Innlent

Kvennasamtök skora á Amnesty

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Samtökin segja tillögu um að Amnesty líti svo á að vændi eigi að gefa frjálst ganga þvert gegn mannréttindabaráttu Amnesty.
Samtökin segja tillögu um að Amnesty líti svo á að vændi eigi að gefa frjálst ganga þvert gegn mannréttindabaráttu Amnesty. Nordicphotos/getty
Sjö kvennasamtök á Íslandi skora á Íslandsdeild Amnesty International að beita sér af alefli fyrir því að tillaga alþjóðahreyfingar Amnesty um að gefa vændi frjálst verði felld.

Samtökin sjö eru Stígamót, Kvennaathvarfið, Kvennaráðgjöf, Samtök kvenna af erlendum uppruna, Kvenfélagasamband Íslands, Kvenréttindafélagið og Femínistafélag Íslands.

Alþjóðahreyfing Amnesty mun funda í Dyflinni á Írlandi helgina 7. til 11. ágúst næstkomandi þar sem liggur fyrir tillaga um að Amnesty líti svo á að vændi eigi að gefa frjálst. Verður kaup, sala, milliganga um vændi og rekstur vændishúsa samkvæmt tillögunni látið óátalið.

Kvennasamtökin segja þessa tillögu ganga þvert á þá mannréttindabaráttu sem Amnesty er þekkt fyrir.

„Að okkar mati er vændi ekki atvinnugrein. Vændi er ofbeldi og frjáls sala á fólki samræmist ekki okkar skilgreiningu á mannréttindum. Þar að auki er nær ógjörningur að skilja á milli vændis og mansals,“ segir meðal annars í yfirlýsingu frá samtökunum sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×