Jeremy Scott kærður aftur fyrir hugmyndastuld Ritstjórn skrifar 6. ágúst 2015 12:00 Graffítílistamaðurinn Joseph Tierney, sem gengur undir listamannsnafninu Rime, ætlar að höfða mál gegn tískurisanum Moschino og yfirhönnuði merkisins Jeremy Scott. Í ákærunni sakar hann Scott um að hafa stolið einu veggverka sinna og meðal annars sett á kjól í haust og vetrarlínu Moschino 2015. Söngkonan Katy Perry klæddist kjólnum umrædda á Met Gala hátíðinni í New York fyrr á árinu. Með henni var hönnuðurinn Jeremy Scott klæddur í jakkaföt með samskonar prenti, en þau mættu á hátíðina í bíl sem búið var að skreyta með myndinni líka. Á upprunalegu veggmyndinni er orðið „vandal“ (skemmdarvargur) og stór, ógnvekjandi augu sem Rime segir að sé óeðlilega líkt myndinni sem prentuð er á kjólinn. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem Scott er ákærður fyrir listaverkastuld, en árið 2013 kærði hjólabrettafyrirtækið Santa Cruz Scott fyrir að stela myndum frá þeim sem hann notaði á haust og vetrarlínu sína 2013. Scott hefur ekki sent frá sér tilkynningu vegna ákærunnar. Gigi Hadid í kjólnum á sýningunni og upprunalega myndin.Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - ekki gleyma að tryggja þér eintak!Komdu í hóp frábærra áskrifenda hér. Fylgstu með Glamour á Instagram og Facebook. Mest lesið Zayn Malik undir tískuáhrifum frá Sigmundi Davíð? Glamour Mariah Carey opinberar samband sitt við dansarann sinn Glamour Derhúfan er málið í dag Glamour Kate Moss og Naomi Campbell nýir ritstjórar hjá Vogue Glamour Óunnar sjálfsmyndir - #BreakYourSelfie Glamour Lífvirkni og hreinleiki Glamour Flatbotna skór og grófir saumar Glamour Blue Ivy sussaði á foreldra sína á Grammy Glamour Stjörnurnar og þakkargjörðarhátíðin á Instagram Glamour Þættir um morð Gianni Versace í bígerð Glamour
Graffítílistamaðurinn Joseph Tierney, sem gengur undir listamannsnafninu Rime, ætlar að höfða mál gegn tískurisanum Moschino og yfirhönnuði merkisins Jeremy Scott. Í ákærunni sakar hann Scott um að hafa stolið einu veggverka sinna og meðal annars sett á kjól í haust og vetrarlínu Moschino 2015. Söngkonan Katy Perry klæddist kjólnum umrædda á Met Gala hátíðinni í New York fyrr á árinu. Með henni var hönnuðurinn Jeremy Scott klæddur í jakkaföt með samskonar prenti, en þau mættu á hátíðina í bíl sem búið var að skreyta með myndinni líka. Á upprunalegu veggmyndinni er orðið „vandal“ (skemmdarvargur) og stór, ógnvekjandi augu sem Rime segir að sé óeðlilega líkt myndinni sem prentuð er á kjólinn. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem Scott er ákærður fyrir listaverkastuld, en árið 2013 kærði hjólabrettafyrirtækið Santa Cruz Scott fyrir að stela myndum frá þeim sem hann notaði á haust og vetrarlínu sína 2013. Scott hefur ekki sent frá sér tilkynningu vegna ákærunnar. Gigi Hadid í kjólnum á sýningunni og upprunalega myndin.Nýtt Glamour er komið í allar helstu verslanir - ekki gleyma að tryggja þér eintak!Komdu í hóp frábærra áskrifenda hér. Fylgstu með Glamour á Instagram og Facebook.
Mest lesið Zayn Malik undir tískuáhrifum frá Sigmundi Davíð? Glamour Mariah Carey opinberar samband sitt við dansarann sinn Glamour Derhúfan er málið í dag Glamour Kate Moss og Naomi Campbell nýir ritstjórar hjá Vogue Glamour Óunnar sjálfsmyndir - #BreakYourSelfie Glamour Lífvirkni og hreinleiki Glamour Flatbotna skór og grófir saumar Glamour Blue Ivy sussaði á foreldra sína á Grammy Glamour Stjörnurnar og þakkargjörðarhátíðin á Instagram Glamour Þættir um morð Gianni Versace í bígerð Glamour