Vilja að Landspítalinn taki afstöðu til mótmælahópsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. mars 2015 13:24 Bryndís Björnsdóttir var berbrjósta við Landspítalann í dag og mótmælahópurinn Lífsvernd bað fyrir eyddum fóstrum líkt og alla þriðjudaga. Vísir/Ernir Bryndís Björnsdóttir fækkaði fötum við Landspítalann í dag og afhenti Önnu Sigrúnu Baldursdóttur, aðstoðarmanni forstjóra spítalans, undirskriftalista sem tæplega 1200 manns rituðu nafn sitt á. Með listanum er spítalinn hvattur til að taka afstöðu til mótmælahópsins Lífsverndar sem alla þriðjudaga hittist fyrir utan kvennadeild Landspítalans og biður fyrir eyddum fóstrum. Bænahópurinn var á sínum stað við Kvennadeild spítalans í hádeginu í dag auk Bryndísar og þriggja annarra kvenna. „Þetta er góður dagur til að bera brjóstin. Sólin skín og það er vor í lofti,“ sagði Bryndís í samtali við blaðamann Vísis í hádeginu. Hún ákvað að grípa tækifærið og tengja afhendingu undirskriftalistans við brjóstabyltinguna svokölluðu.Hyggst ekki mæta fyrir framan spítalann á hverjum þriðjudegi „Mér fannst alveg tilefni til þess þar sem það var komin fram þessi birtingarmynd að konur voru að bera á sér brjóstin til að sýna að þær hefðu rétt yfir líkama sínum og lífi. Ég vildi því bara taka undir með því, nota tilefnið og afhenda undirskriftirnar.“ Bryndís vonast til þess að Landspítalinn taki afstöðu til mótmælahópsins. „Við sem skrifum undir þennan lista teljum að þessi mótmæli séu áreiti í garð kvenna því það eru um 1000 konur sem ganga um þessar dyr á hverju ári.“ Aðspurð hvort að Bryndís hyggist mæta á hverjum þriðjudegi fyrir framan Kvennadeildina ef undirskriftalistinn skilar ekki einhverju strax sagði hún: „Ég myndi telja að ég væri þá að ganga undir þeirra forsendur og myndi ekki telja það æskilegt, nei.“ Tengdar fréttir Hvetur fólk til að fækka fötum fyrir utan Landspítalann Afhentur verður undirskriftalisti með 1200 nöfnum þar sem Landspítalinn er hvattur til að taka afstöðu til mótmælahóps sem hittist alla þriðjudaga og biður fyrir eyddum fóstrum. 30. mars 2015 23:36 Biðja fyrir eyddum fóstrum við Kvennadeild Landspítalans „Við biðjum fyrir vernd fyrir ófædd börn og stöðvun á fóstureyðingum. Við biðjum fyrir hugarfarsbreytingu til fóstureyðinga því við trúum að ófædd börn séu líka manneskjur og þau eigi að fá möguleika á að lifa,“ 15. október 2014 09:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Bryndís Björnsdóttir fækkaði fötum við Landspítalann í dag og afhenti Önnu Sigrúnu Baldursdóttur, aðstoðarmanni forstjóra spítalans, undirskriftalista sem tæplega 1200 manns rituðu nafn sitt á. Með listanum er spítalinn hvattur til að taka afstöðu til mótmælahópsins Lífsverndar sem alla þriðjudaga hittist fyrir utan kvennadeild Landspítalans og biður fyrir eyddum fóstrum. Bænahópurinn var á sínum stað við Kvennadeild spítalans í hádeginu í dag auk Bryndísar og þriggja annarra kvenna. „Þetta er góður dagur til að bera brjóstin. Sólin skín og það er vor í lofti,“ sagði Bryndís í samtali við blaðamann Vísis í hádeginu. Hún ákvað að grípa tækifærið og tengja afhendingu undirskriftalistans við brjóstabyltinguna svokölluðu.Hyggst ekki mæta fyrir framan spítalann á hverjum þriðjudegi „Mér fannst alveg tilefni til þess þar sem það var komin fram þessi birtingarmynd að konur voru að bera á sér brjóstin til að sýna að þær hefðu rétt yfir líkama sínum og lífi. Ég vildi því bara taka undir með því, nota tilefnið og afhenda undirskriftirnar.“ Bryndís vonast til þess að Landspítalinn taki afstöðu til mótmælahópsins. „Við sem skrifum undir þennan lista teljum að þessi mótmæli séu áreiti í garð kvenna því það eru um 1000 konur sem ganga um þessar dyr á hverju ári.“ Aðspurð hvort að Bryndís hyggist mæta á hverjum þriðjudegi fyrir framan Kvennadeildina ef undirskriftalistinn skilar ekki einhverju strax sagði hún: „Ég myndi telja að ég væri þá að ganga undir þeirra forsendur og myndi ekki telja það æskilegt, nei.“
Tengdar fréttir Hvetur fólk til að fækka fötum fyrir utan Landspítalann Afhentur verður undirskriftalisti með 1200 nöfnum þar sem Landspítalinn er hvattur til að taka afstöðu til mótmælahóps sem hittist alla þriðjudaga og biður fyrir eyddum fóstrum. 30. mars 2015 23:36 Biðja fyrir eyddum fóstrum við Kvennadeild Landspítalans „Við biðjum fyrir vernd fyrir ófædd börn og stöðvun á fóstureyðingum. Við biðjum fyrir hugarfarsbreytingu til fóstureyðinga því við trúum að ófædd börn séu líka manneskjur og þau eigi að fá möguleika á að lifa,“ 15. október 2014 09:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Hvetur fólk til að fækka fötum fyrir utan Landspítalann Afhentur verður undirskriftalisti með 1200 nöfnum þar sem Landspítalinn er hvattur til að taka afstöðu til mótmælahóps sem hittist alla þriðjudaga og biður fyrir eyddum fóstrum. 30. mars 2015 23:36
Biðja fyrir eyddum fóstrum við Kvennadeild Landspítalans „Við biðjum fyrir vernd fyrir ófædd börn og stöðvun á fóstureyðingum. Við biðjum fyrir hugarfarsbreytingu til fóstureyðinga því við trúum að ófædd börn séu líka manneskjur og þau eigi að fá möguleika á að lifa,“ 15. október 2014 09:30