Um fjórðungur af nautakjöti innfluttur kolbeinn óttarsson proppé skrifar 13. febrúar 2015 10:45 Innflutningur á nautakjöti fjórfaldaðist á milli árannna 2013 og 2014. Bændur hafa óskað eftir leyfi til að flytja inn sæði og fósturvísa til framræktunar og vonast til að lögum verði breytt í vor. fréttablaðið/stefán Yfir eitt þúsund tonn af nautakjöti, eða 1.047, voru flutt til landsins árið 2014. Það er gríðarleg aukning frá árinu 2013 þegar flutt voru inn 266 tonn. Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segir aukninguna fyrst og fremst skýrast af fjölgun ferðamanna og mikilli eftirspurn eftir mjólkurafurðum. „Í fyrsta lagi er markaður fyrir nautakjöt að stækka, það er greinilegt. Við rekjum það meðal annars til þess að ferðamannafjölgunin hefur meiri áhrif á neyslu nauta- en lambakjöts, það sjáum við mjög skýrt.Baldur Helgi Benjamínsson.Þá má nefna framleiðslu innanlands, en hún er tvenns konar. Annars vegar snardró úr framboði á kúm til slátrunar árið 2014 vegna þess að eftirspurn eftir mjólkurafurðum hefur verið gríðarlega mikil. Það leiddi til þess að menn fresta því að slátra kúm.“ Baldur segir að fjöldi kúa til slátrunar hafi dregist saman um 20 prósent á árinu 2014. Að auki hafi verið samdráttur í nautum til slátrunar um tíu prósent. „Þegar eftirspurn jókst eftir nautakjöti fóru menn að slátra gripunum miklu fyrr. Menn fóru aðeins fram úr sér og slátruðu hraðar en þeir bættu við nýjum kálfum. Stofninn hefur því minnkað aðeins, en bændur eru að bregðast við aukningunni.“ Holdanautabændur, sem aðeins halda gripi til kjötframleiðslu, hafa beitt sér fyrir því undanfarin ár að fá að flytja inn erfðaefni til framræktunar. Baldur segir að það sé raunhæfasta leiðin til að auka innlenda framleiðslu. Málið hafi gengið mjög hægt, en í vor sé fyrirhuguð breyting á lögum um innflutning dýra þannig að hægt verði að flytja inn sæði og fósturvísa.Hakk„Það er raunhæfasta leiðin til að auka innlenda framleiðslu. Markaðurinn er til staðar, eftirspurnin og aðstæðurnar eru til staðar. Við eigum fullt af graslendi sem við getum hætt að beita hrossum á og beitt holdanautum á í staðinn. Þarna liggja heilmikil tækifæri til að auka innlenda búvöruframleiðslu með hagkvæmum hætti. En þetta hefur tekið langan tíma. Við ræddum fyrst við Jón Bjarnason þegar hann var landbúnaðarráðherra árið 2009.“ Fáist leyfið verður í fyrsta lagi hægt að slátra gripum af innflutta erfðaefninu eftir tvö og hálft ár. Staðan á nautakjötsmarkaðnum er sú að innflutt nautakjöt nemur nú 25 til 30 prósentum af öllu kjöti sem selt er á Íslandi. Tollar af innflutningnum hafa skilað umtalsverðum fjármunum í ríkiskassann, eða 1.314.654.813 krónum á árinu 2014. Árið 2013 námu tollarnir 680 milljónum króna og því hefur aukinn kjötinnflutningur skilað ríkissjóði 634 milljónum króna meira í ríkissjóð.Uppfært klukkan 16:18Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að Baldur Helgi segði hátt mjólkurverð skýra aukinn innflutning á nautakjöti. Hið rétta er að hann sagði aukna eftirspurn eftir mjólkurvörum hluta skýringar á innflutningsaukningunni. Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Sjá meira
Yfir eitt þúsund tonn af nautakjöti, eða 1.047, voru flutt til landsins árið 2014. Það er gríðarleg aukning frá árinu 2013 þegar flutt voru inn 266 tonn. Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segir aukninguna fyrst og fremst skýrast af fjölgun ferðamanna og mikilli eftirspurn eftir mjólkurafurðum. „Í fyrsta lagi er markaður fyrir nautakjöt að stækka, það er greinilegt. Við rekjum það meðal annars til þess að ferðamannafjölgunin hefur meiri áhrif á neyslu nauta- en lambakjöts, það sjáum við mjög skýrt.Baldur Helgi Benjamínsson.Þá má nefna framleiðslu innanlands, en hún er tvenns konar. Annars vegar snardró úr framboði á kúm til slátrunar árið 2014 vegna þess að eftirspurn eftir mjólkurafurðum hefur verið gríðarlega mikil. Það leiddi til þess að menn fresta því að slátra kúm.“ Baldur segir að fjöldi kúa til slátrunar hafi dregist saman um 20 prósent á árinu 2014. Að auki hafi verið samdráttur í nautum til slátrunar um tíu prósent. „Þegar eftirspurn jókst eftir nautakjöti fóru menn að slátra gripunum miklu fyrr. Menn fóru aðeins fram úr sér og slátruðu hraðar en þeir bættu við nýjum kálfum. Stofninn hefur því minnkað aðeins, en bændur eru að bregðast við aukningunni.“ Holdanautabændur, sem aðeins halda gripi til kjötframleiðslu, hafa beitt sér fyrir því undanfarin ár að fá að flytja inn erfðaefni til framræktunar. Baldur segir að það sé raunhæfasta leiðin til að auka innlenda framleiðslu. Málið hafi gengið mjög hægt, en í vor sé fyrirhuguð breyting á lögum um innflutning dýra þannig að hægt verði að flytja inn sæði og fósturvísa.Hakk„Það er raunhæfasta leiðin til að auka innlenda framleiðslu. Markaðurinn er til staðar, eftirspurnin og aðstæðurnar eru til staðar. Við eigum fullt af graslendi sem við getum hætt að beita hrossum á og beitt holdanautum á í staðinn. Þarna liggja heilmikil tækifæri til að auka innlenda búvöruframleiðslu með hagkvæmum hætti. En þetta hefur tekið langan tíma. Við ræddum fyrst við Jón Bjarnason þegar hann var landbúnaðarráðherra árið 2009.“ Fáist leyfið verður í fyrsta lagi hægt að slátra gripum af innflutta erfðaefninu eftir tvö og hálft ár. Staðan á nautakjötsmarkaðnum er sú að innflutt nautakjöt nemur nú 25 til 30 prósentum af öllu kjöti sem selt er á Íslandi. Tollar af innflutningnum hafa skilað umtalsverðum fjármunum í ríkiskassann, eða 1.314.654.813 krónum á árinu 2014. Árið 2013 námu tollarnir 680 milljónum króna og því hefur aukinn kjötinnflutningur skilað ríkissjóði 634 milljónum króna meira í ríkissjóð.Uppfært klukkan 16:18Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að Baldur Helgi segði hátt mjólkurverð skýra aukinn innflutning á nautakjöti. Hið rétta er að hann sagði aukna eftirspurn eftir mjólkurvörum hluta skýringar á innflutningsaukningunni.
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Fleiri fréttir Rútur skullu saman á Hellu Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Sjá meira