Nauðgað af þremur karlmönnum á þjóðhátíð: „Fannst þetta vera eitthvað sem ég hafði kallað yfir mig“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. ágúst 2015 12:00 Brynhildi Yrsu Guðmundsdóttur var nauðgað á útihátíð fyrir þó nokkrum árum af þremur karlmönnum. Hún segir að umræðan megi aldrei deyja um þessi mál en bendir þó á að mögulega viti ekki allir þeir sem nauðga að þeir séu að því. Þegar Brynhildur Yrsa var tvítug ákvað hún að skella sér á þjóðhátíð í Eyjum með vinum og vinkonum. „Ég var alveg geðveikt spennt þannig að ég kom alveg í rosalega góðum gír. Þetta átti bara að verða helgi aldarinnar,“ segir Brynhildur.Rankaði við sér þegar einhver var ofan á henni Eftirminnileg varð hún, ekki á góðan hátt eins og átti að vera, en Brynhildur var eins og fólk er þegar það er á leiðinni í Dalinn; í gírnum. „Ég hafði drukkið svolítið mikið og við náðum ekki einu sinni að tjalda. Eða ég er ekkert með í því. Það eru bara aðrir í því að tjalda því ég ligg þarna bara í einhverri brekku og svo bara drepst ég. Mér er dröslað inn í tjaldið þegar það er búið að koma því upp en á þessum tímapunkti náttúrulega ekki neitt. Ég er bara algjörlega „out.““ Hún segist svo hafa rankað við sér og þá er einhver ofan á henni. „Eins sorglega og það hljómar þá voru mín fyrstu viðbrögð: „Já, þetta er kærastinn minn,“ eins og það sé eitthvað eðlilegt að vakna með kærastann sinn ofan á sér en hann var ekkert með í þessari ferð.“Byrjaði strax að kenna sjálfri sér um Brynhildur fer þá að skoða hver viðkomandi er og er þá um vin hennar að ræða sem var á þessum tíma kærasti vinkonu hennar. Hún segist strax hafa byrjað að kenna sjálfri sér um, að hún hljóti að hafa boðið honum með sér inn í tjald og komið þessu af stað. „En svo þegar hann er búinn að ljúka sér af og næsti kemur og fer upp á mig, kærasti tvíburasystur minnar, þá átta ég á mig því að hér er eitthvað í gangi sem að ég er ekki að taka þátt í. Það er alveg nokkuð ljóst og mér leið alveg ofboðslega illa með báða þessa menn þarna.“ Þegar þeir voru svo báðir búnir segir Brynhildur að þriðji maðurinn hafi allt í einu verið inni í tjaldinu.„Mér leið bara eins og ég stæði þarna nakin, alblóðug með hárið í allar áttir“ „Hann kemur bara og tekur við og þá fara hinir. Ég er bara komin í eitthvað svona „lost“-ástand, alveg frosin og ég stend bara ein eftir. Ég var fullklædd en ég man alveg tilfinninguna. Mér leið bara eins og ég stæði þarna nakin, alblóðug með hárið í allar áttir. Mér fannst allir horfa á mig og vita hvað hafði verið í gangi en á sama tíma fannst mér þetta vera eitthvað sem ég hafði kallað yfir mig. Ég vissi að þetta væri nauðgun en ég áttaði mig ekki á hversu alvarlegur glæpur þetta væri.“ Skömmin var mikil og Brynhildur kærði ekki. Engin var hjálpin á staðnum og hún hugsaði bara að hún hefði verið alltof full og komið sér í þetta. „Svona gerist bara fyrir stúlkur sem drekka of mikið, þú verður bara að læra af þessari reynslu.“ Brynhildur var í miklu sjokki en hún segist bara hafa bitið á jaxlinn. Rætt var við Brynhildi í Íslandi í dag í gærkvöldi og má sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Hún ræðir þar meðal annars um bréf sem hún sendi gerendunum og viðbrögðin sem hún fékk frá þeim. Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Búvörulögin dæmd ólögmæt Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Búvörulögin dæmd ólögmæt Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Sjá meira
Brynhildi Yrsu Guðmundsdóttur var nauðgað á útihátíð fyrir þó nokkrum árum af þremur karlmönnum. Hún segir að umræðan megi aldrei deyja um þessi mál en bendir þó á að mögulega viti ekki allir þeir sem nauðga að þeir séu að því. Þegar Brynhildur Yrsa var tvítug ákvað hún að skella sér á þjóðhátíð í Eyjum með vinum og vinkonum. „Ég var alveg geðveikt spennt þannig að ég kom alveg í rosalega góðum gír. Þetta átti bara að verða helgi aldarinnar,“ segir Brynhildur.Rankaði við sér þegar einhver var ofan á henni Eftirminnileg varð hún, ekki á góðan hátt eins og átti að vera, en Brynhildur var eins og fólk er þegar það er á leiðinni í Dalinn; í gírnum. „Ég hafði drukkið svolítið mikið og við náðum ekki einu sinni að tjalda. Eða ég er ekkert með í því. Það eru bara aðrir í því að tjalda því ég ligg þarna bara í einhverri brekku og svo bara drepst ég. Mér er dröslað inn í tjaldið þegar það er búið að koma því upp en á þessum tímapunkti náttúrulega ekki neitt. Ég er bara algjörlega „out.““ Hún segist svo hafa rankað við sér og þá er einhver ofan á henni. „Eins sorglega og það hljómar þá voru mín fyrstu viðbrögð: „Já, þetta er kærastinn minn,“ eins og það sé eitthvað eðlilegt að vakna með kærastann sinn ofan á sér en hann var ekkert með í þessari ferð.“Byrjaði strax að kenna sjálfri sér um Brynhildur fer þá að skoða hver viðkomandi er og er þá um vin hennar að ræða sem var á þessum tíma kærasti vinkonu hennar. Hún segist strax hafa byrjað að kenna sjálfri sér um, að hún hljóti að hafa boðið honum með sér inn í tjald og komið þessu af stað. „En svo þegar hann er búinn að ljúka sér af og næsti kemur og fer upp á mig, kærasti tvíburasystur minnar, þá átta ég á mig því að hér er eitthvað í gangi sem að ég er ekki að taka þátt í. Það er alveg nokkuð ljóst og mér leið alveg ofboðslega illa með báða þessa menn þarna.“ Þegar þeir voru svo báðir búnir segir Brynhildur að þriðji maðurinn hafi allt í einu verið inni í tjaldinu.„Mér leið bara eins og ég stæði þarna nakin, alblóðug með hárið í allar áttir“ „Hann kemur bara og tekur við og þá fara hinir. Ég er bara komin í eitthvað svona „lost“-ástand, alveg frosin og ég stend bara ein eftir. Ég var fullklædd en ég man alveg tilfinninguna. Mér leið bara eins og ég stæði þarna nakin, alblóðug með hárið í allar áttir. Mér fannst allir horfa á mig og vita hvað hafði verið í gangi en á sama tíma fannst mér þetta vera eitthvað sem ég hafði kallað yfir mig. Ég vissi að þetta væri nauðgun en ég áttaði mig ekki á hversu alvarlegur glæpur þetta væri.“ Skömmin var mikil og Brynhildur kærði ekki. Engin var hjálpin á staðnum og hún hugsaði bara að hún hefði verið alltof full og komið sér í þetta. „Svona gerist bara fyrir stúlkur sem drekka of mikið, þú verður bara að læra af þessari reynslu.“ Brynhildur var í miklu sjokki en hún segist bara hafa bitið á jaxlinn. Rætt var við Brynhildi í Íslandi í dag í gærkvöldi og má sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Hún ræðir þar meðal annars um bréf sem hún sendi gerendunum og viðbrögðin sem hún fékk frá þeim.
Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Búvörulögin dæmd ólögmæt Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Búvörulögin dæmd ólögmæt Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Sjá meira