Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - ÍR 32-20 | Norðanmenn rasskeltu ÍR-inga Stefán Guðnason skrifar 22. október 2015 20:30 Vísir/Stefán Akureyringar unnu tólf marka stórsigur á ÍR, 32-20, í 10. umferð Olís-deildar karla í handbolta í KA-húsinu í kvöld. Akureyrarliðið var sjö mörkum yfir í hálfleik, 15-8, og var komið í 20-9 eftir aðeins sex mínútna leik í seinni hálfleiknum. ÍR-ingar unnu fjóra fyrstu leiki sína en hafa nú tapað sex í röð og ekki fengið stig í tæpan mánuð. Þeir steinlágu í kvöld á móti Akureyringum sem voru í næstneðsta sæti deildarinnar og aðeins búnir að vinna 2 af fyrstu átta leikjum sínum fyrir kvöldið. Hreiðar Levý Guðmundsson, markvörður Akureyrar og fyrrum markvörður ÍR, varði 21 skot og alls 55 prósent skota sem á hann komu í kvöld. Heiðar Þór Aðalsteinsson var markahæstur norðanmanna með 7 mörk. Þeir sem vonuðust eftir hörkuleik á milli tveggja liða sem hafa verið í ströggli í byrjun vetrar fengu ekki það sem þeir óskuðu eftir. Akureyri hreinlega valtaði yfir taugastrekkta ÍR-inga og unnu heimamenn sanngjarnan 12 marka sigur. Akureyringar byrjuðu betur en ÍR-ingar náðu sér þó fljótt á strik og virtust ætla að gera þetta að leik. Hins vegar um miðjan fyrri hálfleikinn settu Akureyringar í einhvern gír sem ekki hefur sést hingað til í vetur og stungu ÍR-inga af fyrir lok fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik 15-8 fyrir heimamenn og ekki stóð steinn fyrir steini varnarlega hjá ÍR. Hinum meginn voru ÍR-ingar duglegir að koma sér í færi en gamli “nýliðinn” í landsliðinu, Hreiðar Levý Guðmundsson var sjóðheitur í kvöld og lokaði á flest allar tilraunir ÍR-inga til að koma sér inn í leikinn. Í byrjun seinni hálfleiks settu Akureyringar svo ÍR-inga endanlega aftur fyrir sig þegar þeir skoruðu þrjú fyrstu mörkin og náðu þar með 10 marka forystu. Það reyndist of stór biti fyrir gestina sem náðu aldrei að minnka bilið að neinu ráði. Mest náðu Akureyringar 14 marka forystu 31-17 þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum. Síðustu mínúturnar var spurningin eiginlega bara hversu stór sigur heimamanna yrði. Tólf marka sigur Akureyringa var síst of stór. Akureyringar virtust geta skorað að vild og léku sér hreinlega að vörn gestanna. Hinum meginn var vörn Akureyrar þokkalega þétt en það sem gerði ÍR-ingum hvað erfiðast fyrir var markvarsla Hreiðars Levý. Drengurinn endaði með 21 skot varið áður en Tómas Ólason mætti í rammann og lokaði honum endanlega. Hjá heimamönnum var áður nefndur Hreiðar Levý einn besti maður liðsins ásamt Sigþóri Árna sem galopnaði vörn gestanna hvað eftir annað fyrir sig eða liðsfélaga sína. ÍR-ingar spiluðu eins og áður segir ágætlega sóknina en nýttu færin sín vægast sagt herfilega. Varnarlega, þegar leið á leikinn, voru þeir hins vegar eins og hurð á bar í vilta vestrinu og hrukku. Hjá gestunum voru Bjarni Fritzson og Aron Örn Ægisson manna líflegastir, Sturla hefur oft spilað betur en var þó að reyna en aðrir áttu leik sem þeir vilja eflaust helst gleyma sem fyrst.Bjarni: Þú vinnur ekki leik með 28% skotnýtingu Bjarni Fritzson annar þjálfari ÍR-inga gat ekki útskýrt ástæðuna fyrir stóru tapi sinna manna hér í kvöld. „Við byrjum leikinn illa, með fjóra tapaða bolta á fyrstu sex mínútunum. Eftir það komumst við aðeins í takt við leikinn sóknarlega. Við erum að ná að spila okkur oft í gegn en nýtum ekki færin. Við erum með 28% skotnýtingu í leiknum, hvernig eigum við að vinna leikinn með þannig nýtingu? Það er greinilegt að Hreiðar er vel að þessu landsliðssæti kominn þar sem hann átti stjörnuleik hérna í kvöld. Við náðum síðan einhvern veginn engum takti varnarlega. Þegar illa gengur að nýta færin hinum megin dregur það sjálfstraustið úr mönnum og við missum hausinn varnarlega," sagði Bjarni Fritzson sem var markahæstur í ÍR-liðinu með sex mörk. Akureyri sem skoraði 32 mörk í þessum leik hefur verið gagnrýnt í byrjun móts fyrir slakan sóknarleik. Það var þó ekki að sjá hér í kvöld. Hins vegar komu gæði sóknarleiks Akureyrar komu þó ekki á óvart „Akureyri er með hörku lið, þetta eru flottir strákar sem hafa spilað flestir lengi saman. Þetta eru nánast sömu strákar og ég var að þjálfa hérna fyrir tveimur árum og mikil gæði í hópnum. Þegar þeir smella eins og þeir gerðu í kvöld er erfitt að eiga við þá. Þetta er hörku lið á góðum degi," sagði Bjarni. ÍR á leik gegn Fjölni2 í bikarnum á laugardaginn og stefna ÍR-ingar langt í bikarnum og segir Bjarni þá ekki hafa efni á einhverju vanmati „Við vorum ekki nægilega grimmir hérna í kvöld og við eigum mikið inni. Við náum því fram á laugardaginn. Við mætum með eins sterkt lið og við mögulega getum gegn Fjölni enda stefnum við eins langt og við komumst," sagði Bjarni að lokum. Hreiðar Levý: Ég er orðinn 90% Hreiðar Levý Guðmundsson, sem nú á dögunum var valinn í landsliðið að nýju eftir erfið meiðsli, var hress þegar blaðamaður Vísis náði af honum eftir leik. „Þetta var frábær leikur hjá okkur. Sóknarlega vorum við virkilega flottur, grimmir sóknarlega og óragir að fara í færin. Þegar við finnum taktinn erum við virkilega flottir, jafnframt getum við dottið í það að vera fjandi lélegir þess á milli. Það má segja að þegar það smellur hjá okkur þá smellur það alla leið. Í þessum sigurleikjum okkar höfum við átt frábæra leiki en í tapleikjunum erum við virkilega slakir. Við erum svona allt eða ekkert lið í augnablikinu. Nú þurfum við að fara að koma stöðugleika í okkar leik, þá eru okkur allir vegir færir," sagði Hreiðar Levý Guðmundsson, markvörður Akureyrar sem var öðrum fremur maður leiksins í kvöld. Hreiðar sem átti stórleik í marki Akureyrar endaði með 21 skot varið sem gera 55% markvörslu hann vildi þó ekki meina að hann hefði mætt með hausinn eitthvað extra hátt uppi eftir landsliðsvalið. „Ég mætti bara virkilega gíraður í þennan leik. Jú auðvitað hafði það jákvæð áhrif að fá þessa viðurkenningu að komast aftur í landsliðið en það munar mestu að ég er að verða kominn í almennilegt form og orðinn nokkurn veginn góður af þessum meiðslum," sagði Hreiðar. Hreiðar átti eins og áður segir algjöran stjörnuleik hérna í kvöld og lagði grunninn að sigri heimamanna með frábærri markvörslu heilt yfir í leiknum. „Þetta var flottur leikur en ég á samt helling inni, ég er ekki orðinn alveg 100% en þetta er allt að koma. Formið orðið gott og löppin fín, eigum við ekki að segja að ég sé orðinn um það bil 90%," sagði Hreiðar. Akureyri fær stutta hvíld því strax á laugardaginn eiga þeir leik við lið Gróttu2 í bikarnum. „Það er skammt á milli leikja hjá okkur núna, fáum Gróttu2 í heimsókn á laugardaginn. Ég veit nú ekki mikið um þetta lið en strákarnir af nesinu eru alltaf erfiðir viðureignar. Við megum alla vegna ekki við neinu vanmati og verðum bara að mæta eins gíraðir í þann leik eins og þennan hérna í dag," sagpi Hreiðar að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Sjá meira
Akureyringar unnu tólf marka stórsigur á ÍR, 32-20, í 10. umferð Olís-deildar karla í handbolta í KA-húsinu í kvöld. Akureyrarliðið var sjö mörkum yfir í hálfleik, 15-8, og var komið í 20-9 eftir aðeins sex mínútna leik í seinni hálfleiknum. ÍR-ingar unnu fjóra fyrstu leiki sína en hafa nú tapað sex í röð og ekki fengið stig í tæpan mánuð. Þeir steinlágu í kvöld á móti Akureyringum sem voru í næstneðsta sæti deildarinnar og aðeins búnir að vinna 2 af fyrstu átta leikjum sínum fyrir kvöldið. Hreiðar Levý Guðmundsson, markvörður Akureyrar og fyrrum markvörður ÍR, varði 21 skot og alls 55 prósent skota sem á hann komu í kvöld. Heiðar Þór Aðalsteinsson var markahæstur norðanmanna með 7 mörk. Þeir sem vonuðust eftir hörkuleik á milli tveggja liða sem hafa verið í ströggli í byrjun vetrar fengu ekki það sem þeir óskuðu eftir. Akureyri hreinlega valtaði yfir taugastrekkta ÍR-inga og unnu heimamenn sanngjarnan 12 marka sigur. Akureyringar byrjuðu betur en ÍR-ingar náðu sér þó fljótt á strik og virtust ætla að gera þetta að leik. Hins vegar um miðjan fyrri hálfleikinn settu Akureyringar í einhvern gír sem ekki hefur sést hingað til í vetur og stungu ÍR-inga af fyrir lok fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik 15-8 fyrir heimamenn og ekki stóð steinn fyrir steini varnarlega hjá ÍR. Hinum meginn voru ÍR-ingar duglegir að koma sér í færi en gamli “nýliðinn” í landsliðinu, Hreiðar Levý Guðmundsson var sjóðheitur í kvöld og lokaði á flest allar tilraunir ÍR-inga til að koma sér inn í leikinn. Í byrjun seinni hálfleiks settu Akureyringar svo ÍR-inga endanlega aftur fyrir sig þegar þeir skoruðu þrjú fyrstu mörkin og náðu þar með 10 marka forystu. Það reyndist of stór biti fyrir gestina sem náðu aldrei að minnka bilið að neinu ráði. Mest náðu Akureyringar 14 marka forystu 31-17 þegar sjö mínútur voru eftir af leiknum. Síðustu mínúturnar var spurningin eiginlega bara hversu stór sigur heimamanna yrði. Tólf marka sigur Akureyringa var síst of stór. Akureyringar virtust geta skorað að vild og léku sér hreinlega að vörn gestanna. Hinum meginn var vörn Akureyrar þokkalega þétt en það sem gerði ÍR-ingum hvað erfiðast fyrir var markvarsla Hreiðars Levý. Drengurinn endaði með 21 skot varið áður en Tómas Ólason mætti í rammann og lokaði honum endanlega. Hjá heimamönnum var áður nefndur Hreiðar Levý einn besti maður liðsins ásamt Sigþóri Árna sem galopnaði vörn gestanna hvað eftir annað fyrir sig eða liðsfélaga sína. ÍR-ingar spiluðu eins og áður segir ágætlega sóknina en nýttu færin sín vægast sagt herfilega. Varnarlega, þegar leið á leikinn, voru þeir hins vegar eins og hurð á bar í vilta vestrinu og hrukku. Hjá gestunum voru Bjarni Fritzson og Aron Örn Ægisson manna líflegastir, Sturla hefur oft spilað betur en var þó að reyna en aðrir áttu leik sem þeir vilja eflaust helst gleyma sem fyrst.Bjarni: Þú vinnur ekki leik með 28% skotnýtingu Bjarni Fritzson annar þjálfari ÍR-inga gat ekki útskýrt ástæðuna fyrir stóru tapi sinna manna hér í kvöld. „Við byrjum leikinn illa, með fjóra tapaða bolta á fyrstu sex mínútunum. Eftir það komumst við aðeins í takt við leikinn sóknarlega. Við erum að ná að spila okkur oft í gegn en nýtum ekki færin. Við erum með 28% skotnýtingu í leiknum, hvernig eigum við að vinna leikinn með þannig nýtingu? Það er greinilegt að Hreiðar er vel að þessu landsliðssæti kominn þar sem hann átti stjörnuleik hérna í kvöld. Við náðum síðan einhvern veginn engum takti varnarlega. Þegar illa gengur að nýta færin hinum megin dregur það sjálfstraustið úr mönnum og við missum hausinn varnarlega," sagði Bjarni Fritzson sem var markahæstur í ÍR-liðinu með sex mörk. Akureyri sem skoraði 32 mörk í þessum leik hefur verið gagnrýnt í byrjun móts fyrir slakan sóknarleik. Það var þó ekki að sjá hér í kvöld. Hins vegar komu gæði sóknarleiks Akureyrar komu þó ekki á óvart „Akureyri er með hörku lið, þetta eru flottir strákar sem hafa spilað flestir lengi saman. Þetta eru nánast sömu strákar og ég var að þjálfa hérna fyrir tveimur árum og mikil gæði í hópnum. Þegar þeir smella eins og þeir gerðu í kvöld er erfitt að eiga við þá. Þetta er hörku lið á góðum degi," sagði Bjarni. ÍR á leik gegn Fjölni2 í bikarnum á laugardaginn og stefna ÍR-ingar langt í bikarnum og segir Bjarni þá ekki hafa efni á einhverju vanmati „Við vorum ekki nægilega grimmir hérna í kvöld og við eigum mikið inni. Við náum því fram á laugardaginn. Við mætum með eins sterkt lið og við mögulega getum gegn Fjölni enda stefnum við eins langt og við komumst," sagði Bjarni að lokum. Hreiðar Levý: Ég er orðinn 90% Hreiðar Levý Guðmundsson, sem nú á dögunum var valinn í landsliðið að nýju eftir erfið meiðsli, var hress þegar blaðamaður Vísis náði af honum eftir leik. „Þetta var frábær leikur hjá okkur. Sóknarlega vorum við virkilega flottur, grimmir sóknarlega og óragir að fara í færin. Þegar við finnum taktinn erum við virkilega flottir, jafnframt getum við dottið í það að vera fjandi lélegir þess á milli. Það má segja að þegar það smellur hjá okkur þá smellur það alla leið. Í þessum sigurleikjum okkar höfum við átt frábæra leiki en í tapleikjunum erum við virkilega slakir. Við erum svona allt eða ekkert lið í augnablikinu. Nú þurfum við að fara að koma stöðugleika í okkar leik, þá eru okkur allir vegir færir," sagði Hreiðar Levý Guðmundsson, markvörður Akureyrar sem var öðrum fremur maður leiksins í kvöld. Hreiðar sem átti stórleik í marki Akureyrar endaði með 21 skot varið sem gera 55% markvörslu hann vildi þó ekki meina að hann hefði mætt með hausinn eitthvað extra hátt uppi eftir landsliðsvalið. „Ég mætti bara virkilega gíraður í þennan leik. Jú auðvitað hafði það jákvæð áhrif að fá þessa viðurkenningu að komast aftur í landsliðið en það munar mestu að ég er að verða kominn í almennilegt form og orðinn nokkurn veginn góður af þessum meiðslum," sagði Hreiðar. Hreiðar átti eins og áður segir algjöran stjörnuleik hérna í kvöld og lagði grunninn að sigri heimamanna með frábærri markvörslu heilt yfir í leiknum. „Þetta var flottur leikur en ég á samt helling inni, ég er ekki orðinn alveg 100% en þetta er allt að koma. Formið orðið gott og löppin fín, eigum við ekki að segja að ég sé orðinn um það bil 90%," sagði Hreiðar. Akureyri fær stutta hvíld því strax á laugardaginn eiga þeir leik við lið Gróttu2 í bikarnum. „Það er skammt á milli leikja hjá okkur núna, fáum Gróttu2 í heimsókn á laugardaginn. Ég veit nú ekki mikið um þetta lið en strákarnir af nesinu eru alltaf erfiðir viðureignar. Við megum alla vegna ekki við neinu vanmati og verðum bara að mæta eins gíraðir í þann leik eins og þennan hérna í dag," sagpi Hreiðar að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti