Reyndi að fá Sigmund til að tjá sig með því að þegja sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 22. október 2015 19:16 Störukeppni á Alþingi. vísir/friðrik þór Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, starði á Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í fimmtán sekúndur á Alþingi í dag, í þeirri von að ráðherrann myndi tjá sig um afnám verðtryggingar. Þingmaðurinn hafði þó ekki erindi sem erfiði og uppskar þess í stað hlátur Sigmundar og annarra þingmanna. Björn fór fram á að Sigmundur útskýrði fyrir þingheimi hvort afnám verðtryggingar ætti heima á hans borði eða hjá fjármálaráðherra. „Þannig að ég get kannski hinkrað hér aðeins þangað til hann biður um orðið,“ sagði Björn og þagði svo næstu sekúndurnar. Umræðan var rúmlega klukkustundar löng þar sem rædd var dagskrárbreytingartillaga stjórnarandstöðunnar sem vildi fá sérstaka umræðu við Sigmund Davíð um stöðuna á vinnu við afnám verðtryggingar. Stjórnarliðar felldu tillöguna. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði með ólíkindum að formenn flokkanna skyldu leggja fram slíka tillögu. Fundað hafi verið um dagskrá þingsins á mánudag og að þá hafi engar athugasemdir borist. . „Hvernig er hægt að eiga samstarf við svona fólk sem gengur sífellt á bak orða sinna?“ sagði Vigdís.Haldi þinginu gíslingu Sigmundur sagði það sérkennilega stöðu að stjórnarandstaðan hefði haldið þinginu gíslingu á annan klukkutíma, þar sem hún heimtaði svör við spurningum um verðtrygginguna. „Og á meðan var ekki hægt að svara spurningum þingmanna. Nú þegar Árni Páll Árnason fær tækifæri til að spyrja spurninga þá hefur hann engan áhuga á að spyrja um verðtryggingu. Hann spyr í staðinn um mál sem hann hefur spurt um áður og hefur fengið svör við áður, mál sem hann hafði misst af þegar svarað var sömu spurningu frá öðrum þingmönnum, meðal annars varaformanni Samfylkingarinnar,“ sagði Sigmundur. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði fram beiðni um slíka umræðu í febrúar, aftur í haust og ítrekaði hana í gær. Þá hefur stjórnarandstaðan ítrekað krafist þess að fjallað yrði um þessi mál. Sigmundur svaraði gagnrýni þingmannanna á Facebook á dögunum, og sagði það orðinn fastan lið að „byrja daginn á vænum skammti af bulli“. Stjórnarandstaðan misnotar nú liðinn fundarstjórn forseta sem aldrei fyrr. Það virðist vera orðinn fastur liður að byrja...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 13. október 2015 Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði það nýja tegund af málþófi að þegja í ræðustól. Nú nýlega þagði Jón Þór Ólafsson, þáverandi þingmaður Pírata, í ræðustól í tæpar tvær mínútur. Tengdar fréttir Segist byrja daginn á „vænum skammti af bulli“ og vitnar í Bubba Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra svarar gagnrýni stjórnarandstöðunnar og vitnar í Bubba Morthens. „Þú verður að vera rólegur, þú æsir upp öll hin“ 14. október 2015 07:38 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, starði á Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í fimmtán sekúndur á Alþingi í dag, í þeirri von að ráðherrann myndi tjá sig um afnám verðtryggingar. Þingmaðurinn hafði þó ekki erindi sem erfiði og uppskar þess í stað hlátur Sigmundar og annarra þingmanna. Björn fór fram á að Sigmundur útskýrði fyrir þingheimi hvort afnám verðtryggingar ætti heima á hans borði eða hjá fjármálaráðherra. „Þannig að ég get kannski hinkrað hér aðeins þangað til hann biður um orðið,“ sagði Björn og þagði svo næstu sekúndurnar. Umræðan var rúmlega klukkustundar löng þar sem rædd var dagskrárbreytingartillaga stjórnarandstöðunnar sem vildi fá sérstaka umræðu við Sigmund Davíð um stöðuna á vinnu við afnám verðtryggingar. Stjórnarliðar felldu tillöguna. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði með ólíkindum að formenn flokkanna skyldu leggja fram slíka tillögu. Fundað hafi verið um dagskrá þingsins á mánudag og að þá hafi engar athugasemdir borist. . „Hvernig er hægt að eiga samstarf við svona fólk sem gengur sífellt á bak orða sinna?“ sagði Vigdís.Haldi þinginu gíslingu Sigmundur sagði það sérkennilega stöðu að stjórnarandstaðan hefði haldið þinginu gíslingu á annan klukkutíma, þar sem hún heimtaði svör við spurningum um verðtrygginguna. „Og á meðan var ekki hægt að svara spurningum þingmanna. Nú þegar Árni Páll Árnason fær tækifæri til að spyrja spurninga þá hefur hann engan áhuga á að spyrja um verðtryggingu. Hann spyr í staðinn um mál sem hann hefur spurt um áður og hefur fengið svör við áður, mál sem hann hafði misst af þegar svarað var sömu spurningu frá öðrum þingmönnum, meðal annars varaformanni Samfylkingarinnar,“ sagði Sigmundur. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði fram beiðni um slíka umræðu í febrúar, aftur í haust og ítrekaði hana í gær. Þá hefur stjórnarandstaðan ítrekað krafist þess að fjallað yrði um þessi mál. Sigmundur svaraði gagnrýni þingmannanna á Facebook á dögunum, og sagði það orðinn fastan lið að „byrja daginn á vænum skammti af bulli“. Stjórnarandstaðan misnotar nú liðinn fundarstjórn forseta sem aldrei fyrr. Það virðist vera orðinn fastur liður að byrja...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 13. október 2015 Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði það nýja tegund af málþófi að þegja í ræðustól. Nú nýlega þagði Jón Þór Ólafsson, þáverandi þingmaður Pírata, í ræðustól í tæpar tvær mínútur.
Tengdar fréttir Segist byrja daginn á „vænum skammti af bulli“ og vitnar í Bubba Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra svarar gagnrýni stjórnarandstöðunnar og vitnar í Bubba Morthens. „Þú verður að vera rólegur, þú æsir upp öll hin“ 14. október 2015 07:38 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Segist byrja daginn á „vænum skammti af bulli“ og vitnar í Bubba Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra svarar gagnrýni stjórnarandstöðunnar og vitnar í Bubba Morthens. „Þú verður að vera rólegur, þú æsir upp öll hin“ 14. október 2015 07:38