Tólf prósent barna óbólusett: „Þetta er bara fákunnátta“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. febrúar 2015 19:15 Barnalæknir sem upplifði mislingafaraldur hér á landi á áttunda áratugnum segir áhyggjuefni að allt að tólf prósent foreldra bólusetji ekki börn sín. Hann segir fákunnáttu foreldra um að kenna þar sem þeir þekki ekki sjúkdómana og áhrif þeirra. Í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi sem birt var í vikunni kom fram að allt að tólf prósent barna hér á landi eru ekki bólusett. Til að mynda er þátttaka í bólusetningu gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum hjá átján mánaða börnum í dag 90%. Guðmundur K. Jónmundsson, barnalæknir, segir þetta áhyggjuefni. Guðmundur tók til starfa á Landspítalnaum árið 1972 og starfaði þar í hátt í fjóra áratugi. Skömmu eftir að hann byrjaði á spítalanum kom upp mislingafaraldur hér á landi. Hann sá þá með eigin augum hvaða áhrif sjúkdómurinn getur haft. Hann segir að strax og fjöldi þeirra sem bólusetja er kominn niður fyrir 90% þá sé hætta á faraldri. Guðmundur segir mikið hafa breyst með aukinni bólusetningu. Tekist hafi að útrýma sjúkdómum sem læknar sáu áður oft hjá börnum. Til að mynda sé í dag verið að bólusetja fyrir bakteríu sem heitir haemophilus influenzae af gerð b. „ Við sáum alltaf nokkurum sinnum á ári mjög slæma barkakýlisbólgu eða barkalokubólgu sem að bara kæfir börnin á nokkrum klukkutímum ef þau komast ekki til læknis. Það þarf mjög færa svæfingalækna til þess að barkaþræða og ef það gengur ekki að barkaþræða þá þarf að skera hérna á barkann til þess að opna fyrir öndunarveginn. Það er ekki þægilegur sjúkdómur. Þetta er alveg horfið síðan hvað nítján hundruð og áttatíu og eitthvað sem að farið var að bólusetja við þessu, “ segir Guðmundur. Hann segist ekki skilja þá foreldra sem bólusetja ekki börnin sín. „ Ég held að það sé bara það að fólk hefur ekki séð þessa sjúkdóma og heldur að þetta sé bara ekki neitt neitt. Það þekkir þá ekki. Þetta er bara fákunnátta, ekkert annað,“ segir Guðmundur K. Jónmundsson barnalæknir. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Barnalæknir sem upplifði mislingafaraldur hér á landi á áttunda áratugnum segir áhyggjuefni að allt að tólf prósent foreldra bólusetji ekki börn sín. Hann segir fákunnáttu foreldra um að kenna þar sem þeir þekki ekki sjúkdómana og áhrif þeirra. Í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi sem birt var í vikunni kom fram að allt að tólf prósent barna hér á landi eru ekki bólusett. Til að mynda er þátttaka í bólusetningu gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum hjá átján mánaða börnum í dag 90%. Guðmundur K. Jónmundsson, barnalæknir, segir þetta áhyggjuefni. Guðmundur tók til starfa á Landspítalnaum árið 1972 og starfaði þar í hátt í fjóra áratugi. Skömmu eftir að hann byrjaði á spítalanum kom upp mislingafaraldur hér á landi. Hann sá þá með eigin augum hvaða áhrif sjúkdómurinn getur haft. Hann segir að strax og fjöldi þeirra sem bólusetja er kominn niður fyrir 90% þá sé hætta á faraldri. Guðmundur segir mikið hafa breyst með aukinni bólusetningu. Tekist hafi að útrýma sjúkdómum sem læknar sáu áður oft hjá börnum. Til að mynda sé í dag verið að bólusetja fyrir bakteríu sem heitir haemophilus influenzae af gerð b. „ Við sáum alltaf nokkurum sinnum á ári mjög slæma barkakýlisbólgu eða barkalokubólgu sem að bara kæfir börnin á nokkrum klukkutímum ef þau komast ekki til læknis. Það þarf mjög færa svæfingalækna til þess að barkaþræða og ef það gengur ekki að barkaþræða þá þarf að skera hérna á barkann til þess að opna fyrir öndunarveginn. Það er ekki þægilegur sjúkdómur. Þetta er alveg horfið síðan hvað nítján hundruð og áttatíu og eitthvað sem að farið var að bólusetja við þessu, “ segir Guðmundur. Hann segist ekki skilja þá foreldra sem bólusetja ekki börnin sín. „ Ég held að það sé bara það að fólk hefur ekki séð þessa sjúkdóma og heldur að þetta sé bara ekki neitt neitt. Það þekkir þá ekki. Þetta er bara fákunnátta, ekkert annað,“ segir Guðmundur K. Jónmundsson barnalæknir.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira