Haukur Helgi: Sárabót eftir tapið að fótboltaliðið vann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. september 2015 08:00 Haukur Helgi Pálsson í viðtali á æfingu Íslands. vísir/valli Haukur Helgi Pálsson og félagar í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta mæta Serbíu í þriðja leik liðsins á EM 2015 í Berlín klukkan 12.30 í dag. Eftir tvo nauma tapleiki gegn Þýskalandi og Ítalíu þar sem strákarnir lögðu allt undir fengu þeir frídag í gær til endurheimtar. „Ég er bara góður. Mér líður vel og hlakkar til á morgun [í dag],“ sagði Haukur Helgi við Vísi á æfingu liðsins í gær. Fjölnismaðurinn er einn af yngri mönnum liðsins en ungir skrokkar finna líka fyrir svona álagi. „Menn vilja meina að ég sé elsti, yngsti maðurinn í þessu liði,“ sagði Haukur Helgi og hló, en liðið fór í jóga á æfingu í gær. „Ég hef mjög gott af þessu jóga. Maður er svo ofvirkur fyrir að það er fínt að læra að slaka á. Þetta var mjög gott.“Haukur Helgi bregður á leik eftir jógað og breiðir yfir Martin Hermannsson.vísir/valliTöpum ekki aftur með 50 stigum Þessi öflugi kraftframherji er spenntur fyrir áskoruninni að mæta Serbum sem eru eitt besta lið mótsins. Svekkelsið í fyrstu leikjunum er gleymt og grafið. „Það er búið. Nú er kominn nýr dagur. Maður einbeitir sér bara að því að ná sér og svo fer maður að hugsa út í næsta leik,“ sagði Haukur Helgi. „Við gerum alltaf okkar besta og við eigum enn fullt á tanknum, sérstaklega eftir svona hvíldardag og jóga.“ Körfuboltalandsliðið horfði á karlalandsliðið í fótbolta tryggja sér farseðilinn á EM á sunnudagskvöldið. „Við horfðum á þetta saman. Til hamingju bara Ísland með þetta fótboltalið. Það er frábært sem við erum að gera. Ég er hrikalega stoltur af því að vera Íslendingur í dag,“ sagði Haukur Helgi, en áfangi fótboltaliðsins hjálpaði til við að lækna sárin. „Mér fannst við eiga að klára síðasta leik en svo fór ekki. Það var því sárabót að fótboltinn vann.“ Serbía er sem fyrr segir eitt allra besta lið mótsins og líklegt til að vinna EM. Síðast þegar Ísland mætti Serbíu fór ekki vel. „Þeir mæta væntanlega dýrvitlausir en mig hlakkar mikið til að spila við þá þar sem við höfum keppt á móti þeim áður. Það verður gaman að sjá hvar við stöndum gegn þeim núna. Síðast unnu þeir okkur með 50 stigum. Það er ekki að fara að gerast aftur,“ sagði Haukur Helgi Pálsson. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jakob: Aldrei verið í þessu hlutverki að koma inn á áður Stórskytta íslenska liðsins vanari því að vera byrjunarliðsmaður en koma inn með kraft af bekknum. 8. september 2015 09:00 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson og félagar í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta mæta Serbíu í þriðja leik liðsins á EM 2015 í Berlín klukkan 12.30 í dag. Eftir tvo nauma tapleiki gegn Þýskalandi og Ítalíu þar sem strákarnir lögðu allt undir fengu þeir frídag í gær til endurheimtar. „Ég er bara góður. Mér líður vel og hlakkar til á morgun [í dag],“ sagði Haukur Helgi við Vísi á æfingu liðsins í gær. Fjölnismaðurinn er einn af yngri mönnum liðsins en ungir skrokkar finna líka fyrir svona álagi. „Menn vilja meina að ég sé elsti, yngsti maðurinn í þessu liði,“ sagði Haukur Helgi og hló, en liðið fór í jóga á æfingu í gær. „Ég hef mjög gott af þessu jóga. Maður er svo ofvirkur fyrir að það er fínt að læra að slaka á. Þetta var mjög gott.“Haukur Helgi bregður á leik eftir jógað og breiðir yfir Martin Hermannsson.vísir/valliTöpum ekki aftur með 50 stigum Þessi öflugi kraftframherji er spenntur fyrir áskoruninni að mæta Serbum sem eru eitt besta lið mótsins. Svekkelsið í fyrstu leikjunum er gleymt og grafið. „Það er búið. Nú er kominn nýr dagur. Maður einbeitir sér bara að því að ná sér og svo fer maður að hugsa út í næsta leik,“ sagði Haukur Helgi. „Við gerum alltaf okkar besta og við eigum enn fullt á tanknum, sérstaklega eftir svona hvíldardag og jóga.“ Körfuboltalandsliðið horfði á karlalandsliðið í fótbolta tryggja sér farseðilinn á EM á sunnudagskvöldið. „Við horfðum á þetta saman. Til hamingju bara Ísland með þetta fótboltalið. Það er frábært sem við erum að gera. Ég er hrikalega stoltur af því að vera Íslendingur í dag,“ sagði Haukur Helgi, en áfangi fótboltaliðsins hjálpaði til við að lækna sárin. „Mér fannst við eiga að klára síðasta leik en svo fór ekki. Það var því sárabót að fótboltinn vann.“ Serbía er sem fyrr segir eitt allra besta lið mótsins og líklegt til að vinna EM. Síðast þegar Ísland mætti Serbíu fór ekki vel. „Þeir mæta væntanlega dýrvitlausir en mig hlakkar mikið til að spila við þá þar sem við höfum keppt á móti þeim áður. Það verður gaman að sjá hvar við stöndum gegn þeim núna. Síðast unnu þeir okkur með 50 stigum. Það er ekki að fara að gerast aftur,“ sagði Haukur Helgi Pálsson.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jakob: Aldrei verið í þessu hlutverki að koma inn á áður Stórskytta íslenska liðsins vanari því að vera byrjunarliðsmaður en koma inn með kraft af bekknum. 8. september 2015 09:00 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Jakob: Aldrei verið í þessu hlutverki að koma inn á áður Stórskytta íslenska liðsins vanari því að vera byrjunarliðsmaður en koma inn með kraft af bekknum. 8. september 2015 09:00
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik