Spectre sögð svöl og spennandi en falla fyrir gömlum klisjum Birgir Olgeirsson skrifar 22. október 2015 10:18 Daniel Craig snýr aftur sem James Bond í Spectre. vísir/getty Nýjasta kvikmyndin um njósnara hennar hátignar, James Bond, hefur fengið ágætis dóma frá gagnrýnendum úti í heimi. Nokkrir dómar hafa verið teknir saman um Spectre á vef breska ríkisútvarpsins BBC en hún fær til að mynda fimm stjörnur frá gagnrýnanda breska dagblaðsins The Guardian, Peter Bradshaw. Hann segir Spectre hreinræktaða hasarmynd, hlaðin spennu og brjálæðislega skemmtileg. Gagnrýnandi The Times segir Spectre vera þremur númerum of svöl á meðan gagnrýnandi The Independent segir hana vera jafningja forvera síns Skyfall sem kom út árið 2012. Gagnrýnendur fengu að sjá Spectre í gær en hún verður frumsýnd á mánudag í Bretlandi en verður tekin til sýninga á Íslandi 6. nóvember næstkomandi. Leikstjóri myndarinnar er Sam Mendes, sá hinn sami og leikstýrði Skyfall, en Daniel Craig fer með hlutverk njósnarans sem tekst á við glæpasamtökin Spectre. Tvöfaldi Óskarsverðlaunahafinn Christoph Waltz fer með hlutverk í myndinni ásamt Lea Seydoux og Monicu Belluci. Þetta er 24. myndin í þessari langlífu kvikmyndaseríu. Gagnrýnandi Daily Mirror segir myndina vera til jafns við bestu stundir njósnarans og að hún innihaldi magnaðar hasarsenur. Gagnrýnandi The Sun segir myndina innihalda allt það sem einkenni James Bond og að opnunarsenan sé hreint mögnuð. Gagnrýnandi Variety tekur undir með The Sun og segir Spectre innihalda eina af bestu opnunarsenum í James Bond-seríunni, sem gerist í Mexíkóborg á degi hinna dauðu. Aðrir miðlar sem gera út á kvikmyndaumfjöllun voru ekki eins hrifnir að sögn BBC. Til að mynda gagnrýnandi Hollywood Reporter sem segir Spectre vera verri mynd en Skyfall og að hún geri út á gamlar og þreyttar klisjur úr Bond-myndunum.Screen International segir myndina fara eftir Bond-formúlunni og útkoman sé fremur flöt og gamaldags James Bond-mynd. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bílar að andvirði 4,7 milljarða eyðilagðir við gerð Spectre Eyðilögðu 7 af 10 Aston Martin DB10 bílum sem notaðir voru. 1. október 2015 10:56 Ef Bond verður með Sony síma í Spectre þá er það ekki vegna hrifningar Daniels Craig Aðstandendur myndarinnar sögðu Bond aðeins nota það besta og að Sony Xperia Z4-síminn sé ekki sá besti. 24. apríl 2015 12:46 Reynt að hafa áhættuatriðin raunveruleg - Myndband "Hefðin fyrir Bond er;w raunveruleg áhættuatriði, raunverulegur hasar og alvöru sprengingar.“ 25. september 2015 15:02 Sjáðu myndbandið við nýja Bond-lagið með Sam Smith Fyrir nokkrum dögum kom nýja James Bond lagið í flutningi Sam Smith út en lagið heitir Writing's on the Wall og verður aðallagið í myndinni Spectre. 5. október 2015 11:30 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Nýjasta kvikmyndin um njósnara hennar hátignar, James Bond, hefur fengið ágætis dóma frá gagnrýnendum úti í heimi. Nokkrir dómar hafa verið teknir saman um Spectre á vef breska ríkisútvarpsins BBC en hún fær til að mynda fimm stjörnur frá gagnrýnanda breska dagblaðsins The Guardian, Peter Bradshaw. Hann segir Spectre hreinræktaða hasarmynd, hlaðin spennu og brjálæðislega skemmtileg. Gagnrýnandi The Times segir Spectre vera þremur númerum of svöl á meðan gagnrýnandi The Independent segir hana vera jafningja forvera síns Skyfall sem kom út árið 2012. Gagnrýnendur fengu að sjá Spectre í gær en hún verður frumsýnd á mánudag í Bretlandi en verður tekin til sýninga á Íslandi 6. nóvember næstkomandi. Leikstjóri myndarinnar er Sam Mendes, sá hinn sami og leikstýrði Skyfall, en Daniel Craig fer með hlutverk njósnarans sem tekst á við glæpasamtökin Spectre. Tvöfaldi Óskarsverðlaunahafinn Christoph Waltz fer með hlutverk í myndinni ásamt Lea Seydoux og Monicu Belluci. Þetta er 24. myndin í þessari langlífu kvikmyndaseríu. Gagnrýnandi Daily Mirror segir myndina vera til jafns við bestu stundir njósnarans og að hún innihaldi magnaðar hasarsenur. Gagnrýnandi The Sun segir myndina innihalda allt það sem einkenni James Bond og að opnunarsenan sé hreint mögnuð. Gagnrýnandi Variety tekur undir með The Sun og segir Spectre innihalda eina af bestu opnunarsenum í James Bond-seríunni, sem gerist í Mexíkóborg á degi hinna dauðu. Aðrir miðlar sem gera út á kvikmyndaumfjöllun voru ekki eins hrifnir að sögn BBC. Til að mynda gagnrýnandi Hollywood Reporter sem segir Spectre vera verri mynd en Skyfall og að hún geri út á gamlar og þreyttar klisjur úr Bond-myndunum.Screen International segir myndina fara eftir Bond-formúlunni og útkoman sé fremur flöt og gamaldags James Bond-mynd.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bílar að andvirði 4,7 milljarða eyðilagðir við gerð Spectre Eyðilögðu 7 af 10 Aston Martin DB10 bílum sem notaðir voru. 1. október 2015 10:56 Ef Bond verður með Sony síma í Spectre þá er það ekki vegna hrifningar Daniels Craig Aðstandendur myndarinnar sögðu Bond aðeins nota það besta og að Sony Xperia Z4-síminn sé ekki sá besti. 24. apríl 2015 12:46 Reynt að hafa áhættuatriðin raunveruleg - Myndband "Hefðin fyrir Bond er;w raunveruleg áhættuatriði, raunverulegur hasar og alvöru sprengingar.“ 25. september 2015 15:02 Sjáðu myndbandið við nýja Bond-lagið með Sam Smith Fyrir nokkrum dögum kom nýja James Bond lagið í flutningi Sam Smith út en lagið heitir Writing's on the Wall og verður aðallagið í myndinni Spectre. 5. október 2015 11:30 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Bílar að andvirði 4,7 milljarða eyðilagðir við gerð Spectre Eyðilögðu 7 af 10 Aston Martin DB10 bílum sem notaðir voru. 1. október 2015 10:56
Ef Bond verður með Sony síma í Spectre þá er það ekki vegna hrifningar Daniels Craig Aðstandendur myndarinnar sögðu Bond aðeins nota það besta og að Sony Xperia Z4-síminn sé ekki sá besti. 24. apríl 2015 12:46
Reynt að hafa áhættuatriðin raunveruleg - Myndband "Hefðin fyrir Bond er;w raunveruleg áhættuatriði, raunverulegur hasar og alvöru sprengingar.“ 25. september 2015 15:02
Sjáðu myndbandið við nýja Bond-lagið með Sam Smith Fyrir nokkrum dögum kom nýja James Bond lagið í flutningi Sam Smith út en lagið heitir Writing's on the Wall og verður aðallagið í myndinni Spectre. 5. október 2015 11:30