Tolli vill leggja Þjóðhátíð af Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. ágúst 2015 09:30 Tolli Morthens leggur orð í belg þegar kemur að umræðu um nauðganir á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Vísir/ Tolli Morthens, listmálari, segir gleði þeirra þúsunda sem skemmta sér á Þjóðhátíð of dýru verði keypt „ef nauðganir eru orðnar eins sjálfsagður staðalbúnaður þessarar hátíðar og Brekkusöngur.” Þetta skrifar hann á Facebook síðu sína í dag. Hann telur það fullreynt að halda Þjóðhátíð í Eyjum. „Það verður að stöðva þennan ófögnuð.“ Tolli segir nauðganir ganga morði næst. Gríðarlega athygli vakti bréf sem Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri, sendi undirmönnum sínum og undirmönnum annarra stofnana í Vestmannaeyjum þar sem hún beinir þeim tilmælum til þeirra sem meðhöndla kynferðisbrot sem kunna að koma upp að þau tjái sig ekki um málin við fjölmiðla. Þrjú kynferðisbrotamál komu upp á hátíðinni samkvæmt upplýsingum frá neyðarmóttöku sem staðfestar voru af lögreglunni í Vestmannaeyjum í kjölfarið.Elliði hafði það gott í brekkunni um helgina.Vísir„Vestmannaeyingar eru búnir að fá sín tækifæri við að gera þessa hátíð að fjölskylduhátíð sem er stöðugt þeirra markmið,“ skrifar Tolli. „Þegar það gengur ekki reyna þeir, það er yfirvaldið, að grípa til þöggunar og láta eins og ekkert sé að gerast vegna þess að gluggatjöldin eru dregin fyrir eins og er gert til að fela heimilisofbeldi. Það eru engar gardínur fyrir þessari hátíð.” Tolli spyr hvort það væri ráð að leggja hátíðina til hliðar í óákveðinn tíma á meðan „afneitunin rennur af fólki.“ Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, telur ummæli Tolla ekki svaraverð og spyr hvernig listmálari tengist umræðunni. „Finnst þér í alvöru ástæða til að bera þetta undir mig?“ spyr Elliði aðspurður um hvort sú umræða hafi komið upp að leggja hátíðina til hliðar vegna umræðunnar í þjóðfélaginu að undanförnu. „Um helgina voru sennilega framin kynferðisafbrot, þau eru meðal alvarlegustu glæpa sem er hægt að fremja gagnvart nokkrum aðila. Mér finnst svo ljótt að ganga svona fram eins og sumir gera og ætlast til þess að bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum tjái sig um orð listmálara um hvort leggja eigi niður Þjóðhátíð. Mér finnst þetta svo ljót umræða. Hugur minn hlýtur að vera hjá þessu fólki sem varð fyrir þessum ógeðslegu glæpum.” Hann segir bæinn taka kynferðisbrotum alvarlega. Elliði segist þekkja vel til nauðgunarglæpa, hann sé klínískur sálfræðingur, hafi áratuga reynslu af vinnu með fórnarlömbum nauðgana og þekki afleiðingar glæpsins. Hann bendir þó á að 75 prósent nauðgana á Íslandi fari fram í heimahúsi geranda. „Ég veit að af þeim sjö hundruð sem leituðu til Stígamóta á síðasta ári þá voru fjórar á útihátíð. Fjórar. Það voru helmingi fleiri nauðganir á opinberum stofnunum heldur en á útihátíðum.” Hann biður um að málin séu nálguð á þann hátt að hægt sé að takast á við þessa samfélagslegu vá sem nauðganir eru. „Ef hún tengdist bara útihátíðum eða tjaldstæðum þá væri þetta svo auðvelt viðfangsefni.“ Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætra sinna hafa gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Tolli Morthens, listmálari, segir gleði þeirra þúsunda sem skemmta sér á Þjóðhátíð of dýru verði keypt „ef nauðganir eru orðnar eins sjálfsagður staðalbúnaður þessarar hátíðar og Brekkusöngur.” Þetta skrifar hann á Facebook síðu sína í dag. Hann telur það fullreynt að halda Þjóðhátíð í Eyjum. „Það verður að stöðva þennan ófögnuð.“ Tolli segir nauðganir ganga morði næst. Gríðarlega athygli vakti bréf sem Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri, sendi undirmönnum sínum og undirmönnum annarra stofnana í Vestmannaeyjum þar sem hún beinir þeim tilmælum til þeirra sem meðhöndla kynferðisbrot sem kunna að koma upp að þau tjái sig ekki um málin við fjölmiðla. Þrjú kynferðisbrotamál komu upp á hátíðinni samkvæmt upplýsingum frá neyðarmóttöku sem staðfestar voru af lögreglunni í Vestmannaeyjum í kjölfarið.Elliði hafði það gott í brekkunni um helgina.Vísir„Vestmannaeyingar eru búnir að fá sín tækifæri við að gera þessa hátíð að fjölskylduhátíð sem er stöðugt þeirra markmið,“ skrifar Tolli. „Þegar það gengur ekki reyna þeir, það er yfirvaldið, að grípa til þöggunar og láta eins og ekkert sé að gerast vegna þess að gluggatjöldin eru dregin fyrir eins og er gert til að fela heimilisofbeldi. Það eru engar gardínur fyrir þessari hátíð.” Tolli spyr hvort það væri ráð að leggja hátíðina til hliðar í óákveðinn tíma á meðan „afneitunin rennur af fólki.“ Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, telur ummæli Tolla ekki svaraverð og spyr hvernig listmálari tengist umræðunni. „Finnst þér í alvöru ástæða til að bera þetta undir mig?“ spyr Elliði aðspurður um hvort sú umræða hafi komið upp að leggja hátíðina til hliðar vegna umræðunnar í þjóðfélaginu að undanförnu. „Um helgina voru sennilega framin kynferðisafbrot, þau eru meðal alvarlegustu glæpa sem er hægt að fremja gagnvart nokkrum aðila. Mér finnst svo ljótt að ganga svona fram eins og sumir gera og ætlast til þess að bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum tjái sig um orð listmálara um hvort leggja eigi niður Þjóðhátíð. Mér finnst þetta svo ljót umræða. Hugur minn hlýtur að vera hjá þessu fólki sem varð fyrir þessum ógeðslegu glæpum.” Hann segir bæinn taka kynferðisbrotum alvarlega. Elliði segist þekkja vel til nauðgunarglæpa, hann sé klínískur sálfræðingur, hafi áratuga reynslu af vinnu með fórnarlömbum nauðgana og þekki afleiðingar glæpsins. Hann bendir þó á að 75 prósent nauðgana á Íslandi fari fram í heimahúsi geranda. „Ég veit að af þeim sjö hundruð sem leituðu til Stígamóta á síðasta ári þá voru fjórar á útihátíð. Fjórar. Það voru helmingi fleiri nauðganir á opinberum stofnunum heldur en á útihátíðum.” Hann biður um að málin séu nálguð á þann hátt að hægt sé að takast á við þessa samfélagslegu vá sem nauðganir eru. „Ef hún tengdist bara útihátíðum eða tjaldstæðum þá væri þetta svo auðvelt viðfangsefni.“
Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætra sinna hafa gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“