Hrafnhildur Lúthersdóttir sat eftir í undanúrslitum í 200 metra bringusundi á HM í 50 metra laug í Kazan í Rússlandi eftir sérstakt aukasund á móti kínversku sundkonunni Jinglin Shi.
Jinglin Shi synti á 2:23.75 mínútum en Hrafnhildur kom í mark á 2:25.11 mínútum. Jinglin Shi fær því að taka þátt í úrslitasundinu á morgun.
Hrafnhildur byrjaði vel og var með forystu eftir bæði 50 og 100 metra en gaf síðan mikið eftir í lokin þar sem sú kínverska var mun sterkari.
Þetta var þriðja sinn sem Hrafnhildur syndir 200 metra bringusund í dag og það var ekkert eftir á tankinum í lokin.
Hrafnhildur var þegar búin að bæta Íslandsmetið tvisvar sinnum í dag en þrátt fyrir frábæran árangur er vissulega svekkjandi að hún missti af sínu öðru úrslitasundi á mótinu.
Þær Hrafnhildur og Jinglin Shi urðu nákvæmlega jafnar í áttunda sæti í undanúrslitunum en aðeins átta sundkonur fá að taka þátt í úrslitasundinu á morgun.
Hrafnhildur Lúthersdóttir endaði í sjötta sæti í 100 metra bringusundi sem er besti árangur íslenskrar sundkonu á HM í 50 metra laug.
Hún endar í níunda sæti í 200 metra bringusundi og er þetta í fyrsta sinn sem íslensk sundkona kemst inn á topp tíu í tveimur sundum á heimsmeistaramóti í 50 metra laug.
Hrafnhildur tapaði aukasundinu og komst ekki í úrslit
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann
Íslenski boltinn

„Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“
Körfubolti


Valur í kjörstöðu gegn ÍR
Handbolti

Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni
Íslenski boltinn

Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi
Íslenski boltinn
