar 2015 10:45 Innflutningur á nautakjöti fjórfaldaðist á milli árannna 2013 og 2014. Bændur hafa óskað eftir leyfi til að flytja inn sæði og fósturvísa til framræktunar og vonast til að lögum verði breytt í vor. fréttablaðið/stefán Yfir eitt þúsund tonn af nautakjöti, eða 1.047, voru flutt til landsins árið 2014. Það er gríðarleg aukning frá árinu 2013 þegar flutt voru inn 266 tonn. Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segir aukninguna fyrst og fremst skýrast af fjölgun ferðamanna og mikilli eftirspurn eftir mjólkurafurðum. „Í fyrsta lagi er markaður fyrir nautakjöt að stækka, það er greinilegt. Við rekjum það meðal annars til þess að ferðamannafjölgunin hefur meiri áhrif á neyslu nauta- en lambakjöts, það sjáum við mjög skýrt.Baldur Helgi Benjamínsson.Þá má nefna framleiðslu innanlands, en hún er tvenns konar. Annars vegar snardró úr framboði á kúm til slátrunar árið 2014 vegna þess að eftirspurn eftir mjólkurafurðum hefur verið gríðarlega mikil. Það leiddi til þess að menn fresta því að slátra kúm.“ Baldur segir að fjöldi kúa til slátrunar hafi dregist saman um 20 prósent á árinu 2014. Að auki hafi verið samdráttur í nautum til slátrunar um tíu prósent. „Þegar eftirspurn jókst eftir nautakjöti fóru menn að slátra gripunum miklu fyrr. Menn fóru aðeins fram úr sér og slátruðu hraðar en þeir bættu við nýjum kálfum. Stofninn hefur því minnkað aðeins, en bændur eru að bregðast við aukningunni.“ Holdanautabændur, sem aðeins halda gripi til kjötframleiðslu, hafa beitt sér fyrir því undanfarin ár að fá að flytja inn erfðaefni til framræktunar. Baldur segir að það sé raunhæfasta leiðin til að auka innlenda framleiðslu. Málið hafi gengið mjög hægt, en í vor sé fyrirhuguð breyting á lögum um innflutning dýra þannig að hægt verði að flytja inn sæði og fósturvísa.Hakk„Það er raunhæfasta leiðin til að auka innlenda framleiðslu. Markaðurinn er til staðar, eftirspurnin og aðstæðurnar eru til staðar. Við eigum fullt af graslendi sem við getum hætt að beita hrossum á og beitt holdanautum á í staðinn. Þarna liggja heilmikil tækifæri til að auka innlenda búvöruframleiðslu með hagkvæmum hætti. En þetta hefur tekið langan tíma. Við ræddum fyrst við Jón Bjarnason þegar hann var landbúnaðarráðherra árið 2009.“ Fáist leyfið verður í fyrsta lagi hægt að slátra gripum af innflutta erfðaefninu eftir tvö og hálft ár. Staðan á nautakjötsmarkaðnum er sú að innflutt nautakjöt nemur nú 25 til 30 prósentum af öllu kjöti sem selt er á Íslandi. Tollar af innflutningnum hafa skilað umtalsverðum fjármunum í ríkiskassann, eða 1.314.654.813 krónum á árinu 2014. Árið 2013 námu tollarnir 680 milljónum króna og því hefur aukinn kjötinnflutningur skilað ríkissjóði 634 milljónum króna meira í ríkissjóð.Uppfært klukkan 16:18Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að Baldur Helgi segði hátt mjólkurverð skýra aukinn innflutning á nautakjöti. Hið rétta er að hann sagði aukna eftirspurn eftir mjólkurvörum hluta skýringar á innflutningsaukningunni. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira
Yfir eitt þúsund tonn af nautakjöti, eða 1.047, voru flutt til landsins árið 2014. Það er gríðarleg aukning frá árinu 2013 þegar flutt voru inn 266 tonn. Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segir aukninguna fyrst og fremst skýrast af fjölgun ferðamanna og mikilli eftirspurn eftir mjólkurafurðum. „Í fyrsta lagi er markaður fyrir nautakjöt að stækka, það er greinilegt. Við rekjum það meðal annars til þess að ferðamannafjölgunin hefur meiri áhrif á neyslu nauta- en lambakjöts, það sjáum við mjög skýrt.Baldur Helgi Benjamínsson.Þá má nefna framleiðslu innanlands, en hún er tvenns konar. Annars vegar snardró úr framboði á kúm til slátrunar árið 2014 vegna þess að eftirspurn eftir mjólkurafurðum hefur verið gríðarlega mikil. Það leiddi til þess að menn fresta því að slátra kúm.“ Baldur segir að fjöldi kúa til slátrunar hafi dregist saman um 20 prósent á árinu 2014. Að auki hafi verið samdráttur í nautum til slátrunar um tíu prósent. „Þegar eftirspurn jókst eftir nautakjöti fóru menn að slátra gripunum miklu fyrr. Menn fóru aðeins fram úr sér og slátruðu hraðar en þeir bættu við nýjum kálfum. Stofninn hefur því minnkað aðeins, en bændur eru að bregðast við aukningunni.“ Holdanautabændur, sem aðeins halda gripi til kjötframleiðslu, hafa beitt sér fyrir því undanfarin ár að fá að flytja inn erfðaefni til framræktunar. Baldur segir að það sé raunhæfasta leiðin til að auka innlenda framleiðslu. Málið hafi gengið mjög hægt, en í vor sé fyrirhuguð breyting á lögum um innflutning dýra þannig að hægt verði að flytja inn sæði og fósturvísa.Hakk„Það er raunhæfasta leiðin til að auka innlenda framleiðslu. Markaðurinn er til staðar, eftirspurnin og aðstæðurnar eru til staðar. Við eigum fullt af graslendi sem við getum hætt að beita hrossum á og beitt holdanautum á í staðinn. Þarna liggja heilmikil tækifæri til að auka innlenda búvöruframleiðslu með hagkvæmum hætti. En þetta hefur tekið langan tíma. Við ræddum fyrst við Jón Bjarnason þegar hann var landbúnaðarráðherra árið 2009.“ Fáist leyfið verður í fyrsta lagi hægt að slátra gripum af innflutta erfðaefninu eftir tvö og hálft ár. Staðan á nautakjötsmarkaðnum er sú að innflutt nautakjöt nemur nú 25 til 30 prósentum af öllu kjöti sem selt er á Íslandi. Tollar af innflutningnum hafa skilað umtalsverðum fjármunum í ríkiskassann, eða 1.314.654.813 krónum á árinu 2014. Árið 2013 námu tollarnir 680 milljónum króna og því hefur aukinn kjötinnflutningur skilað ríkissjóði 634 milljónum króna meira í ríkissjóð.Uppfært klukkan 16:18Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að Baldur Helgi segði hátt mjólkurverð skýra aukinn innflutning á nautakjöti. Hið rétta er að hann sagði aukna eftirspurn eftir mjólkurvörum hluta skýringar á innflutningsaukningunni.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira