Ákvæði í samningnum sem tryggja að Íranar svindli ekki Guðsteinn Bjarnarsson skrifar 6. ágúst 2015 07:00 Bandaríkjaforseti segir Bandaríkjaþing nú þurfa að taka mikilvægustu ákvörðun sína í utanríkismálum frá því ákveðið var að ráðast inn í Írak. nordicphotos/AFP „Við skulum ekkert vera neitt að tipla í kringum þetta,“ sagði Barack Obama í gær: „Valkosturinn sem við stöndum frammi fyrir er á endanum milli viðræðna eða einhvers konar stríðs. Kannski ekki á morgun, kannski ekki eftir þrjá mánuði, en fljótlega.“ Hann sagði þetta í ræðu, sem hann flutti í háskóla í Washington, þar sem hann varði kjarnorkusamninginn við Íran og hvatti bandaríska þingið til þess að samþykkja hann. Hann vísaði til Íraksstríðsins, sem Bandaríkjamenn hafi anað út í og þurfi nú að kljást við afleiðingar þess. Nú séu þeir sömu, sem hvöttu til Írakstríðsins, að berjast gegn kjarnorkusamningnum við Íran. Röksemdir þeirra standist samt ekki nú frekar en þá. Harðasti andstæðingur samningsins er Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. Hann hefur hvatt gyðinga á Bandaríkjaþingi til þess að greiða atkvæði gegn frumvarpinu: „Nú er tíminn til að standa upp og gera grein fyrir sér: Sýnið þessum hættulega samningi andstöðu,“ sagði hann í ávarpi á þriðjudag. Steve Israel, sem er áhrifamesti gyðingurinn í röðum demókrata á Bandaríkjaþingi, brást skjótt við og sagðist ekki ætla að greiða atkvæði með frumvarpinu. Nokkrir aðrir áhrifamiklir gyðingar á þingi hafa hins vegar sagst styðja samninginn. Reuters-fréttastofan skýrði í gær frá því að Wendy Sherman, aðalsamningamaður Bandaríkjanna gagnvart Íran, hefði sagt að Bandaríkjastjórn væri reiðubúin til þess að veita Ísrael frekari aðstoð í öryggismálum, vildi Netanjahú það. Obama sagði í ræðu sinni vel skiljanlegt að Ísraelsstjórn hefði miklar efasemdir um samninga við Íran, enda væru þar innanborðs ráðamenn sem bæði afneita helförinni og boða grímulaust gyðingahatur. Í samningnum væru hins vegar ákvæði, sem tryggðu að Íranar gætu ekki gengið á bak orða sinna: „Ef Íranar svindla, þá mun komast upp um þá,“ sagði Obama. Samningurinn var gerður í júlí síðastliðnum og verður borinn undir atkvæðagreiðslu á Bandaríkjaþingi í lok september. Samkvæmt samningnum draga Íranar verulega úr umfangi kjarnorkuáætlunar sinnar og gera alþjóðlegum eftirlitsmönnum kleift að fylgjast grannt með þróun mála þar, en í staðinn verður refsiaðgerðum gegn Íran aflétt. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
„Við skulum ekkert vera neitt að tipla í kringum þetta,“ sagði Barack Obama í gær: „Valkosturinn sem við stöndum frammi fyrir er á endanum milli viðræðna eða einhvers konar stríðs. Kannski ekki á morgun, kannski ekki eftir þrjá mánuði, en fljótlega.“ Hann sagði þetta í ræðu, sem hann flutti í háskóla í Washington, þar sem hann varði kjarnorkusamninginn við Íran og hvatti bandaríska þingið til þess að samþykkja hann. Hann vísaði til Íraksstríðsins, sem Bandaríkjamenn hafi anað út í og þurfi nú að kljást við afleiðingar þess. Nú séu þeir sömu, sem hvöttu til Írakstríðsins, að berjast gegn kjarnorkusamningnum við Íran. Röksemdir þeirra standist samt ekki nú frekar en þá. Harðasti andstæðingur samningsins er Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. Hann hefur hvatt gyðinga á Bandaríkjaþingi til þess að greiða atkvæði gegn frumvarpinu: „Nú er tíminn til að standa upp og gera grein fyrir sér: Sýnið þessum hættulega samningi andstöðu,“ sagði hann í ávarpi á þriðjudag. Steve Israel, sem er áhrifamesti gyðingurinn í röðum demókrata á Bandaríkjaþingi, brást skjótt við og sagðist ekki ætla að greiða atkvæði með frumvarpinu. Nokkrir aðrir áhrifamiklir gyðingar á þingi hafa hins vegar sagst styðja samninginn. Reuters-fréttastofan skýrði í gær frá því að Wendy Sherman, aðalsamningamaður Bandaríkjanna gagnvart Íran, hefði sagt að Bandaríkjastjórn væri reiðubúin til þess að veita Ísrael frekari aðstoð í öryggismálum, vildi Netanjahú það. Obama sagði í ræðu sinni vel skiljanlegt að Ísraelsstjórn hefði miklar efasemdir um samninga við Íran, enda væru þar innanborðs ráðamenn sem bæði afneita helförinni og boða grímulaust gyðingahatur. Í samningnum væru hins vegar ákvæði, sem tryggðu að Íranar gætu ekki gengið á bak orða sinna: „Ef Íranar svindla, þá mun komast upp um þá,“ sagði Obama. Samningurinn var gerður í júlí síðastliðnum og verður borinn undir atkvæðagreiðslu á Bandaríkjaþingi í lok september. Samkvæmt samningnum draga Íranar verulega úr umfangi kjarnorkuáætlunar sinnar og gera alþjóðlegum eftirlitsmönnum kleift að fylgjast grannt með þróun mála þar, en í staðinn verður refsiaðgerðum gegn Íran aflétt.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira