Sigurmark í framlengingu Úlfur Karlsson skrifar 25. ágúst 2015 11:46 Ég heiti Úlfur og ég er myndlistarmaður. Þar sem ég var svo heppinn (eins og konan í sögunni um það sem er allt að koma) að vera valinn úr stórum hópi umsækjenda inn í listaháskóla í Svíþjóð skulda ég LÍN svo mikinn pening að samviskan rekur mig til að bjóða systursyni mínum upp á Jójóís því hann á eftir að borga restina af skuldinni minni. Greyið… Ég hugsa um þetta þar sem ég stend í röðinni í Bónus og fylgist með lágvöxnum og bólugröfnum unglingi sem varla er vaxin grön. Hann lætur mjóa fingur leika um táknin á kassanum sem þýða peningar. “Is this chocolate for me?¨spyr hann sætu útlendu stelpuna glaðhlakkalega og hún flissar. Þessi náungi gæti kennt mér ýmislegt. Á leiðinni heim ráfa ég innan um ferðamennina og spekúlera í hvort ég ætti kannski að leigja einhverjum þeirra herbergið mitt hjá mömmu og pabba. Ég meina, við búum í hundrað og einum - og mig vantar pening. Já ég bý enn í herberginu mínu. Nokkrum sinnum hef ég flutt, búið í stúdentaíbúðum, leigt með vinum og kærustu, hér og þar og nú er ég lentur aftur HÉR. Þegar ég kem heim er úrslitaleikur í sjónvarpinu Valur-KR. Mér verður hugsað til leiks KA og Aftureldingar í handboltanum hér um árið þar sem Guðjón Valur skoraði fyrir KA á síðustu sekúndu leiksins úr aukakasti. Það hlýtur að hafa verið góð tilfinning. Þannig vil ég vera. Fagna sigri með því að skjóta í mark andstæðinganna á síðustu sekúndu leiksins, lyfta bikar með félögunum, fagna fram á nótt, fara í partý með flottum stelpum og út að borða. En það er ég sem vaska upp. Sem er í sjálfu sér ekkert slæmt, gott fólk í kringum mig og einhver þarf að vaska upp. Ég hefði bara svo miklu frekar viljað vera með og fagna. Því ég vil nefnilega verða frægur og ríkur og slá í gegn eins og Stuðmenn sungu um í gamla daga þegar þeir sjálfir slógu í gegn. Ég myndi gera allt fyrir frægðina og það væri sko ekkert mál að koma nakinn fram ef ég fengi borgað fyrir það. Þetta hefur ekki alltaf verið svona. Þegar ég var yngri hafði hugsjónir. Allir áttu að vera jafnir, já ég raunverulega trúði á jafnrétti og bræðralag. Þegar ég var í unglingavinnunni höfðum við verkstjóra sem sat í jeppanum og át bæði eitt og annað (m.a. ilmandi beikonborgara) á meðan við slógum grasið og reyttum arfa. Sá var mjög hægrisinnaður. Hann tók eftir miklum (sumir segja fáránlegum) íþróttaáhuga mínum og gaf mér heilræði: “Þú átt að líta á lífið sem keppni. Það er nefnilega gott að vinna og vont að tapa,” sagði hann lífsreynslulega og mændi á mig söddum ljósbláum augum. Ég hlustaði ekki á hann. En nú er ég kominn þangað. Ég myndi fara í bláum sokkum í kvöldverð að Bessastöðum og sitja á milli Ólafs og Davíðs með Donald Trump sem borðdömu á móti mér og segja þeim brandara ef það gæti orðið til þess að ég fengi að starfa við það sem ég þekki best, myndlist. Ef ég gæti slegið í gegn. Því ég kemst ekkert áfram hér. Á Íslandi er ástandið eins og í Hálsaskógi. Ekki mikið skrifað um myndlist og allt bara “business as usual”. Allir eru vinir nema sumir í Myndhöggvarafélaginu (ég er reyndar ekki með, þekki ekki marga enda ekki menntaður hér) og það er lítið til skiptanna. Við erum flest að kenna og vaska upp en ég vonast til að geta unnið mig upp, samanber ævintýralegan sigur Fram í bikarúrslitaleik gegn Stjörnunni 2013. Eftir að hafa verið 3-1 undir í hálfleik tókst þeim á ævintýralegan hátt, þvert á allar spár, að jafna leikinn og knýja fram framlengingu sem þeir svo unnu í vítaspyrnukeppni. Kannski fæ ég framlengingu á síðustu sekúndu og verð fulltrúi Íslands á Tvíæringnum í Feneyjum eftir nokkur ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Ég heiti Úlfur og ég er myndlistarmaður. Þar sem ég var svo heppinn (eins og konan í sögunni um það sem er allt að koma) að vera valinn úr stórum hópi umsækjenda inn í listaháskóla í Svíþjóð skulda ég LÍN svo mikinn pening að samviskan rekur mig til að bjóða systursyni mínum upp á Jójóís því hann á eftir að borga restina af skuldinni minni. Greyið… Ég hugsa um þetta þar sem ég stend í röðinni í Bónus og fylgist með lágvöxnum og bólugröfnum unglingi sem varla er vaxin grön. Hann lætur mjóa fingur leika um táknin á kassanum sem þýða peningar. “Is this chocolate for me?¨spyr hann sætu útlendu stelpuna glaðhlakkalega og hún flissar. Þessi náungi gæti kennt mér ýmislegt. Á leiðinni heim ráfa ég innan um ferðamennina og spekúlera í hvort ég ætti kannski að leigja einhverjum þeirra herbergið mitt hjá mömmu og pabba. Ég meina, við búum í hundrað og einum - og mig vantar pening. Já ég bý enn í herberginu mínu. Nokkrum sinnum hef ég flutt, búið í stúdentaíbúðum, leigt með vinum og kærustu, hér og þar og nú er ég lentur aftur HÉR. Þegar ég kem heim er úrslitaleikur í sjónvarpinu Valur-KR. Mér verður hugsað til leiks KA og Aftureldingar í handboltanum hér um árið þar sem Guðjón Valur skoraði fyrir KA á síðustu sekúndu leiksins úr aukakasti. Það hlýtur að hafa verið góð tilfinning. Þannig vil ég vera. Fagna sigri með því að skjóta í mark andstæðinganna á síðustu sekúndu leiksins, lyfta bikar með félögunum, fagna fram á nótt, fara í partý með flottum stelpum og út að borða. En það er ég sem vaska upp. Sem er í sjálfu sér ekkert slæmt, gott fólk í kringum mig og einhver þarf að vaska upp. Ég hefði bara svo miklu frekar viljað vera með og fagna. Því ég vil nefnilega verða frægur og ríkur og slá í gegn eins og Stuðmenn sungu um í gamla daga þegar þeir sjálfir slógu í gegn. Ég myndi gera allt fyrir frægðina og það væri sko ekkert mál að koma nakinn fram ef ég fengi borgað fyrir það. Þetta hefur ekki alltaf verið svona. Þegar ég var yngri hafði hugsjónir. Allir áttu að vera jafnir, já ég raunverulega trúði á jafnrétti og bræðralag. Þegar ég var í unglingavinnunni höfðum við verkstjóra sem sat í jeppanum og át bæði eitt og annað (m.a. ilmandi beikonborgara) á meðan við slógum grasið og reyttum arfa. Sá var mjög hægrisinnaður. Hann tók eftir miklum (sumir segja fáránlegum) íþróttaáhuga mínum og gaf mér heilræði: “Þú átt að líta á lífið sem keppni. Það er nefnilega gott að vinna og vont að tapa,” sagði hann lífsreynslulega og mændi á mig söddum ljósbláum augum. Ég hlustaði ekki á hann. En nú er ég kominn þangað. Ég myndi fara í bláum sokkum í kvöldverð að Bessastöðum og sitja á milli Ólafs og Davíðs með Donald Trump sem borðdömu á móti mér og segja þeim brandara ef það gæti orðið til þess að ég fengi að starfa við það sem ég þekki best, myndlist. Ef ég gæti slegið í gegn. Því ég kemst ekkert áfram hér. Á Íslandi er ástandið eins og í Hálsaskógi. Ekki mikið skrifað um myndlist og allt bara “business as usual”. Allir eru vinir nema sumir í Myndhöggvarafélaginu (ég er reyndar ekki með, þekki ekki marga enda ekki menntaður hér) og það er lítið til skiptanna. Við erum flest að kenna og vaska upp en ég vonast til að geta unnið mig upp, samanber ævintýralegan sigur Fram í bikarúrslitaleik gegn Stjörnunni 2013. Eftir að hafa verið 3-1 undir í hálfleik tókst þeim á ævintýralegan hátt, þvert á allar spár, að jafna leikinn og knýja fram framlengingu sem þeir svo unnu í vítaspyrnukeppni. Kannski fæ ég framlengingu á síðustu sekúndu og verð fulltrúi Íslands á Tvíæringnum í Feneyjum eftir nokkur ár.
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar