Svíar gætu verið í vondum málum á HM því þeirra besti maður, Kim Andersson, er meiddur.
Hann gat ekki spilað í átján mánuði vegna axlarmeiðsla en kom til baka í september árið 2014. Axlarmeiðslin tóku sig síðan upp í leik gegn Dönum á æfingarmóti fyrir HM.
Í leiknum gegn Egyptum í gær gaf öxlin sig síðan endanlega og Andersson varð þá að fara af velli.
„Þetta er ekki gott. Þegar ég tók skot í leiknum þá var eins og öxlin hefði dottið af mér. Ég varð dofinn í öxlinni og leið ekki vel," sagði Andersson eftir leikinn í gær.
Svíar ætla að reyna eins og þeir geta að koma Andersson í gang fyrir framhaldið.
„Ég vona svo innilega að ég geti spilað áfram. Við munum vinna í þessu en það er ómögulegt að segja til um hvernig þetta fer."
Andersson mun verða sprautaður í öxlina og er afar ólíklegt að hann spili með gegn Frökkum á morgun.
Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).
Óvissa um framhaldið hjá Andersson

Mest lesið






„Ég trúi þessu varla“
Sport

Gylfi orðinn Víkingur
Íslenski boltinn


Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val
Íslenski boltinn

Carragher kallaði Ferdinand trúð
Enski boltinn