Eva Laufey bakaði dásamlegar bollakökur í tilefni af ársafmæli dóttur sinnar.
Kökurnar slógu í gegn eins og aðrar veitingar í veislunni.
Hér gefur hún okkur þessa bragðgóðu uppskrift.
Bestu súkkulaðibollakökurnar með hvítu smjörkremi
um það bil 30 bollakökur
3 bollar Kornax hveiti (amerísk mæling, 1 bolli = 2,4 dl)
2 bollar sykur
3 brúnegg
2 bollar AB mjólk
1 bolli bragðdauf olía
5 msk. kakó
2 tsk. lyftiduft
1 tsk. matarsódi
2 tsk. vanilludropar eða sykur
Aðferð:
Blandið öllum hráefnum saman í skál, hrærið í nokkrar mínútur eða þar til deigið verður slétt og fínt. Skiptið deigblöndunni niður í bollakökuform og bakið við 180°C í 15-18 mínútur.
Það er mikilvægt að leyfa kökunum að kólna alveg áður en þær eru skreyttar með kreminu góða.
Hvítt súkkulaðismjörkrem
300 g smjör við stofuhita
500 g flórsykur
2 tsk. vanilludropar
150 g hvítt súkkulaði
2-3 msk. rjómi eða mjólk
Aðferð:
1. Þeytið saman flórsykur og smjör þar til það verður létt og ljóst (tekur nokkrar mínútur)
2. Á meðan bræðið þið hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði.
3. Hellið súkkulaðinu út í og bætið einnig vanillu og rjóma saman við, hrærið mjög vel í nokkrar mínútur.
4. Setjið kremið í sprautupoka og sprautið á kökurnar.
Það er í góðu lagi að frysta þessar kökur, það skemmir ekki bragðið! Skreytið þær að vild með öllu sem hugurinn girnist. Bollakökur slá alltaf í gegn, þær eru eins góðar og þær eru fallegar.