Segir rök hníga að því að Hæstiréttur hnekki BHM-dómi héraðsdóms Heimir Már Pétursson skrifar 6. ágúst 2015 19:30 Lögmaður Bandalags háskólamanna segir rök hníga að því að Hæstiréttur komist að annarri niðurstöðu en héraðsdómur um lögmæti laga á verkföll aðildarfélaga BHM. Hæstiréttur tekur málið fyrir í réttarhléi á mánudag sem bendir til að hann vilji kveða upp dóm áður en Gerðardómur gerir það tæpri viku síðar. Kjaradeilu BHM og ríkisins er langt í frá lokið þrátt fyrir lagasetningu í júni og að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi dæmt í júlí að lögin samræmdust stjórnarskrá. Nú er málið komið til Hæstaréttar þar sem það verður flutt á mánudag. Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður sem flytur málið fyrir BHM telur rök fyrir því að Hæstiréttur gæti komist að annarri niðurstöðu en Hérðasdómur Reykjavíkur. „BHM lítur svo á að niðurstaða héraðsdóms sé að ýmsu leyti ófullnægjandi og ekki sérlega vel rökstudd,“ segir Ástráður.Hæstiréttur fjallar um málið áður en að Gerðardómi kemur Til að mynda hafi héraðsdómur fallist á í júní að auk þeirra félaga innan BHM sem voru í verkfalli, mætti líka setja lög á félög sem ekki voru í verkfalli. Þetta sé í andstöðu við dóm Hæstaréttar frá árinu 2002 vegna kjaradeilu sjómanna. „Að auki er auðvitað tekist á um það hvort sá grundvöllur sem löggjafinn byggði á um meinta þörf á að stöðva verkföll yfirleitt hafi verið fullnægjandi. Hvort rökstuðningur löggjafans hafi verið fullnægjandi í því sambandi," segir Ástráður. Það vekur athygli að Hæstiréttur sem er í réttarhléi fram að mánaðamótum ákveður að taka BHM málið fyrir á mánudag, tæpri viku áður en gerðardómur á að kveða upp sinn dóm um hver skuli vera kjör félaga innan BHM. Það bendir því margt til að Hæstiréttur vilji að hans niðurstaða liggi fyrir áður en að gerðardómi kemur. Ástráður segir að ef BHM vinni málið í Hæstarétti fái stéttarfélögin samningsréttinn aftur. „Auðvitað er það svo að löggjafinn getur undir sumum kringumstæðum þurft að skerða slík mannréttindi og takmarka lýðfrelsið þegar brýna nauðsyn ber til. En við í þessu þjóðfélagi áskiljum okkur rétt til að láta á það reyna í einstökum tilfellum hvort löggjafinn hafi haft fullnægjandi forsendur til slíkrar skerðingar,“ segir Ástráður Haraldsson. Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar fá flýtimeðferð Hæstiréttur hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnað hafði kröfu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um flýtimeðferð í máli sem félagið hefst höfða á hendur íslenska ríkinu. 28. júlí 2015 15:03 Mál BHM þingfest í Hæstarétti í morgun Gera má ráð fyrir að málflutningur fyrir Hæstarétti fari fram í byrjun ágúst. 17. júlí 2015 11:52 Mál BHM gegn ríkinu tekið fyrir í Hæstarétti 10. ágúst BHM áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll þann 15. júlí síðastliðinn um að íslenska ríkinu hafi verið heimilt að setja lög á verkföll félagsins. 23. júlí 2015 11:23 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Lögmaður Bandalags háskólamanna segir rök hníga að því að Hæstiréttur komist að annarri niðurstöðu en héraðsdómur um lögmæti laga á verkföll aðildarfélaga BHM. Hæstiréttur tekur málið fyrir í réttarhléi á mánudag sem bendir til að hann vilji kveða upp dóm áður en Gerðardómur gerir það tæpri viku síðar. Kjaradeilu BHM og ríkisins er langt í frá lokið þrátt fyrir lagasetningu í júni og að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi dæmt í júlí að lögin samræmdust stjórnarskrá. Nú er málið komið til Hæstaréttar þar sem það verður flutt á mánudag. Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður sem flytur málið fyrir BHM telur rök fyrir því að Hæstiréttur gæti komist að annarri niðurstöðu en Hérðasdómur Reykjavíkur. „BHM lítur svo á að niðurstaða héraðsdóms sé að ýmsu leyti ófullnægjandi og ekki sérlega vel rökstudd,“ segir Ástráður.Hæstiréttur fjallar um málið áður en að Gerðardómi kemur Til að mynda hafi héraðsdómur fallist á í júní að auk þeirra félaga innan BHM sem voru í verkfalli, mætti líka setja lög á félög sem ekki voru í verkfalli. Þetta sé í andstöðu við dóm Hæstaréttar frá árinu 2002 vegna kjaradeilu sjómanna. „Að auki er auðvitað tekist á um það hvort sá grundvöllur sem löggjafinn byggði á um meinta þörf á að stöðva verkföll yfirleitt hafi verið fullnægjandi. Hvort rökstuðningur löggjafans hafi verið fullnægjandi í því sambandi," segir Ástráður. Það vekur athygli að Hæstiréttur sem er í réttarhléi fram að mánaðamótum ákveður að taka BHM málið fyrir á mánudag, tæpri viku áður en gerðardómur á að kveða upp sinn dóm um hver skuli vera kjör félaga innan BHM. Það bendir því margt til að Hæstiréttur vilji að hans niðurstaða liggi fyrir áður en að gerðardómi kemur. Ástráður segir að ef BHM vinni málið í Hæstarétti fái stéttarfélögin samningsréttinn aftur. „Auðvitað er það svo að löggjafinn getur undir sumum kringumstæðum þurft að skerða slík mannréttindi og takmarka lýðfrelsið þegar brýna nauðsyn ber til. En við í þessu þjóðfélagi áskiljum okkur rétt til að láta á það reyna í einstökum tilfellum hvort löggjafinn hafi haft fullnægjandi forsendur til slíkrar skerðingar,“ segir Ástráður Haraldsson.
Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar fá flýtimeðferð Hæstiréttur hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnað hafði kröfu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um flýtimeðferð í máli sem félagið hefst höfða á hendur íslenska ríkinu. 28. júlí 2015 15:03 Mál BHM þingfest í Hæstarétti í morgun Gera má ráð fyrir að málflutningur fyrir Hæstarétti fari fram í byrjun ágúst. 17. júlí 2015 11:52 Mál BHM gegn ríkinu tekið fyrir í Hæstarétti 10. ágúst BHM áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll þann 15. júlí síðastliðinn um að íslenska ríkinu hafi verið heimilt að setja lög á verkföll félagsins. 23. júlí 2015 11:23 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar fá flýtimeðferð Hæstiréttur hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnað hafði kröfu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um flýtimeðferð í máli sem félagið hefst höfða á hendur íslenska ríkinu. 28. júlí 2015 15:03
Mál BHM þingfest í Hæstarétti í morgun Gera má ráð fyrir að málflutningur fyrir Hæstarétti fari fram í byrjun ágúst. 17. júlí 2015 11:52
Mál BHM gegn ríkinu tekið fyrir í Hæstarétti 10. ágúst BHM áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll þann 15. júlí síðastliðinn um að íslenska ríkinu hafi verið heimilt að setja lög á verkföll félagsins. 23. júlí 2015 11:23