Ákvæði í samningnum sem tryggja að Íranar svindli ekki Guðsteinn Bjarnarsson skrifar 6. ágúst 2015 07:00 Bandaríkjaforseti segir Bandaríkjaþing nú þurfa að taka mikilvægustu ákvörðun sína í utanríkismálum frá því ákveðið var að ráðast inn í Írak. nordicphotos/AFP „Við skulum ekkert vera neitt að tipla í kringum þetta,“ sagði Barack Obama í gær: „Valkosturinn sem við stöndum frammi fyrir er á endanum milli viðræðna eða einhvers konar stríðs. Kannski ekki á morgun, kannski ekki eftir þrjá mánuði, en fljótlega.“ Hann sagði þetta í ræðu, sem hann flutti í háskóla í Washington, þar sem hann varði kjarnorkusamninginn við Íran og hvatti bandaríska þingið til þess að samþykkja hann. Hann vísaði til Íraksstríðsins, sem Bandaríkjamenn hafi anað út í og þurfi nú að kljást við afleiðingar þess. Nú séu þeir sömu, sem hvöttu til Írakstríðsins, að berjast gegn kjarnorkusamningnum við Íran. Röksemdir þeirra standist samt ekki nú frekar en þá. Harðasti andstæðingur samningsins er Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. Hann hefur hvatt gyðinga á Bandaríkjaþingi til þess að greiða atkvæði gegn frumvarpinu: „Nú er tíminn til að standa upp og gera grein fyrir sér: Sýnið þessum hættulega samningi andstöðu,“ sagði hann í ávarpi á þriðjudag. Steve Israel, sem er áhrifamesti gyðingurinn í röðum demókrata á Bandaríkjaþingi, brást skjótt við og sagðist ekki ætla að greiða atkvæði með frumvarpinu. Nokkrir aðrir áhrifamiklir gyðingar á þingi hafa hins vegar sagst styðja samninginn. Reuters-fréttastofan skýrði í gær frá því að Wendy Sherman, aðalsamningamaður Bandaríkjanna gagnvart Íran, hefði sagt að Bandaríkjastjórn væri reiðubúin til þess að veita Ísrael frekari aðstoð í öryggismálum, vildi Netanjahú það. Obama sagði í ræðu sinni vel skiljanlegt að Ísraelsstjórn hefði miklar efasemdir um samninga við Íran, enda væru þar innanborðs ráðamenn sem bæði afneita helförinni og boða grímulaust gyðingahatur. Í samningnum væru hins vegar ákvæði, sem tryggðu að Íranar gætu ekki gengið á bak orða sinna: „Ef Íranar svindla, þá mun komast upp um þá,“ sagði Obama. Samningurinn var gerður í júlí síðastliðnum og verður borinn undir atkvæðagreiðslu á Bandaríkjaþingi í lok september. Samkvæmt samningnum draga Íranar verulega úr umfangi kjarnorkuáætlunar sinnar og gera alþjóðlegum eftirlitsmönnum kleift að fylgjast grannt með þróun mála þar, en í staðinn verður refsiaðgerðum gegn Íran aflétt. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
„Við skulum ekkert vera neitt að tipla í kringum þetta,“ sagði Barack Obama í gær: „Valkosturinn sem við stöndum frammi fyrir er á endanum milli viðræðna eða einhvers konar stríðs. Kannski ekki á morgun, kannski ekki eftir þrjá mánuði, en fljótlega.“ Hann sagði þetta í ræðu, sem hann flutti í háskóla í Washington, þar sem hann varði kjarnorkusamninginn við Íran og hvatti bandaríska þingið til þess að samþykkja hann. Hann vísaði til Íraksstríðsins, sem Bandaríkjamenn hafi anað út í og þurfi nú að kljást við afleiðingar þess. Nú séu þeir sömu, sem hvöttu til Írakstríðsins, að berjast gegn kjarnorkusamningnum við Íran. Röksemdir þeirra standist samt ekki nú frekar en þá. Harðasti andstæðingur samningsins er Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. Hann hefur hvatt gyðinga á Bandaríkjaþingi til þess að greiða atkvæði gegn frumvarpinu: „Nú er tíminn til að standa upp og gera grein fyrir sér: Sýnið þessum hættulega samningi andstöðu,“ sagði hann í ávarpi á þriðjudag. Steve Israel, sem er áhrifamesti gyðingurinn í röðum demókrata á Bandaríkjaþingi, brást skjótt við og sagðist ekki ætla að greiða atkvæði með frumvarpinu. Nokkrir aðrir áhrifamiklir gyðingar á þingi hafa hins vegar sagst styðja samninginn. Reuters-fréttastofan skýrði í gær frá því að Wendy Sherman, aðalsamningamaður Bandaríkjanna gagnvart Íran, hefði sagt að Bandaríkjastjórn væri reiðubúin til þess að veita Ísrael frekari aðstoð í öryggismálum, vildi Netanjahú það. Obama sagði í ræðu sinni vel skiljanlegt að Ísraelsstjórn hefði miklar efasemdir um samninga við Íran, enda væru þar innanborðs ráðamenn sem bæði afneita helförinni og boða grímulaust gyðingahatur. Í samningnum væru hins vegar ákvæði, sem tryggðu að Íranar gætu ekki gengið á bak orða sinna: „Ef Íranar svindla, þá mun komast upp um þá,“ sagði Obama. Samningurinn var gerður í júlí síðastliðnum og verður borinn undir atkvæðagreiðslu á Bandaríkjaþingi í lok september. Samkvæmt samningnum draga Íranar verulega úr umfangi kjarnorkuáætlunar sinnar og gera alþjóðlegum eftirlitsmönnum kleift að fylgjast grannt með þróun mála þar, en í staðinn verður refsiaðgerðum gegn Íran aflétt.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira