Lýðræði í vörn Þorvaldur Gylfason skrifar 5. mars 2015 07:00 Lýðræði er ein allra snjallasta uppfinning mannsandans frá öndverðu – líkt og eldurinn, hjólið og hjónabandið. Hvers vegna? Hvað er svona merkilegt við lýðræði? Spurningin svarar sér ekki sjálf, a.m.k. ekki til fulls. Svar mitt er þetta. Lýðræði hefur reynzt vel á heildina litið, einkum með því að efla mannréttindi og skapa skilyrði til batnandi lífskjara í efnahagslegu og félagslegu tilliti. Winston Churchill, forsætisráðherra Breta, hitti naglann á höfuðið, þegar hann sagði: „Lýðræði er versta stjórnarfar, sem hugsazt getur, en allt hitt er verra.“ Hann áttaði sig á veikleikunum og sagði: „Bezta röksemdin gegn lýðræði er fimm mínútna samtal við venjulegan kjósanda.“Úr sókn … Fyrir 72 árum, 1943, voru lýðræðisríki Evrópu aðeins fimm talsins: Bretland, Írland, Ísland, Sviss og Svíþjóð. Við stríðslokin 1945 gerbreyttist landslagið í álfunni. Evrópa hefur æ síðan ásamt Bandaríkjunum, Indlandi og Japan verið fyrirmynd fjölmargra þjóða að lýðræðislegum stjórnarháttum víða um heiminn. Lýðræðisríki í Afríku voru ekki nema fimm fyrstu 30 árin eftir sjálfstæðistöku Afríkulandanna um og eftir 1960, en nú eru þau sautján talsins, þriðjungur allra landa álfunnar. Það er framför. Sömu sögu er að segja frá Suður-Ameríku. Þar voru þrjú lýðræðisríki af tíu ríkjum alls um 1960, og nú eru lýðræðisríkin átta af tíu. Framsókn lýðræðisins frá stríðslokum 1945 hefur haldizt í hendur við mestu lífskjarabyltingu mannkynssögunnar. Aldrei fyrr hefur jafnmörgu fólki – milljörðum manna! – tekizt að kasta af sér hlekkjum örbirgðar og öðlast eða eygja a.m.k. von um sómasamleg lífskjör handa sjálfum sér og afkomendum sínum. Hagtölur vitna um framförina. Enn skýrari vitnisburði er að finna í ýmsum öðrum staðtölum, t.d. um fjölskyldustærð og langlífi. Árið 1960 fæddi hver kona fimm börn að jafnaði í heiminum öllum, en nú er talan komin niður í tvö og hálft barn á hverja konu. Enn skýrara er mynstrið á einstökum svæðum, t.d. í Suður-Ameríku, þar sem barnsfæðingum á hverja konu að meðaltali hefur fækkað á sama tíma úr sex í röskar tvær, í arabalöndum (úr 7 í 3) og í Asíu (úr 5 til 6 í 2 til 3). Þetta skiptir máli, þar eð sókn fátæks fólks til betri lífskjara snýst öðrum þræði um að breyta stuttum ævum í stórum fjölskyldum í langar ævir í litlum fjölskyldum. Litlar fjölskyldur í fátækum löndum veita foreldum kost á að senda öll börnin sín í skóla, ekki bara elzta soninn. Þetta skiptir sköpum á heildina litið. Jafnvel á OECD-svæðinu, þar sem iðnríkin eru saman komin, hefur barnsfæðingum á hverja konu að jafnaði fækkað úr 3,2 1960 í 1,8 nú. Fólkinu heldur samt áfram að fjölga lítils háttar í iðnríkjunum fyrir tilstilli innflytjenda. Meðalævi jarðarbúa hefur lengzt um fjóra til fimm mánuði á ári frá 1960. Þá var hún 52 ár, en er nú 71 ár og heldur áfram að lengjast.… í vörn Árið 1989 voru lýðræðisríki heimsins um 70 talsins. Um aldamótin 2000 voru þau orðin 120 (hér styðst ég við tölur frá Freedom House, sem hefur birt landakort af þróun lýðræðis um heiminn frá 1989). Fjölgun í hópi lýðræðisríkja um 50 á aðeins 15 árum stafaði öðrum þræði af skipbroti kommúnismans í Mið- og Austur-Evrópu, en einnig af framsókn lýðræðisins í öðrum heimshlutum. Eftir þetta sló í bakseglin. Ekki færri en 22 lönd hafa dregið úr eða snúið baki við lýðræði frá aldamótum, þar á meðal Rússland, Taíland, Bangladess, Kenía og Tyrkland, ýmist með mannréttindabrotum eða valdaráni. Engin fjölgun hefur átt sér stað í hópi lýðræðisríkja frá 2006.Víti til varnaðar Hvernig gat þetta gerzt? Ein hugsanleg skýring er, að Kínverjar fara um heiminn, bjóða gull og græna skóga, berja sér á brjóst og segja: Við þurfum ekki lýðræði til að vaxa hratt, ekki þið heldur. Sterk bein þarf til að standast slíkan boðskap. Önnur skýring er, að lýðræði á undir högg að sækja jafnvel þar sem sízt skyldi. Demókratar á Bandaríkjaþingi saka repúblikana um að grafa undan lýðræðinu. Tyrkir dansa nú líkt og Rússar í kringum forseta, sem sýnir skýra gerræðistilburði og lætur sér mannréttindi í léttu rúmi liggja. Alþingi Íslendinga bauð kjósendum til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá 20. október 2012. Nýja stjórnarskráin og helztu ákvæði hennar, m.a. um auðlindir í þjóðareigu, jafnt vægi atkvæða og beint lýðræði, voru samþykkt með yfirgnæfandi hluta atkvæða. Samt lætur Alþingi eins og enga brýna þörf beri til að virða vilja kjósenda í málinu. Atlögu Alþingis að lýðræðinu verður að kveða niður með tiltækum ráðum. Samhengið er víti til varnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Þorvaldur Gylfason Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun
Lýðræði er ein allra snjallasta uppfinning mannsandans frá öndverðu – líkt og eldurinn, hjólið og hjónabandið. Hvers vegna? Hvað er svona merkilegt við lýðræði? Spurningin svarar sér ekki sjálf, a.m.k. ekki til fulls. Svar mitt er þetta. Lýðræði hefur reynzt vel á heildina litið, einkum með því að efla mannréttindi og skapa skilyrði til batnandi lífskjara í efnahagslegu og félagslegu tilliti. Winston Churchill, forsætisráðherra Breta, hitti naglann á höfuðið, þegar hann sagði: „Lýðræði er versta stjórnarfar, sem hugsazt getur, en allt hitt er verra.“ Hann áttaði sig á veikleikunum og sagði: „Bezta röksemdin gegn lýðræði er fimm mínútna samtal við venjulegan kjósanda.“Úr sókn … Fyrir 72 árum, 1943, voru lýðræðisríki Evrópu aðeins fimm talsins: Bretland, Írland, Ísland, Sviss og Svíþjóð. Við stríðslokin 1945 gerbreyttist landslagið í álfunni. Evrópa hefur æ síðan ásamt Bandaríkjunum, Indlandi og Japan verið fyrirmynd fjölmargra þjóða að lýðræðislegum stjórnarháttum víða um heiminn. Lýðræðisríki í Afríku voru ekki nema fimm fyrstu 30 árin eftir sjálfstæðistöku Afríkulandanna um og eftir 1960, en nú eru þau sautján talsins, þriðjungur allra landa álfunnar. Það er framför. Sömu sögu er að segja frá Suður-Ameríku. Þar voru þrjú lýðræðisríki af tíu ríkjum alls um 1960, og nú eru lýðræðisríkin átta af tíu. Framsókn lýðræðisins frá stríðslokum 1945 hefur haldizt í hendur við mestu lífskjarabyltingu mannkynssögunnar. Aldrei fyrr hefur jafnmörgu fólki – milljörðum manna! – tekizt að kasta af sér hlekkjum örbirgðar og öðlast eða eygja a.m.k. von um sómasamleg lífskjör handa sjálfum sér og afkomendum sínum. Hagtölur vitna um framförina. Enn skýrari vitnisburði er að finna í ýmsum öðrum staðtölum, t.d. um fjölskyldustærð og langlífi. Árið 1960 fæddi hver kona fimm börn að jafnaði í heiminum öllum, en nú er talan komin niður í tvö og hálft barn á hverja konu. Enn skýrara er mynstrið á einstökum svæðum, t.d. í Suður-Ameríku, þar sem barnsfæðingum á hverja konu að meðaltali hefur fækkað á sama tíma úr sex í röskar tvær, í arabalöndum (úr 7 í 3) og í Asíu (úr 5 til 6 í 2 til 3). Þetta skiptir máli, þar eð sókn fátæks fólks til betri lífskjara snýst öðrum þræði um að breyta stuttum ævum í stórum fjölskyldum í langar ævir í litlum fjölskyldum. Litlar fjölskyldur í fátækum löndum veita foreldum kost á að senda öll börnin sín í skóla, ekki bara elzta soninn. Þetta skiptir sköpum á heildina litið. Jafnvel á OECD-svæðinu, þar sem iðnríkin eru saman komin, hefur barnsfæðingum á hverja konu að jafnaði fækkað úr 3,2 1960 í 1,8 nú. Fólkinu heldur samt áfram að fjölga lítils háttar í iðnríkjunum fyrir tilstilli innflytjenda. Meðalævi jarðarbúa hefur lengzt um fjóra til fimm mánuði á ári frá 1960. Þá var hún 52 ár, en er nú 71 ár og heldur áfram að lengjast.… í vörn Árið 1989 voru lýðræðisríki heimsins um 70 talsins. Um aldamótin 2000 voru þau orðin 120 (hér styðst ég við tölur frá Freedom House, sem hefur birt landakort af þróun lýðræðis um heiminn frá 1989). Fjölgun í hópi lýðræðisríkja um 50 á aðeins 15 árum stafaði öðrum þræði af skipbroti kommúnismans í Mið- og Austur-Evrópu, en einnig af framsókn lýðræðisins í öðrum heimshlutum. Eftir þetta sló í bakseglin. Ekki færri en 22 lönd hafa dregið úr eða snúið baki við lýðræði frá aldamótum, þar á meðal Rússland, Taíland, Bangladess, Kenía og Tyrkland, ýmist með mannréttindabrotum eða valdaráni. Engin fjölgun hefur átt sér stað í hópi lýðræðisríkja frá 2006.Víti til varnaðar Hvernig gat þetta gerzt? Ein hugsanleg skýring er, að Kínverjar fara um heiminn, bjóða gull og græna skóga, berja sér á brjóst og segja: Við þurfum ekki lýðræði til að vaxa hratt, ekki þið heldur. Sterk bein þarf til að standast slíkan boðskap. Önnur skýring er, að lýðræði á undir högg að sækja jafnvel þar sem sízt skyldi. Demókratar á Bandaríkjaþingi saka repúblikana um að grafa undan lýðræðinu. Tyrkir dansa nú líkt og Rússar í kringum forseta, sem sýnir skýra gerræðistilburði og lætur sér mannréttindi í léttu rúmi liggja. Alþingi Íslendinga bauð kjósendum til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá 20. október 2012. Nýja stjórnarskráin og helztu ákvæði hennar, m.a. um auðlindir í þjóðareigu, jafnt vægi atkvæða og beint lýðræði, voru samþykkt með yfirgnæfandi hluta atkvæða. Samt lætur Alþingi eins og enga brýna þörf beri til að virða vilja kjósenda í málinu. Atlögu Alþingis að lýðræðinu verður að kveða niður með tiltækum ráðum. Samhengið er víti til varnaðar.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun