Alma í stúdíóinu með Scott Storch Kjartan Atli Kjartansson skrifar 8. september 2015 08:30 Alma segir það frábært tækifæri að fá að vinna með Storch . Mynd/Alma Það er frábært tækifæri að fá að vinna með svona stórum pródúser og líka ákveðin pressa að sanna sig því hann er alla jafna að vinna með stærstu lagahöfundum og „artistum“ í heimi,“ segir Alma Guðmundsdóttir, einnig þekkt sem Alma Goodman, um hvernig það var að vinna með upptökustjóranum Scott Storch. Saman vinna þau að tónlist fyrir söngkonuna Brooke Adams, en Scott Storch er gríðarlega þekktur og virtur í heimi hiphop- og RnB-tónlistar. Undanfarið hefur Alma samið tónlist fyrir söngkonuna Brooke Adams. „Hún er virkilega hæfileikarík og það er búið að vera mjög gaman að vinna með henni. Eigandi plötufyrirtækisins sem hún er á samningi hjá, Anthony West, var í sambandi við Scott og hann hafði strax áhuga á verkefninu. Það var því ákveðið með eins dags fyrirvara að hann kæmi frá Miami til LA og þeir bókuðu Paramount-stúdíóið til að vinna í þrjá daga.“ Alma segir að hæfileikar Scotts Storch hafi strax komið í ljós, um leið og hann byrjaði að vinna með þeim Brooke. „Hann byrjaði á því að pródúsera lag sem ég var búin að semja með henni og það var gaman að heyra hvað hann tók það á næsta level, en Brooke er einmitt að fara að taka upp sitt fyrsta myndband við það lag eftir tvær vikur. Hann gerði svo „track“ við ballöðu sem ég samdi texta og laglínu við og bíð spennt eftir að heyra það lag fullklárað. Planið var að gera nokkurra laga EP en eftir þessar sessjónir var ákveðið að gera heila plötu.“ Þegar allir í stúdíóinu tóku sér hlé frá vinnu fengu þeir að heyra það nýjasta sem Scott Storch er að vinna að. „Hann spilaði fyrir okkur lögin sem hann er að fara að gefa út með Chris Brown, Mario og Rick Ross.“ Alma, sem áður var í hljómsveitunum The Charlies og Nylon, vinnur nú að mestu við lagasmíðar. Hún er búsett í Los Angeles en semur lög fyrir sveitir og listamenn um allan heim. „Í lok september kemur út lag sem ég samdi ásamt Jimmy Wong „Gladius“ fyrir stelpuband sem heitir Sweet California, en sveitin er með samning við Warner á Spáni. Ég er líka reglulega að semja lög fyrir norskan markað sem við Klara Ósk Elíasdóttir gerum mikið af í samstarfi. Við erum svo líka að vinna í hennar eigin tónlist. Mig langar líka að halda tengslum við íslenska tónlist og það var gaman að fá tækifæri til að semja með Öldu Dís og StopWaitGo um daginn fyrir plötuna hennar Öldu.“Scott Storch, upptökustjóri.Hver er Scott Storch? Upptökustjórinn og taktsmiðurinn Scott Storch varð þekkt nafn í hiphop-geiranum skömmu eftir aldamót. Hann var áður hljómborðsleikari hljómsveitarinnar The Roots. Hann varð fyrst þekktur fyrir að semja píanó-stefið í laginu Still D.R.E., sem margir þekkja. Hann samdi taktana í lögum á borð við Lean Back með Fat Joe, Let Me Love You með Mario og Candy Shop með 50 Cent. Hann samdi einnig lögin Naughty Boy, Naughty Girl og Me, Myself and I með Beyncé. Scott Storch flaug hátt á þeim árum sem honum gekk vel. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því að hann hafi keypt sér einkaþoti, 117 feta skútu og tuttug lúxusbíla. Einnig hefur verið fjallað ítarlega um kókaínfíkn upptökustjórans og greindi fréttastofa MTV frá því að hann hafi keypt tíu af þessum tuttugu lúxusbílum á meðan hann var í kókaínvímu. Storch hefur tvisvar lýst yfir gjaldþroti og nokkrum sinnum farið í meðferð vegna fíknar sinnar. Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Sjá meira
Það er frábært tækifæri að fá að vinna með svona stórum pródúser og líka ákveðin pressa að sanna sig því hann er alla jafna að vinna með stærstu lagahöfundum og „artistum“ í heimi,“ segir Alma Guðmundsdóttir, einnig þekkt sem Alma Goodman, um hvernig það var að vinna með upptökustjóranum Scott Storch. Saman vinna þau að tónlist fyrir söngkonuna Brooke Adams, en Scott Storch er gríðarlega þekktur og virtur í heimi hiphop- og RnB-tónlistar. Undanfarið hefur Alma samið tónlist fyrir söngkonuna Brooke Adams. „Hún er virkilega hæfileikarík og það er búið að vera mjög gaman að vinna með henni. Eigandi plötufyrirtækisins sem hún er á samningi hjá, Anthony West, var í sambandi við Scott og hann hafði strax áhuga á verkefninu. Það var því ákveðið með eins dags fyrirvara að hann kæmi frá Miami til LA og þeir bókuðu Paramount-stúdíóið til að vinna í þrjá daga.“ Alma segir að hæfileikar Scotts Storch hafi strax komið í ljós, um leið og hann byrjaði að vinna með þeim Brooke. „Hann byrjaði á því að pródúsera lag sem ég var búin að semja með henni og það var gaman að heyra hvað hann tók það á næsta level, en Brooke er einmitt að fara að taka upp sitt fyrsta myndband við það lag eftir tvær vikur. Hann gerði svo „track“ við ballöðu sem ég samdi texta og laglínu við og bíð spennt eftir að heyra það lag fullklárað. Planið var að gera nokkurra laga EP en eftir þessar sessjónir var ákveðið að gera heila plötu.“ Þegar allir í stúdíóinu tóku sér hlé frá vinnu fengu þeir að heyra það nýjasta sem Scott Storch er að vinna að. „Hann spilaði fyrir okkur lögin sem hann er að fara að gefa út með Chris Brown, Mario og Rick Ross.“ Alma, sem áður var í hljómsveitunum The Charlies og Nylon, vinnur nú að mestu við lagasmíðar. Hún er búsett í Los Angeles en semur lög fyrir sveitir og listamenn um allan heim. „Í lok september kemur út lag sem ég samdi ásamt Jimmy Wong „Gladius“ fyrir stelpuband sem heitir Sweet California, en sveitin er með samning við Warner á Spáni. Ég er líka reglulega að semja lög fyrir norskan markað sem við Klara Ósk Elíasdóttir gerum mikið af í samstarfi. Við erum svo líka að vinna í hennar eigin tónlist. Mig langar líka að halda tengslum við íslenska tónlist og það var gaman að fá tækifæri til að semja með Öldu Dís og StopWaitGo um daginn fyrir plötuna hennar Öldu.“Scott Storch, upptökustjóri.Hver er Scott Storch? Upptökustjórinn og taktsmiðurinn Scott Storch varð þekkt nafn í hiphop-geiranum skömmu eftir aldamót. Hann var áður hljómborðsleikari hljómsveitarinnar The Roots. Hann varð fyrst þekktur fyrir að semja píanó-stefið í laginu Still D.R.E., sem margir þekkja. Hann samdi taktana í lögum á borð við Lean Back með Fat Joe, Let Me Love You með Mario og Candy Shop með 50 Cent. Hann samdi einnig lögin Naughty Boy, Naughty Girl og Me, Myself and I með Beyncé. Scott Storch flaug hátt á þeim árum sem honum gekk vel. Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því að hann hafi keypt sér einkaþoti, 117 feta skútu og tuttug lúxusbíla. Einnig hefur verið fjallað ítarlega um kókaínfíkn upptökustjórans og greindi fréttastofa MTV frá því að hann hafi keypt tíu af þessum tuttugu lúxusbílum á meðan hann var í kókaínvímu. Storch hefur tvisvar lýst yfir gjaldþroti og nokkrum sinnum farið í meðferð vegna fíknar sinnar.
Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Sjá meira