Nýtt myndband úr leiknum Rerunners Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 23. janúar 2015 10:30 Oddur Snær Magnússon, Guðmundur Hallgrímsson og Ívar Emilsson Vísir „Við erum búnir að leggja mikla vinnu í að „animate-a“ allt í leiknum svo það er gaman að gefa út smá myndband sem sýnir það,“ segir Oddur Snær Magnússon forritari og einn af hönnuðum leikjarins Rerunners, sem er væntanlegur á næstu mánuðum. Hann hefur verið í vinnslu í eitt og hálft ár. „Leikurinn er í raun klassískur „platformleikur“ sem gengur út á að spila á móti öðrum og er ekki hægt að spila einn. Hann snýst um að kanna heiminn sem við höfum búið til svo þú komist lengra í leiknum og keppa í kapphlaupum í þessum heimi,“ segir Oddur. Hann ásamt Guðmundi Hallgrímssyni, betur þekktum sem fatahönnuðinum Munda Vonda, og Ívari Emilssyni eiga tölvuleikjafyrirtækið Klang sem hannar og framleiðir leikinn. Að auki eru þeir með teiknara, hljóð- og hreyfimenn og forritara í vinnu og eru þau alls átta sem koma að framleiðslu leikjarins. „Í hvert sinn sem þú spilar leikinn er það tekið upp og þú getur sent þína upptöku og áskorun til dæmis á vin þinn sem þú ert að spila á móti. Þá reynir vinur þinn að svara þinni upptöku,“ segir Oddur. Rerunners leikurinn kemur út fyrir iOS stýrikerfi til að byrja með og með haustinu verður hann aðgengilegur fyrir notendur Android stýrikerfisins. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið úr leiknum. Leikjavísir Tengdar fréttir Stofna tölvuleikjafyrirtækið Klang í Berlín "Við erum eins og fullskipuð hljómsveit. Allir leggja sitt af mörkum og það eru spennandi tímar fram undan.“ 3. júní 2013 10:00 Mundi og vinir vinna í tölvuleik Stofnuðu tölvuleikjafyrirtæki í Berlín. 13. desember 2014 10:30 Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
„Við erum búnir að leggja mikla vinnu í að „animate-a“ allt í leiknum svo það er gaman að gefa út smá myndband sem sýnir það,“ segir Oddur Snær Magnússon forritari og einn af hönnuðum leikjarins Rerunners, sem er væntanlegur á næstu mánuðum. Hann hefur verið í vinnslu í eitt og hálft ár. „Leikurinn er í raun klassískur „platformleikur“ sem gengur út á að spila á móti öðrum og er ekki hægt að spila einn. Hann snýst um að kanna heiminn sem við höfum búið til svo þú komist lengra í leiknum og keppa í kapphlaupum í þessum heimi,“ segir Oddur. Hann ásamt Guðmundi Hallgrímssyni, betur þekktum sem fatahönnuðinum Munda Vonda, og Ívari Emilssyni eiga tölvuleikjafyrirtækið Klang sem hannar og framleiðir leikinn. Að auki eru þeir með teiknara, hljóð- og hreyfimenn og forritara í vinnu og eru þau alls átta sem koma að framleiðslu leikjarins. „Í hvert sinn sem þú spilar leikinn er það tekið upp og þú getur sent þína upptöku og áskorun til dæmis á vin þinn sem þú ert að spila á móti. Þá reynir vinur þinn að svara þinni upptöku,“ segir Oddur. Rerunners leikurinn kemur út fyrir iOS stýrikerfi til að byrja með og með haustinu verður hann aðgengilegur fyrir notendur Android stýrikerfisins. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið úr leiknum.
Leikjavísir Tengdar fréttir Stofna tölvuleikjafyrirtækið Klang í Berlín "Við erum eins og fullskipuð hljómsveit. Allir leggja sitt af mörkum og það eru spennandi tímar fram undan.“ 3. júní 2013 10:00 Mundi og vinir vinna í tölvuleik Stofnuðu tölvuleikjafyrirtæki í Berlín. 13. desember 2014 10:30 Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Stofna tölvuleikjafyrirtækið Klang í Berlín "Við erum eins og fullskipuð hljómsveit. Allir leggja sitt af mörkum og það eru spennandi tímar fram undan.“ 3. júní 2013 10:00