Erlent

Buhari með forskot á Jonathan forseta

Atli Ísleifsson skrifar
Muhammadu Buhari.
Muhammadu Buhari. Vísir/AFP
Fyrrum hershöfðinginn Muhammadu Buhari mælist með fleiri atkvæði en sitjandi forseti Goodluck Jonathan, nú þegar búið er að telja hluta atkvæða í nígerísku forsetakosningunum sem fram fóru um helgina.

Í frétt BBC er þó bent á að enn eigi eftir að greina frá niðurstöðum kosninganna í fjölmennum fylkjum á borð við Lagos og Rivers.

Buhari mælist með um tveggja milljón atkvæða forskot á Jonathan, þegar búið er að greina frá úrslitum í rúmlega helming fylkja landsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×