Löður hefur rætt við Ágústu Evu og ætlar að tryggja að álíka atvik komi ekki fyrir aftur Birgir Olgeirsson skrifar 25. ágúst 2015 19:47 Markaðsstjóri Löðurs þakkar fyrir að ekki fór verr þegar Ágústa Eva festist á milli hurðar bílaþvottastöðvar og bíls. Vísir/Hörður Forsvarsmenn Löðurs hafa rætt við söng- og leikkonuna Ágústu Evu Erlendsdóttur og ætla að tryggja að atvikið sem hún lenti í, í bílaþvottastöð Löðurs í Holtagörðum um liðna helgi, komi ekki fyrir aftur. Vísir sagði frá því fyrr í dag að Ágústa Eva hefði lent í óskemmtilegri lífsreynslu síðastliðinn sunnudag en hún var þá hætt komin þegar hún klemmdist á milli hurðar bílaþvottastöðvar og húddsins á bílnum hennar.Sjá einnig: Saksóknari bjargaði lífi Ágústu Evu á bílaþvottastöðÁgústa Eva ásamt bjargvættinum, Birni Þorvaldssyni, saksóknara.mynd/Ágústa Eva„Algjörlega pinnuð niður í bílinn“ Þetta atvikaðist með þeim hætti að Ágústa Eva hafði farið með bílinn sinn inn í einn af básum Löðurs í Holtagörðum, búin að borga og ætlaði að þvo bílinn. Þegar hún hafði ýtt á takka fyrir tjöruhreinsi heyrði hún stóra hurð fara af stað fyrir ofan sig og sá að hún stefndi á húddið á bíl hennar. Hún ýtti af öllu afli þar til hurðin stöðvaðist. Eftir að hafa stöðvað hurðina ætlaði hún inn í bílinn og bakka honum undan henni. „En þá fer hurðin aftur af stað og ég lendi á milli hurðarinnar og húddsins. Ég ligg á bakinu ofan á húddinu og hurðin er bara í fanginu á mér og byrjar aftur að fara niður. Ég spenni mig því bara alla en finn að ég er algjörlega pinnuð niður í bílinn. Ég byrja þá að öskra bara eins hátt og ég get á hjálp en það líður smástund þar til þarna kemur maður til að hjálpa mér,“ sagði Ágústa Eva en sá maður reyndist vera áðurnefndur Björn Þorvaldsson.Ætla að tryggja að þetta komi aldrei aftur fyrir Elísabet Jónsdóttir er markaðsstjóri og fer fyrir gæðamálum hjá Löðri en hún segist hafa sett sig í samband við Ágústu Evu og þakkar fyrir að ekki fór verr. Elísabet segir nema vera í gúmmíinu neðst á þessum hurðum í bílaþvottastöðvum Löðurs og á að vera nóg að snerta þá með fingurgómunum til þess að hurðirnar stoppi. Við skoðun hafi komið í ljós að lítið gat var á gúmmíinu á hurðinni sem Ágústa Eva varð undir og því stoppaði hún ekki. „Við brugðumst við þessu með þeim hætti að festa allar hurðirnar uppi og þær verða þannig þar til við erum búin að tryggja að þetta getur aldrei komið fyrir aftur,“ segir Elísabet sem segir starfsmenn Löðurs vakta búnaðinn daglega og reynt sé eftir fyllsta megni að tryggja að ekkert fari úrskeiðis. Hún segir álíka atvik ekki hafa komið fyrir áður og er ætlunin að tryggja að það komi ekki fyrir aftur. Tengdar fréttir Saksóknari bjargaði lífi Ágústu Evu á bílaþvottastöð Söng-og leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir lenti í heldur skelfilegri lífsreynslu síðastliðinn sunnudag en hún var þá hætt komin þegar hún klemmdist á milli hurðar á bílaþvottastöð og húddsins á bílnum hennar. 25. ágúst 2015 17:14 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Forsvarsmenn Löðurs hafa rætt við söng- og leikkonuna Ágústu Evu Erlendsdóttur og ætla að tryggja að atvikið sem hún lenti í, í bílaþvottastöð Löðurs í Holtagörðum um liðna helgi, komi ekki fyrir aftur. Vísir sagði frá því fyrr í dag að Ágústa Eva hefði lent í óskemmtilegri lífsreynslu síðastliðinn sunnudag en hún var þá hætt komin þegar hún klemmdist á milli hurðar bílaþvottastöðvar og húddsins á bílnum hennar.Sjá einnig: Saksóknari bjargaði lífi Ágústu Evu á bílaþvottastöðÁgústa Eva ásamt bjargvættinum, Birni Þorvaldssyni, saksóknara.mynd/Ágústa Eva„Algjörlega pinnuð niður í bílinn“ Þetta atvikaðist með þeim hætti að Ágústa Eva hafði farið með bílinn sinn inn í einn af básum Löðurs í Holtagörðum, búin að borga og ætlaði að þvo bílinn. Þegar hún hafði ýtt á takka fyrir tjöruhreinsi heyrði hún stóra hurð fara af stað fyrir ofan sig og sá að hún stefndi á húddið á bíl hennar. Hún ýtti af öllu afli þar til hurðin stöðvaðist. Eftir að hafa stöðvað hurðina ætlaði hún inn í bílinn og bakka honum undan henni. „En þá fer hurðin aftur af stað og ég lendi á milli hurðarinnar og húddsins. Ég ligg á bakinu ofan á húddinu og hurðin er bara í fanginu á mér og byrjar aftur að fara niður. Ég spenni mig því bara alla en finn að ég er algjörlega pinnuð niður í bílinn. Ég byrja þá að öskra bara eins hátt og ég get á hjálp en það líður smástund þar til þarna kemur maður til að hjálpa mér,“ sagði Ágústa Eva en sá maður reyndist vera áðurnefndur Björn Þorvaldsson.Ætla að tryggja að þetta komi aldrei aftur fyrir Elísabet Jónsdóttir er markaðsstjóri og fer fyrir gæðamálum hjá Löðri en hún segist hafa sett sig í samband við Ágústu Evu og þakkar fyrir að ekki fór verr. Elísabet segir nema vera í gúmmíinu neðst á þessum hurðum í bílaþvottastöðvum Löðurs og á að vera nóg að snerta þá með fingurgómunum til þess að hurðirnar stoppi. Við skoðun hafi komið í ljós að lítið gat var á gúmmíinu á hurðinni sem Ágústa Eva varð undir og því stoppaði hún ekki. „Við brugðumst við þessu með þeim hætti að festa allar hurðirnar uppi og þær verða þannig þar til við erum búin að tryggja að þetta getur aldrei komið fyrir aftur,“ segir Elísabet sem segir starfsmenn Löðurs vakta búnaðinn daglega og reynt sé eftir fyllsta megni að tryggja að ekkert fari úrskeiðis. Hún segir álíka atvik ekki hafa komið fyrir áður og er ætlunin að tryggja að það komi ekki fyrir aftur.
Tengdar fréttir Saksóknari bjargaði lífi Ágústu Evu á bílaþvottastöð Söng-og leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir lenti í heldur skelfilegri lífsreynslu síðastliðinn sunnudag en hún var þá hætt komin þegar hún klemmdist á milli hurðar á bílaþvottastöð og húddsins á bílnum hennar. 25. ágúst 2015 17:14 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Saksóknari bjargaði lífi Ágústu Evu á bílaþvottastöð Söng-og leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir lenti í heldur skelfilegri lífsreynslu síðastliðinn sunnudag en hún var þá hætt komin þegar hún klemmdist á milli hurðar á bílaþvottastöð og húddsins á bílnum hennar. 25. ágúst 2015 17:14