Hallar á kennslu í norrænum tungumálum í grunnskóla Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 5. nóvember 2015 14:00 Birta Rakel Óskarsdóttir og Embla Eir Haraldsdóttir í verkefnavinnu í Tungumálaveri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Upplýsingar frá skólastjórnendum í 92 grunnskólum í landinu sýna að verulega hallar á kennslu í norrænum tungumálum í skólum landsins. Þetta segir Brynhildur Anna Ragnarsdóttir, deildarstjóri Tungumálavers sem þjónar grunnskólanemendum sem læra sænsku, norsku og pólsku. Samkvæmt viðmiðunarstundaskrá sem birt er í aðalnámskrá eru 1.380 mínútur ætlaðar hverjum nemanda í kennslu í erlendu tungumáli á viku, ensku og dönsku. Niðurstöður könnunar á vegum Tungumálavers sýna að innan við 40 prósent þess tíma eru nýtt til kennslu í norrænu tungumáli. „Tuttugu og þrír skólar af 92 bjóða nemendum 110 til 150 mínútna minni kennslu í norrænum tungumálum á viku en viðmiðunarstundaskrá segir til um. Það er alltaf verið að tala um að börn læri svo mikla ensku af því að hún er svo mikil í umhverfinu. Í stað þess að jafna stöðuna virðast skólarnir hafa látið nemendur fá færri tíma í dönsku.“ Brynhildur segist ekki vera að atast út í ensku, eins og hún orðar það. „Það er hins vegar ástæða til að skoða þennan halla. Í námskrá er gert ráð fyrir að við lok grunnskóla hafi nemendur náð hæfni á þriðja stigi í bæðu ensku og dönsku eða öðru Norðurlandamáli. Sömu kröfur eru gerðar til allra nemenda en það er illmögulegt að verða við þeim ef börnin fá ekki jafn mikla kennslu. Það getur munað þremur til fjórum kennslustundum á viku.“Brynhildur Anna Ragnarsdóttir, deildarstjóri Tungumálavers sem þjónar grunnskólanemendum sem læra sænsku, norsku og pólsku.Tungumálaver hefur einnig, í samvinnu við Færeyinga og Grænlendinga, kannað viðhorf 10. bekkinga til náms í dönsku. „Af þeim sem svöruðu finnst 63 prósentum gott að hafa dönsku sem fag. Yfir 70 prósent telja mjög líklegt að þau þurfi að nota dönsku við störf og nám í framtíðinni,“ greinir Brynhildur frá. Þeir grunnskólanemendur sem hafa bakgrunn í norsku og sænsku eiga rétt á að fá kennslu í þessum tungumálum. „Níundu og tíundu bekkingar eru í fjarnámi og fara í tölvu þegar aðrir nemendur fara í dönskutíma. Í Reykjavík hittast nemendur í fimmta til áttunda bekk á níu stöðum einu sinni í viku. Þau eru á okkar vegum en það er reynt að láta þau koma saman í skóla sem er sem næst þeirra eigin skóla til að þeir verði fyrir sem minnstu raski.“ Nú fá um 400 nemendur einstaklingskennslu í tungumálaverinu, að sögn Brynhildar. „Breiddin er gríðarlega mikil og eru kennarar meðvitaðir um það.“ Til þess að geta fengið kennslu í norsku og sænsku í stað dönsku þurfa nemendur að uppfylla ákveðin skilyrði. „Þeir þurfa að geta talað viðkomandi tungumál og lesið bækur fyrir sinn aldurshóp. Þeir þurfa einnig að geta verið í samskiptum án teljandi erfiðleika.“ Hvað er Tungumálaverið?Tungumálaverið er þjónustustofnun þar sem veitt er ráðgjöf í norsku og sænsku til skóla og sveitarfélaga um allt land og er ætluð til stuðnings nemendum sem ekki hafa aldur til að stunda netnám. Staðbundin kennsla í norsku, pólsku og sænsku fyrir nemendur í 7. og 8. bekk í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum. Boðið er upp á netnám í norsku, pólsku og sænsku fyrir nemendur í 9. og 10. bekk innan bæjar og utan. Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Sjá meira
Upplýsingar frá skólastjórnendum í 92 grunnskólum í landinu sýna að verulega hallar á kennslu í norrænum tungumálum í skólum landsins. Þetta segir Brynhildur Anna Ragnarsdóttir, deildarstjóri Tungumálavers sem þjónar grunnskólanemendum sem læra sænsku, norsku og pólsku. Samkvæmt viðmiðunarstundaskrá sem birt er í aðalnámskrá eru 1.380 mínútur ætlaðar hverjum nemanda í kennslu í erlendu tungumáli á viku, ensku og dönsku. Niðurstöður könnunar á vegum Tungumálavers sýna að innan við 40 prósent þess tíma eru nýtt til kennslu í norrænu tungumáli. „Tuttugu og þrír skólar af 92 bjóða nemendum 110 til 150 mínútna minni kennslu í norrænum tungumálum á viku en viðmiðunarstundaskrá segir til um. Það er alltaf verið að tala um að börn læri svo mikla ensku af því að hún er svo mikil í umhverfinu. Í stað þess að jafna stöðuna virðast skólarnir hafa látið nemendur fá færri tíma í dönsku.“ Brynhildur segist ekki vera að atast út í ensku, eins og hún orðar það. „Það er hins vegar ástæða til að skoða þennan halla. Í námskrá er gert ráð fyrir að við lok grunnskóla hafi nemendur náð hæfni á þriðja stigi í bæðu ensku og dönsku eða öðru Norðurlandamáli. Sömu kröfur eru gerðar til allra nemenda en það er illmögulegt að verða við þeim ef börnin fá ekki jafn mikla kennslu. Það getur munað þremur til fjórum kennslustundum á viku.“Brynhildur Anna Ragnarsdóttir, deildarstjóri Tungumálavers sem þjónar grunnskólanemendum sem læra sænsku, norsku og pólsku.Tungumálaver hefur einnig, í samvinnu við Færeyinga og Grænlendinga, kannað viðhorf 10. bekkinga til náms í dönsku. „Af þeim sem svöruðu finnst 63 prósentum gott að hafa dönsku sem fag. Yfir 70 prósent telja mjög líklegt að þau þurfi að nota dönsku við störf og nám í framtíðinni,“ greinir Brynhildur frá. Þeir grunnskólanemendur sem hafa bakgrunn í norsku og sænsku eiga rétt á að fá kennslu í þessum tungumálum. „Níundu og tíundu bekkingar eru í fjarnámi og fara í tölvu þegar aðrir nemendur fara í dönskutíma. Í Reykjavík hittast nemendur í fimmta til áttunda bekk á níu stöðum einu sinni í viku. Þau eru á okkar vegum en það er reynt að láta þau koma saman í skóla sem er sem næst þeirra eigin skóla til að þeir verði fyrir sem minnstu raski.“ Nú fá um 400 nemendur einstaklingskennslu í tungumálaverinu, að sögn Brynhildar. „Breiddin er gríðarlega mikil og eru kennarar meðvitaðir um það.“ Til þess að geta fengið kennslu í norsku og sænsku í stað dönsku þurfa nemendur að uppfylla ákveðin skilyrði. „Þeir þurfa að geta talað viðkomandi tungumál og lesið bækur fyrir sinn aldurshóp. Þeir þurfa einnig að geta verið í samskiptum án teljandi erfiðleika.“ Hvað er Tungumálaverið?Tungumálaverið er þjónustustofnun þar sem veitt er ráðgjöf í norsku og sænsku til skóla og sveitarfélaga um allt land og er ætluð til stuðnings nemendum sem ekki hafa aldur til að stunda netnám. Staðbundin kennsla í norsku, pólsku og sænsku fyrir nemendur í 7. og 8. bekk í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum. Boðið er upp á netnám í norsku, pólsku og sænsku fyrir nemendur í 9. og 10. bekk innan bæjar og utan.
Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Sjá meira